Ástin á götunni

Fréttamynd

Þrír leikir á Sýn í dag

Þrír leikir verða sýndir beint á Sýn í dag og í kvöld. Klukkan 16 hefst leikur Palermo og Internazionale í ítölsku úrvalsdeildinni. Strax á eftir klukkan 18 verður skipt yfir til Madrídar á Spáni en þá hefst leikur Real Madríd og Celta Vigo.

Sport
Fréttamynd

Leikjum lokið í ensku

Leikjunum sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Meistarar Chelsea unnu Sunderland nokkuð auðveldlega 2-0 og Manchester liðin skildu jöfn 1-1,í æsilegum grannaslag, eins og reyndar Tottenham og Liverpool í London.

Sport
Fréttamynd

Teitur Þórðarson næsti þjálfari KR

Teitur Þórðarson verður næsti þjálfari meistaraflokks karla hjá KR. Teitur tekur við liðinu í haust af þeim Sigursteini Gíslasyni og Einari Þór Daníelssyni sem stýrt hafa KR frá því Magnúusi Gylfasyni var vikið frá störfum í lok júlí. Teitur Þórðarson var væntanlegur til landsins í kvöld en fyrirhugað er að skrifa undir samkomulag við hann í fyrramálið um þjálfun KR. Þá er blaðamannafundur fyrirhugaður fyrir hádegi þar sem ráðning hans verður kynnt.

Sport
Fréttamynd

Merkur áfangi hjá Rooney

Táningurinn Wayne Rooney náði þeim merkilega áfanga um helgina að verða yngsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að spila 100 leiki.

Sport
Fréttamynd

Draumur í dós

Við byrjuðum þennan leik reyndar á hælunum en það var fínt að fá á okkur þetta mark. Þetta var eins og gusa framan í okkur og áttu þær ekki möguleika eftir að við byrjuðum að skora okkar mörk," sagði fyrirliði og markvörður Breiðabliks, Þóra Helgadóttir, eftir bikarsigurinn í gær.

Sport
Fréttamynd

Blikar lyftu bikarnum í 1. deild

Breiðablik vann góðan 2-1 sigur á KA í Kópavogi í dag og fengu afhentan bikarinn fyrir sigurinn í fyrstu deildinni eftir leikinn. KA menn þurftu helst að sigra í leiknum, því þeir voru í harðri baráttu við Víking um að komast upp í Landsbankadeild að ári, en þeim varð ekki að ósk sinni.

Sport
Fréttamynd

Blikar í vænlegri stöðu

Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir í vænlega stöðu í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli, en þær leiða sem stendur 4-1 gegn KR. Það var Tesia Ann Kozlowski sem skoraði þriðja mark Blikastúlkna eftir 52 mínútur og Gréta Mjöll bætti við fjórða markinu skömmu síðar.

Sport
Fréttamynd

KS féll í aðra deild

Völsungur á Húsavík vann góðan sigur á KS í sannkölluðum botnslag í fyrstu deild karla í dag, en með tapinu er ljóst að KS er fallið í aðra deild. Með sigrinum eiga Völsungar því enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni og eru sem stendur einu stigi frá fallsvæðinu þegar ein umferð er eftir.

Sport
Fréttamynd

Betra að vera í úrvaldseildinni

Mick McCarthy, stjóri Sunderland, er duglegur að finna ljósu punktana í afleitu gengi hans manna í úrvalsdeildinni og eftir tapið gegn Chelsea í gær, sagði hann að það væri í það minnsta betra að vera staddur í úrvalsdeildinni en í fyrstu deildinni.

Sport
Fréttamynd

Maccarone kemur Boro í 2-0

Massimo Maccarone hefur komið Middlesbrough í 2-0 gegn Arsenal í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og því er útlitið orðið svart hjá bikarmeisturunum. Aðeins um stundarfjórðungur er eftir af leiknum.

Sport
Fréttamynd

Wenger slær á létta strengi

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er ekki vanur að vera mikill háðfugl, en þegar hann var spurður út í ráðningu grannaliðsins Tottenham á Damien Comolli á dögunum, sá hann ástæðu til að slá á létta strengi.

Sport
Fréttamynd

Middlesbrough lagði Arsenal 2-1

Middlesbrough vann frækinn sigur á Arsenal í síðasta leiknum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Það voru þeir Yakubu og Massimo Maccarone sem komu heimamönnum í 2-0, en Spánverjinn Jose Antonio Reyes minnkaði muninn í uppbótartíma fyrir Arsenal, sem hefur nú tapað tveimur af fyrstu fjórum leikjum sínum í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Breiðablik komið yfir

Blikastúlkur voru rétt í þessu að komast yfir 2-1 gegn KR í bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli. KR stúlkur komust í 1-0 eftir aðeins fimm mínútna leik, en Blikastúlkur komust yfir 2-1 í blálokin á hálfleiknum.

Sport
Fréttamynd

Jol hrósar Michael Carrick

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspurs, hrósaði miðjumanni sínum Michael Carrick í hástert eftir leikinn við Liverpool í dag og sagði hann hafa átt miðjuna í leiknum. Jol segist ekki skilja af hverju Carrick er ekki valinn í enska landsliðið.

