Ástin á götunni

Fréttamynd

Víkingar upp, Völsungur niður

Lokaumferðin í fyrstu deild karla í knattspyrnu fór fram í kvöld. Víkingur tryggði sér sæti í Landsbankadeildinni að ári með 2-0 sigri á Völsungi, en tap þeirra þýddi að liðið fellur um deild ásamt KS. Þá gerðu HK og Breiðablik 2-2 jafntefli í grannaslag Kópavogsliðanna.

Sport
Fréttamynd

Van Persie fær eins leiks bann

Hollenski sóknarmaðurinn Robin van Persie hjá Arsenal fær eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í Meistaradeildinni í vikunni, þegar hann sparkaði óviljandi í andlitið á einum leikmanna FC Thun.

Sport
Fréttamynd

Gunnar skoraði gegn Lissabon

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark Halmstad úr vítaspyrnu þegar liðið tapaði 1-2 á heimavelli fyrir portúgalska liðinu Sporting Lissabon í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð aðalkeppni Evrópukeppni félagsliða í gærkvöld. Grétar Rafn Steinsson lék fyrsta leik sinn fyrir hollenska liðið AZ Alkmaar þegar liðið tapaði fyrir Krylya Sovetov frá Rússlandi 5-3 á útivelli.

Sport
Fréttamynd

Laursen frá út tímabilið

Danski landsliðsmaðurinn Martin Laursen hjá Aston Villa, leikur ekki meira með liðinu á leiktíðinni, því hann er farinn til Bandaríkjanna í uppskurð vegna erfiðra hnémeiðsla sem hann á við að etja og missir því af öllu tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Laugardalsvöllur stækkaður

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, skrifuðu í gær undir samning um uppbyggingu og endurbætur á þjóðarleikvangi Íslendinga, Laugardalsvelli. Samkvæmt samningnum mun Reykjavíkurborg leggja til 398 milljónir króna í verkið.

Sport
Fréttamynd

Real hefur áhuga á Makelele

Carlos Queiros, sem er þjálfari hjá Manchester United og fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, gaf í gær vísbendingar um að gamla félagið hans hefði áhuga á að fá franska landsliðsmanninn Claude Makelele í sínar raðir á ný, en hann lék sem kunnugt er með Real Madrid áður en hann fór til Chelsea fyrir tveimur árum.

Sport
Fréttamynd

Everton kjöldregið í Búkarest

Enska úrvalsdeildarliðið Everton, sem var spútniklið deildarinnar í fyrra og náði öllum að óvörum í Meistaradeildina í ár, kom heldur betur niður á jörðina í kvöld þegar liðið mætti Dinamo Búkarest og steinlá.

Sport
Fréttamynd

Weir bað stuðningsmenn afsökunar

David Weir, leikmaður Everton, bað stuðningsmenn liðsins afsökunar í viðtali skömmu eftir að hann gekk af velli eftir útreiðina sem hans menn hlutu í Búkarest í kvöld, en vonir Everton um að komast í riðlakeppnina í Evrópukeppni félagsliða eru svo gott sem úr sögunni eftir 5-1 tap liðsins í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Beðið eftir Heinze

Forráðamenn Manchester United bíða nú í ofvæni eftir niðurstöðum úr læknisrannsóknum sem varnarmaðurinn Gabriel Heinze fór í síðdegis, en talið er að hann verði frá keppni í lágmark nokkrar vikur.

Sport
Fréttamynd

Comolli með góð sambönd

Damien Comolli, nýráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham Hotspurs, segir að reynsla hans sem útsendari Arsenal eigi bara eftir að koma nýja klúbbnum hans vel í framtíðinni.

Sport
Fréttamynd

Ekur Bergkamp til Amsterdam?

Dennis Bergkamp hjá Arsenal, sem skoraði sigurmark liðsins gegn FC Thun í gærkvöldi, gæti þurft að aka til Amsterdam í næsta útileik liðsins eftir að í ljós kom að Robin van Persie verður í banni í næsta leik og því er Arsenal liðið með fáa sóknarmenn í sínum röðum fyrir næsta leik.

Sport
Fréttamynd

Neville klár í slaginn

Phil Neville, leikmaður Everton, segir það kjörið tækifæri fyrir Everton að ná sér á réttan kjöl með sigri á Dinamo Bukarest í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, en liðið hefur byrjað nokkuð illa í ensku úrvalsdeildinni í ár.

Sport
Fréttamynd

Gunnar Heiðar á skotskónum

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var enn eina ferðina á skotskónum með liði sínu Halmstad í Svíþjóð í kvöld, en eins og svo oft áður á leiktíðinni nægði það ekki til sigurs.

Sport
Fréttamynd

Ætlar sér stóra hluti með Blika

Karl Brynjólfsson, formaður Meistaraflokksráðs Breiðabliks, ætlar félaginu stóra hluti í framtíðinni og er ákveðinn í að gera liðið að Evrópumeisturum innan skamms.

Sport
Fréttamynd

Sheringham er einstakur

Alan Pardew, knattspyrnustjóri West Ham, segir að þó Teddy Sheringham sé svo sannarlega að storka aldurslögmálinu með því að vera fastamaður í liði í ensku úrvalsdeildinni, verði hann líklega að gefa honum örlitla hvíld svo hann sprengi sig ekki.

