Ástin á götunni

Fréttamynd

Borgvardt kom inn fyrir Østenstad

Allan Borgvardt lék síðustu 5 mínúturnar með Viking sem tapaði 1-0 fyrir Odd Grenland í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú síðdegis. Allan kom inn á sem varamaður fyrir Egil Østenstad. Stefán Gíslason lék allan tímann í liði Lyn sem tapaði fyrir Ham Kam 1-0. Við hlið Stefáns á miðjunni lék John Obi Mikel.

Sport
Fréttamynd

Óvænt tap hjá AC Milan

AC Milan tapaði óvænt fyrir Sampdoria í ítalska fótboltanum í dag, 2-1 þar sem nýliðinn Alberto Gilardino skoraði sitt fyrsta mark fyrir Milan. Leikurinn markaði tvöföld tímamót fyrir fyrirliðann Paolo Maldini sem var að leika sinn 800. leik fyrir félagið auk þess sem hann jafnaði leikjamet Dino Zoff sem lék 570 leiki í efstu deild á Ítalíu.

Sport
Fréttamynd

Ívar skoraði sigurmark Reading

Ívar Ingimarsson var hetja Reading í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag en hann skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á Crewe á 81. mínútu. Ívar lék að venju allan leikinn í liði Reading eins og Brynjar Björn Gunnarsson.

Sport
Fréttamynd

Aukaæfingar fyrir Ronaldinho

Frank Rijkaard knattspyrnustjóri Barcelona er síður en svo sáttur við leikformið á besta knattspyrnumanni í heimi, Brasilíumanninum Ronaldinho leikmanni félagsins. Stjórinn hefur sett á aukaæfingar fyrir Ronaldinho til þess að koma honum í betra form og lét úthaldsþjálfari Barcelona, Ronaldinho vera eftir á æfingu á fimmtudag.

Sport
Fréttamynd

Chelsea vann toppslaginn

Chelsea lagði Charlton 2-0 í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag og eru Englandsmeistararnir því eina liðið með fullt hús stiga að loknum 6 leikjum. Hernan Crespo og Arjen Robben skoruðu mörkin. Hermann Hreiðarsson lék að venju allan leikinn í liði Charlton en Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea vegna meiðsla.

Sport
Fréttamynd

Íslendingarnir í enska í dag

Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Charlton sem mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikirnir á Englandi hófust nú kl. 14. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea vegna meiðsla. Þá er Heiðar Helguson á varamannabekk Fulham sem tekur á móti West Ham.

Sport
Fréttamynd

Valsstúlkur í 8 liða úrslit

Valur tryggði sér í dag farseðilinn í 8 liða úrslit Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu þegar þær burstuðu Alma frá Kazakstan 8-0 í B-riðli 2. umferðar keppninnar. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Val, Málfríður Erna Sigurðardóttir tvö en Dóra Stefánsdóttir og Rakel Logadóttir eitt mark hvor.

Sport
Fréttamynd

Versta augnablik ferils míns

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, sagði að tapið gegn Dinamo Búkarest í gær verstu upplifun sína á ferlinum sem knattspyrnustjóra, en bætti við að breytinga væri að vanta á liði sínu á næstunni því hann væri langt í frá ánægður með marga leikmenn sína.

Sport
Fréttamynd

Wenger vill semja við Henry

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vill ólmur nota tímann sem Thierry Henry verður frá á næstunni vegna meiðsla til að ræða nýjan samning við félagið og bendir á að málið ætti að leysast fljótlega þar sem Henry sé ekki peningagráðugur maður.

Sport
Fréttamynd

Valsstúlkur vekja athygli ytra

Valsstúlkur spila í dag þriðja og síðasta leik sinn í riðlakeppni 16 liða úrslita Evrópukeppni félagsliða. Þær hafa þegar náð sögulegum árangri með því að vera fyrsta liðið til að komast áfram upp úr 1. umferð en núna er liðið aðeins einum leik frá því að komast í átta liða úrslitin.

Sport
Fréttamynd

Víkingar upp, Völsungur niður

Lokaumferðin í fyrstu deild karla í knattspyrnu fór fram í kvöld. Víkingur tryggði sér sæti í Landsbankadeildinni að ári með 2-0 sigri á Völsungi, en tap þeirra þýddi að liðið fellur um deild ásamt KS. Þá gerðu HK og Breiðablik 2-2 jafntefli í grannaslag Kópavogsliðanna.

Sport
Fréttamynd

McClaren ánægður með sína menn

Steve McClaren, stjóri Midllesbrough, var ánægður með sína menn eftir sigurinn í Evrópukeppni félagsliða í gær og sagði þá hafa klárað verkefnið sem hann lagði upp með þegar þeir lögðu gríska liðið FC Xanthi 2-0.

Sport
Fréttamynd

Augenthaler rekinn

Klaus Augenthaler, knattspyrnustjóra Bayer Leverkusen, var í morgun sagt upp störfum hjá félaginu og mun yfirmaður knattspyrnumála hjá Leverkusen, Rudi Völler, taka við starfi hans tímabundið þar til annar maður fæst í starfið.

Sport
Fréttamynd

Heitt í kolunum hjá WBA

Bryan Robson, stjóri West Brom hefur viðurkennt að leikmenn liðsins hafi tekist á í búningsklefanum eftir tapið sára gegn Wigan í úrvalsdeildinni um síðustu helgi, en segir atburðinn jákvæðan í sínum augum, því það sýni að leikmönnum standi ekki á sama um lélegan árangur liðsins.

