Ástin á götunni

Fréttamynd

Meistaradeildin í kvöld

Nú klukkan 18:30 hefjast leikir kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Aðal leikur kvöldsins á Sýn er viðureign Villareal og Manchester United, en síðar í kvöld verður leikur Werder Bremen og Barcelona sýndur. Hægt er að fylgjast vel með gangi mála á boltavaktinni hér á Vísi.is.

Sport
Fréttamynd

Benitez ánægður með Crouch

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að hinn hávaxni framherji Peter Crouch hafi ekki gert annað en að rökstyðja að hann eigi heima í enska landsliðshópnum með frammistöðu sinni gegn Real Betis í Meistaradeildinni í gær.

Sport
Fréttamynd

Leikjunum lokið í Meistaradeild

Leikjunum átta í Meistaradeild Evrópu er lokið. Arsenal stal sigrinum gegn Thun á lokamínútunni, en það var Dennis Bergkamp sem skoraði hið mikilvæga mark heimamanna, sem léku allan síðari hálfleikinn manni færri. Ekkert mark var skoraði í leik Villareal og Manchester United, en þar var það Wayne Rooney sem var í sviðsljósinu.

Sport
Fréttamynd

Smith tekur stöðu Keane

Alex Ferguson hyggst tefla Alan Smith fram í stöðu fyrirliðans Roy Keane hjá Manchester United í leiknum gegn Villareal í Meistaradeildinni í kvöld, þar sem framherjinn knái Diego Forlan mætir sínum gömlu félögum.

Sport
Fréttamynd

Luque frá í tvo mánuði

Eftir að sóknarmaðurinn Albert Luque hjá Newcastle gekkst undir ítarlega læknisskoðun í morgun kom í ljós að hann verður frá keppni í að minnsta kosti tvo mánuði vegna meiðsla sem hann varð fyrir í jafnteflinu við Fulham um síðustu helgi.

Sport
Fréttamynd

Styrkleikalisti FIFA birtur í dag

Nýr styrkleikalisti FIFA var birtur í dag og þar hefur íslenska landsliðið farið upp um tvö sæti síðan í síðasta mánuði og situr nú í 92. sæti. Liðið hefur fallið um 22. sæti síðan þeir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tóku við því árið 2003. Þá hefur enska landsliðið einnig fallið á listanum.

Sport
Fréttamynd

Hálfleikur í Meistaradeildinni

Nú hefur verið flautað til hálfleiks í leikjunum átta sem eru á dagskrá í Meistaradeild Evrópu, en ekki hafa verið skoruð mörg mörk það sem af er. Barcelona náði forystu eftir aðeins þrettán mínútur gegn Werder Bremen í Þýskalandi og það var Deco sem skoraði markið.

Sport
Fréttamynd

Mandaric enn að verja Perrin

Milan Mandaric, stjórnarformaður Portsmouth, sá í morgun ástæðu til að koma knattspyrnustjóra sínum Alain Perrin til varnar í enn eitt skiptið og fullyrðir að ekkert sé til í staðhæfingum fjölmiðla um að þeim franska hafi verið gefnir fimm leikir til að sanna að hann valdi starfi sínu, ella verði hann rekinn.

Sport
Fréttamynd

Benitez þurfti að hvíla Gerrard

Rafael Benitez, knattspyrnstjóri Liverpool, segir að ástæðan fyrir því að hann hafði fyrirliðann Steven Gerrard ekki í byrjunarliðinu gegn Real Betis í gær, hafi verið þreyta leikmannsins.

Sport
Fréttamynd

Erfiður leikur hjá Valsstúlkum

Valsstúlkur spila sinn annan leik í 2. umferð Evrópukeppninnar gegn serbneska liðinu Nis í dag en leikurinn hefst klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Valur tapaði fyrsta leiknum gegn sænska liðinu Djurgården/Älvsjö en Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari er ekkert búin að afskrifa það að komast áfram.