Sport
Fréttamynd

Bent maður mánaðarins

Framherjinn ungi Darren Bent hjá Charlton hefur verið valinn knattspyrnumaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni, en hann fór mikinn í fyrstu umferðum mótsins. Þá hefur verið tilkynnt að Stuart Pearce, stjóri Manchester City hefur verið valinn knattspyrnustjóri mánaðarins.

Sport
Fréttamynd

Guðjón biður um stuðning áhorfenda

Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Notts County, biður stuðningsmenn liðsins að fjölmenna á völlinn á morgun þegar topplið hans mætir lærisveinum Keith Curle í Chester City.

Sport
Fréttamynd

Butt útilokar ekki landsliðið

Miðjumaðurinn Nicky Butt, sem er í láni hjá Birmingham frá Newcastle í vetur, segist ekki útiloka að spila aftur með enska landsliðinu ef kallið kæmi. Butt þótti standa sig vel á HM með Englendingum árið 2002, en hefur átt erfitt uppdráttar á síðustu tveimur árum.

Sport
Fréttamynd

Eriksson fer huldu höfði

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu, hefur aflýst fyrirhugaðri ferð sinni á úrslitaleik Englendinga og Ástrala í kvöld vegna fjölmiðlafársins sem er í kring um hann í kjölfar taps Englendinga fyrir Norður-Írum í vikunni.

Sport
Fréttamynd

Eto´o vill fara að vinna

Framherjinn knái Samuel Eto´o hjá Barcelona hefur sent félögum sínum í liðinu skýr skilaboð fyrir næsta leik í spænsku deildinni, sem er einmitt gegn fyrrum félögum sínum í Mallorca.

Sport
Fréttamynd

Zidane frá í 3 vikur

Nú er ljóst að franski knattspyrnukappinn Zinedine Zidane leikur ekki með Real Madríd næstu þrjár vikurnar. Zidane fór meiddur af velli í leik Frakka og Íra í undankeppni heimsmeistaramótsins á miðvikudag.

Sport
Fréttamynd

Thierry Henry meiddur

Franski markahrókurinn Thierry Henry mun ekki jafna markamet Ian Wright hjá Arsenal á morgun, því hann er meiddur á nára og missir því af leik liðsins við Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni.

Sport
Fréttamynd

Allardyce vill taka við Englandi

"Stóri-Sam" Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, vill ólmur taka við enska landsliðinu þegar Sven-Göran Eriksson hættir með liðið, ef marka má orð umboðsmanns hans.

Sport
Fréttamynd

Henry stefnir á markametið

Franski framherjinn Thierry Henry getur um helgina jafnað markamet Ian Wright hjá Arsenal, sem er 185 mörk en segist lítið hugsa um metið og vill bara skora eins mörg mörk og hann mögulega getur til að vinna leiki.

Sport
Fréttamynd

Dagsformið ræður úrslitum

Breiðablik hefur átt góðu gengi að fagna í sumar og sigraði í Landsbankadeildinni með töluverðum yfirburðum en eini leikurinn sem liðinu hefur ekki tekist að vinna var gegn KR, en þeim leik lauk með 0-0 jafntefli í Frostaskjólinu.

Sport
Fréttamynd

Pearce óttast ekki grannaslaginn

Stuart Pearce, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki hafa neinar áhyggjur af grannaslagnum við United á Old Trafford á morgun, en þar hefur City ekki sigrað í meira en þrjá áratugi.

Sport
Fréttamynd

Ætlum að vinna tvöfalt

Þóra Helgadóttir, fyrirliði og markvörður Breiðabliks, kom til Breiðabliks fyrir tímabilið en hún hóf feril sinn hjá félaginu. "Þetta sumar er búið að vera virkilega skemmtilegt og það er líka gaman fyrir mig að snúa aftur í mitt gamla félag á uppgangstímum."

Sport
Fréttamynd

Mourinho heldur tryggð við Lampard

Jose Mourinho segist ekki láta gagnrýni Sven-Göran Eriksson á Frank Lampard á sig fá og bendir á að það sem Lampard geri með enska landsliðinu komi sér ekki við.

Sport
Fréttamynd

Toppbaráttan í algleymingi í dag

Toppbaráttan í fyrstu deild karla verður í algleymingi í dag því Víkingur og KA eru jöfn í öðru og þriðja sæti deildarinnar með 31 stig en Breiðablik er búið að vinna deildina með 40 stig. KA mætir meisturum Breiðabliks í dag á Kópavogsvelli en þá fá Blikar afhentan titilinn. Í Hafnarfirðinum mætast Haukar og Víkingar.

Sport
Fréttamynd

Jenas saknar ekki Newcastle

Enski landsliðsmaðurinn Jermaine Jenas, sem nýverið gekk í raðir Tottenham Hotspurs, segist ekki sakna þess að leika með Newcastle, því sér hafi fundist sem hann næði ekki að þroskast sem leikmaður í röðum félagsins.

Sport
Fréttamynd

Ferdinand sáttur við stutt frí

Rio Ferdinand segist vera sáttur við að hafa verið kallaður snemma úr sumarfríi sínu ásamt öðrum leikmönnum Manchester United, og segir þá hafa átt það skilið eftir lélega frammistöðu í fyrra.

Sport