Sport
Fréttamynd

Friedel ánægður með samninginn

Brad Friedel, markvörður Blackburn Rovers, hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við félagið og lofar að gefa liðinu "þrjú góð ár í viðbót", en hann hefur verið hjá Blackburn í fimm ár, en var áður hjá Liverpool.

Sport
Fréttamynd

Kostic velur U-17 hópinn

Lúkas Kostic, þjálfari U-17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu hefur valið átján manna hóp sem tekur þátt í undankeppni EM. Riðill Íslands verður spilaður í Andorra dagana 23-27. og auk heimamanna verða Svíar og Tékkar í riðlinum. Liðið heldur utan 21. september og kemur aftur heim þann 28.

Sport
Fréttamynd

Bayern getur slegið met á morgun

Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen geta slegið met sitt yfir flesta sigra í röð í þýsku úrvalsdeildinni á morgun þegar liðið mætir Hanover 96 á morgun, en með sigri vinnur liðið sitt 14. leik í röð, sem telur frá síðasta tímabili.

Sport
Fréttamynd

Stelpurnar hækka um eitt sæti

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur hækkað um eitt sæti á styrkleikalista FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, sem gefinn var út í gær. Ísland er nú í 17. sæti listans og hafði sætaskipti við Holland.

Sport
Fréttamynd

Gríðarlegt áfall fyrir Man Utd

Manchester United varð fyrir gríðarlegu áfalli nú rétt áðan þegar tilkynnt var að argentíski varnarmaðurinn Gabriel Heinze orðið frá út leiktíðinu vegna hnémeiðslanna sem hann varð fyrir í Meistaradeildarleiknum gegn Villareal í fyrrakvöld.

Sport
Fréttamynd

Allardyce sáttur við sigurinn

Sam Allardyce, stjóri Bolton, var mjög sáttur við að hans menn skildu ná að sigra Lokomotiv Plovdiv frá Búlgaríu í Evrópukeppninni í gær, en þó voru margir hlutir í leik liðsins sem hann gerði athugasemdir við.

Sport
Fréttamynd

Van Persie fær eins leiks bann

Hollenski sóknarmaðurinn Robin van Persie hjá Arsenal fær eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk að líta í Meistaradeildinni í vikunni, þegar hann sparkaði óviljandi í andlitið á einum leikmanna FC Thun.

Sport
Fréttamynd

Gunnar skoraði gegn Lissabon

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark Halmstad úr vítaspyrnu þegar liðið tapaði 1-2 á heimavelli fyrir portúgalska liðinu Sporting Lissabon í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð aðalkeppni Evrópukeppni félagsliða í gærkvöld. Grétar Rafn Steinsson lék fyrsta leik sinn fyrir hollenska liðið AZ Alkmaar þegar liðið tapaði fyrir Krylya Sovetov frá Rússlandi 5-3 á útivelli.

Sport
Fréttamynd

Fjöldi leikja í UEFA Cup í kvöld

Það eru hvorki fleiri né færri en 40 leikir á dagskrá í Evrópukeppni félagsliða í kvöld og þegar er sjö leikjum lokið. Ensku liðin Everton, Bolton og Middlesbrough eru öll að spila í kvöld og þá verða nokkrir Íslendingar í eldlínunni.

Sport
Fréttamynd

Rooney átti skilið að fá rautt

Alex Ferguson segir að Wayne Rooney hafi átt skilið að fá rautt spjald í leiknum við Villareal í gær og var ekkert að verja leikmanninn þegar hann var spurður út í atvikið.

Sport
Fréttamynd

Hughes ánægður með árið

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn Rovers, segist ánægður með framfarir liðsins á því ári sem hann hefur nú verið við stjórnvölinn hjá liðinu.

Sport
Fréttamynd

Jafntefli hjá Derby og Coventry

Það var einn leikur á dagskrá í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu í gær. Derby og Coventry gerðu jafntefli, 1-1. Derby er í 13. sæti í deildinni með 10 stig en Coventry í 18. sæti með 7 stig.

Sport
Fréttamynd

Laursen frá út tímabilið

Danski landsliðsmaðurinn Martin Laursen hjá Aston Villa, leikur ekki meira með liðinu á leiktíðinni, því hann er farinn til Bandaríkjanna í uppskurð vegna erfiðra hnémeiðsla sem hann á við að etja og missir því af öllu tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Laugardalsvöllur stækkaður

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Eggert Magnússon, formaður KSÍ, skrifuðu í gær undir samning um uppbyggingu og endurbætur á þjóðarleikvangi Íslendinga, Laugardalsvelli. Samkvæmt samningnum mun Reykjavíkurborg leggja til 398 milljónir króna í verkið.

Sport
Fréttamynd

Real hefur áhuga á Makelele

Carlos Queiros, sem er þjálfari hjá Manchester United og fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, gaf í gær vísbendingar um að gamla félagið hans hefði áhuga á að fá franska landsliðsmanninn Claude Makelele í sínar raðir á ný, en hann lék sem kunnugt er með Real Madrid áður en hann fór til Chelsea fyrir tveimur árum.

Sport
Fréttamynd

Everton kjöldregið í Búkarest

Enska úrvalsdeildarliðið Everton, sem var spútniklið deildarinnar í fyrra og náði öllum að óvörum í Meistaradeildina í ár, kom heldur betur niður á jörðina í kvöld þegar liðið mætti Dinamo Búkarest og steinlá.

Sport