Sport
Fréttamynd

Góður sigur Valsstúlkna

Kvennalið Vals vann í dag góðan sigur á serbneska liðinu Masinac Classic Nis í milliriðli Evrópukeppninnar. Leikurinn fór 3-0 fyrir Val og það voru Margrét Lára Viðarsdóttir (2) og Rakel Valsdóttir sem skorðu mörk liðsins. Valur á einn leik eftir í riðlinum gegn liði Alma á laugardag og þar ræðst hvaða lið kemst áfram í keppninni.

Sport
Fréttamynd

Tap hjá Brann og Valerenga

Kristján Örn Sigurðsson og félagar í Brann töpuðu fyrir Lokomotiv Moskvu í Evrópukeppni félagsliða í kvöld, með tveimur mörkum gegn einu. Brann var yfir í hálfleik 1-0, en rússneska liðið beit í skjaldarrendur í síðari hálfleiknum og skoraði tvívegis.

Sport
Fréttamynd

Fjöldi leikja í UEFA Cup í kvöld

Það eru hvorki fleiri né færri en 40 leikir á dagskrá í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og þegar er sjö leikjum lokið. Ensku liðin Everton, Bolton og Middlesbrough eru öll að spila í kvöld og þá verða nokkrir Íslendingar í eldlínunni.

Sport
Fréttamynd

Rooney átti skilið að fá rautt

Alex Ferguson segir að Wayne Rooney hafi átt skilið að fá rautt spjald í leiknum við Villareal í gær og var ekkert að verja leikmanninn þegar hann var spurður út í atvikið.

Sport
Fréttamynd

Hughes ánægður með árið

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn Rovers, segist ánægður með framfarir liðsins á því ári sem hann hefur nú verið við stjórnvölinn hjá liðinu.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli hjá Derby og Coventry

Það var einn leikur á dagskrá í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gær. Derby og Coventry gerðu jafntefli, 1-1. Derby er í 13. sæti í deildinni með 10 stig en Coventry í 18. sæti með 7 stig.

Sport
Fréttamynd

Lokaumferð fyrstu deildar í kvöld

Lokaumferð 1.deildar karla fer fram í kvöld. Fallbaráttan er æsispennandi, fimm lið geta fylgt KS niður í 2. deild en úrslitin á toppnum eru næstum ráðin, Breiðablik er búið að vinna deildina og að öllum líkindum fylgja Víkingar þeim upp í efstu deild en þeir eru í afar góðri stöðu í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á undan KA og eiga 11 mörk á þá í markatölu.

Sport
Fréttamynd

Draumaliðsleiknum að ljúka

Nú líður að síðustu umferðinni í Landsbankadeild karla í knattspyrnu og um leið harðnar baráttan í Draumaliðsleiknum hér á Vísi. Það er til mikils að vinna í lokaumferðinni í leiknum og því rétt að minna alla á að taka þátt. Það eru liðin Risaópal og Men in black sem hafa nauma forystu fyrir lokaumferðina.

Sport
Fréttamynd

Keane frá í 3 vikur

Roy Keane fyrirliði Manchester United verður frá næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla aftan í læri. Keane verður því ekki með félögum sínum sem mæta Villareal í kvöld á Spáni í 1.umferð Meistaradeildar Evrópu. Keane, 34 ára missir þá einnig af leik United gegn erkifjendunum í Liverpool n.k. sunnudag.

Sport
Fréttamynd

Mourinho hrósaði Lampard

Jose Mourinho, knattspyrnustjór Chelsea, sá ástæðu til að hrósa miðjumanni sínum Frank Lampard í gær, eftir að Chelsea lagði Anderlecht í Meistaradeildinni 1-0, án þess að vera tiltölulega sannfærandi í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Eiður á erfitt uppdráttar

Það er hörð samkeppni um að komast í liðið hjá Englandsmeisturum Chelsea og okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki farið varhluta af því síðan að Ghana-maðurinn Michael Essien kom fyrir 24 milljónir punda frá franska liðinu Lyon 19. ágúst síðastliðinn.

Sport
Fréttamynd

Rio ráðleggur ungu leikmönnunum

Varnarjaxlinn Rio Ferdinand hjá Manchester United hefur góð ráð handa ungu leikmönnunum hjá liðinu og telur sig vita hvað liðið þarf að gera til að ná árangri í Meistaradeildinni.

Sport
Fréttamynd

Léleg mæting hjá Chelsea

Það vakti athygli að nóg var af lausum sætum á Meistaradeildarleik Chelsea og Anderlecht á Stamford Bridge í gærkvöldi, en aðeins um 29.000 manns borguðu sig inn á leikinn, eða færri en sáu leik Sheffield Wednesday og Leeds í fyrstu deildinni daginn áður.

Sport
Fréttamynd

Riquelme verður ekki með Villareal

Argentínski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme verður ekki í liði Villareal þegar það tekur á móti Manchester United í D-riðli í Meistaradeild Evrópu nú innan skamms, því hann hefur ekki náð sér af ökklameiðslum sínum. Þetta staðfesti liðið nú fyrir stundu, en Riquelme þurfti að fara meiddur af velli eftir aðeins 25 mínútur í deildarleik á Spáni um helgina.

Sport
Fréttamynd

Rautt á Arsenal og United

Nú er að færast fjör í leikinn í Meistaradeildinni, en tveir leikmenn hafa fengið að líta rauða spjaldið í leikjum kvöldsins. Þetta eru þeir Wayne Rooney hjá Manchester United og Robin van Persie hjá Arsenal.

Sport