Sport
Fréttamynd

Kristján lágt skrifaður í Noregi

Kristján Örn Sigurðsson knattspyrnukappi með Brann í Noregi og íslenska landsliðinu er ekki í miklum metum hjá norskum fjölmiðlamönnum. Hann hefur reyndar átt ágætu gengi að fagna á árinu en hann hefur haldið sæti sínu í byrjunarliði Brann eftir að hafa fengið sitt tækifæri snemma á tímabilinu og hann hefur sömuleiðis átt sitt sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins.

Sport
Fréttamynd

Reading vann Crystal Palace

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading sem vann Crystal Palace, 3-2, í ensku fyrstu deildinni í knattspyrnu. Jóhannes Karl Guðjónsson var í liði Leicester sem tapaði á útivelli fyrir Cardiff, 1-0.

Sport
Fréttamynd

Lampard spilar vel fyrir mig

Knattspyrnustjóri Chelsea, Portúgalinn José Mourinho hrósaði Frank Lampard miðjumanni sínum í viðtali við breska ríkissjónvarpið. Lampard hefur legið undir mikilli gagnrýni frá fjölmiðlum og fylgismönnum Chelsea í upphafi leiktíðar en Mourinho er ánægður með kappann.

Sport
Fréttamynd

Helgi Sigurðsson á leið heim

"Ég hef hug á því að koma heim," sagði Helgi Sigurðsson knattspyrnumaður í samtali við Fréttablaðið í gær. Helgi leikur nú með AGF í Danmörku en hefur undanfarin ellefu ár leikið með sex félögum í fimm Evrópulöndum.

Sport
Fréttamynd

Mido neitar að gefast upp

Egypski framherjinn Mido hjá Tottenham ætlar ekki að sætta sig við niðurstöður aganefndar enska knattspyrnusambandsins, sem dæmdi hann í þriggja leikja bann í kjölfar þess að hann var rekinn af velli gegn Chelsea á dögunum og fer fram á frekari réttarhöld í málinu.

Sport
Fréttamynd

Djurgården eitt á toppnum

Djurgården er með þriggja stiga forystu á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Malmö FF í gærkvöldi. Kári Árnason lék allann tímann með Djurgården sem er með 43 stig, IFK Gautaborg er í öðru sæti eftir markalaust jafntefli gegn Sundsvall.

Sport
Fréttamynd

Heiðar fær sitt tækifæri

Chris Coleman hefur fullvissað Heiðar Helguson um að hann muni fá sitt tækifæri með liði Fulham áður en langt um líður, en sem stendur eru þeir Brian McBride og Tomasz Radzinski að leika vel og eiga fast sæti í liðinu.

Sport
Fréttamynd

Meistaradeildin í dag

Nú klukkan 18:30 verður flautað til leiks í Meistaradeild Evrópu á Sýn og fyrsti leikurinn í beinni útsendingu verður viðureign Real Betis og Liverpool í G-riðli. Síðar um kvöldið, eða klukkan 21:20 fer í loftið leikur Chelsea og Anderlecht á Stamford Bridge.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo í hóp United á ný

Portúgalski miðjumaðurinn Cristiano Ronaldo er kominn inn í leikmannahóp Manchester United á ný eftir fráfall föður hans á dögunum, en upphaflega var búist við að hann yrði í leyfi frá leiknum. United verður þó án fyrirliða síns Roy Keane, sem á við meiðsli að stríða.

Sport
Fréttamynd

Hert lyfjaeftirlit í Meistaradeild

Knattspyrnumenn sem leika í Meistaradeildinni geta átt von á því að fá starfsmenn lyfjaeftirlits Knattspyrnusambands Evrópu hvenær sem er í heimsókn. Félögin í Meistaradeildinni samþykktu þetta að sögn talsmanns UEFA fyrir þetta tímabil. Chelsea rak á sínum tíma Adrian Mutu frá félaginu eftir að hann féll á lyfjaprófi og varnarmaður Manchester United, Rio Ferdinand, var dæmdur í átta mánaða keppnisbann eftir að hafa gleymt að mæta í lyfjapróf.

Sport
Fréttamynd

Forlan mætir gömlu félögunum

Manchester United mætir í kvöld spænska liðinu Villarreal í Meistaradeild Evrópu en Villarreal hefur aldrei áður komist svo langt í Evrópukeppni. Diego Forlan, sem lék með Manchester United áður en hann fór til Villarreal fyrir síðustu leiktíð, ætlar sér að sýna sínar bestu hliðar í kvöld en hann var markahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð með 25 mörk.

Sport
Fréttamynd

Hálfleikur í Meistaradeildinni

Nú er hálfleikur í leikjunum átta sem eru á dagskrá í Meistaradeildinni í kvöld. Þar ber hæst að Liverpool er í góðri stöðu gegn Real Betis á Spáni og frönsku meistararnir Lyon eru að kjöldraga Real Madrid í Frakklandi.

Sport
Fréttamynd

Hver er staðan, Baros?

Stuðningsmenn West Ham skemmtu sér konunglega í 4-0 stórsigri liðsins á Aston Villa í gærkvöldi og sérstaklega þótti þeim gaman að stríða Milan Baros hjá Villa, en hann kaus heldur að ganga til liðs við þá en að fara til West Ham á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Valsstúlkur í eldlínunni í Svíþjóð

Kvennalið Vals í knattspyrnu leikur fyrsta leik sinn 2. umferð Evrópukeppni félagsliða gegn sænsku meisturunum, Djurgården/Älvsjö, sem einnig eru gestgjafar riðilsins. Fyrirfram er sænska liðið talið það sterkasta í riðlinum.

Sport
Fréttamynd

Dick þjálfar Suður Kóreu

Hollendingurinn Dick Advocaat hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Suður-Kóreu í knattspyrnu. Liðið hefur þegar tryggt sér farseðilinn á HM á næsta ári í Þýskalandi.

Sport
Fréttamynd

Leikjum lokið í Meistaradeildinni

Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið, en óhætt er að segja að það hafi verið Real Madrid frá Spáni sem stal senunni, því liðið steinlá fyrir Frakklandsmeisturum Lyon með þremur mörkum gegn engu og hafa þjálfarar liðsins í gegn um tíðina verið reknir fyrir minna en svona úrslit.

Sport
Fréttamynd

Yakubu að finna fjölina sína

Framherjinn öflugi Yakubu hjá Middlesbrough er sannfærður um að hann sé nú búinn að vinna bug á markaleysinu sem hefur hrjáð hann að undanförnu og lofar að nú fari mörkin að koma.

Sport
Fréttamynd

Tevez sektaður fyrir klæðaburð

Carlos Tevez, framherji Corinthians í Brasilíu, hefur verið sektaður um sem samsvarar 20% mánaðarlauna sinna, fyrir að mæta á blaðamannafund liðs síns klæddur búningi Manchester United. Þetta þótti forráðamönnum liðsins vera mikil vanvirðing við klúbb sinn, en leikmaðurinn sjálfur skildi hvorki upp né niður í þessum hörðu viðbrögðum.

Sport
Fréttamynd

O´Leary æfur út í sína menn

David O´Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, vandaði leikmönnum sínum ekki kveðjurnar eftir tapið stóra gegn West Ham í úrvalsdeildinni í gærkvöldi og sagði að betra liðið hefði farið með sigur af hólmi.

Sport
Fréttamynd

Harewood heppinn að fá að byrja

Alan Pardew, stjóri West Ham, hefur viðurkennt að hann hafi verið lengi að velta því fyrir sér hvort hann ætti að velja Marlon Harewood í byrjunarlið West Ham fyrir leikinn gegn Aston Villa í gærkvöld, en eins og kom á daginn, átti stjórinn ekki eftir að sjá eftir því.

Sport