Ástin á götunni

Fréttamynd

Jafnt gegn Svíum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði í dag jafntefli, 2-2,  gegn Svíum í undankeppni heimsmeistaramótsins en leikið var í Svíþjóð.

Sport
Fréttamynd

Ítalski boltinn í gær

Livorno bar sigurorð af Leece 2-1 í fyrsta leik ítölsku deildarinnar í gær og Fiorentina vann sigur á Sampdoria 2-1. Ítalíumeistarar Juventus hefja titilvörnina á heimavelli gegn Chievo í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Sýn klukkan 18.30.

Sport
Fréttamynd

Eiður Smári á bekknum allan tímann

Sjö leikir voru í ensku úrvalsdeildinni í gær. Chelsea vann Tottenham 0-2. Eiður Smári var á bekknum allan tímann. Aston Villa vann Blackburn 1-0, Fulham 1 Everton 0, Man. City 2 Portsmouth 1, West Ham 1 Bolton 2, Wigan 1 Sunderland 0 og WBA 2 Birmingham 3. Chelsea er með 12 stig á toppnum, Man. City er í öðru sæti með 10 stig.

Sport
Fréttamynd

Spænski boltinn í gær

Spánarmeistarar Barcelona náðu aðeins markalausu jafntefli á útivelli gegn Alaves í opnunarleik deildarinnar í gærkvöld. Valencia lagði Real Betis að velli 1-0, með marki Pablos Aimar.

Sport
Fréttamynd

Raúl tryggði Real sigur

Gulldrengurinn Raúl gerði sigurmark Real Madrid gegn Cadiz í fyrsta leik liðsins í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld þegar liðið sigraði nýliðana 2-1 á útivelli. Ronaldo skorði fyrra mark Real en Pavoni jafnaði fyrir Cadiz í byrjun síðari hálfleiks. Raúl gerði svo sigurmark Real fimm mínútum fyrir leikslok.

Sport
Fréttamynd

Frábær úrslit hjá stelpunum

Íslenska kvennalandsliðið gerði jafntefli við sterkt lið Svíþjóðar á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð. Hanna Ljungberg koma sænska liðinu yfir á 34.mínútu en Ásthildur Helgadóttir jafnaði fyrir Ísland á 49.mínútu með góðum skalla að stuttu færi.

Sport
Fréttamynd

Þór lagði Fjölni

Sextándu umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu lauk í gær með þremur leikjum. Þór Akureyri vann Fjölni, 3-1, Víkingur Ólafsvík lagði Völsung að velli 1-0 og KS og Haukar gerðu 1-1 jafntefli. KS og Völsungur eru í fallsætum með 13 stig en Fjölnir og HK koma næst með 16 stig og Haukar eru með 17 stig í sjötta sæti.

Sport
Fréttamynd

Fullt hús hjá Charlton

Charlton lið Hermanns Hreiðarssonar hefur unnið alla þrjá leiki sína í upphafi ensku úrvalsdeildarinnar. Í dag sigraði liðið Middlesbrough 3-0 á útivelli. Mörkin gerðu þeir Dennis Rommendahl, Chris Perry og Darren Bent. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn í hjarta Charlton varnarinnar.

Sport
Fréttamynd

Chelsea sigraði Tottenham

Chelsea sigraði Tottenham 2-0 í ensku úrvalsdeildinni. Asier Del Horno og Damien Duff gerðu mörk Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan leikinn á varamannabekknum. Sjá úrslit annara leikja og markaskorara.

Sport
Fréttamynd

Ísland í 9. sæti

Íslenska landsliðið í handknattleik karla 21 árs og yngri tryggði sér 9. sætið á heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi í morgun með því að bera sigurorð af Ísraelsmönnum, 35-32. Í hálfleik var staðan 18-17 fyrir Íslendinga.

Sport
Fréttamynd

Guðjón á toppnum

Notts County, sem Guðjón Þórðarson þjálfar, er komið í efsta sæti ensku annarar deildarinnar en liðið sigraði Bristol Rovers í dag 2-0. Glyn Hurst gerði bæði mörk County sem eru taplausir að loknum fimm leikjum í deildinni.

Sport
Fréttamynd

Fullt hús hjá Bayern

Bayern München sigraði Herthu Berlín 3-0 í þýsku úrvaldeildinni í dag. Bayern er nú búið að vinna alla fjóra leiki sína það sem af er móti. Mörk Bayern gerðu Michael Ballack, Memet Scholl og Roy Makaay

Sport
Fréttamynd

Mikilvægur sigur Ólafsvíkinga

Víkingur frá Ólafsvík sigraði Völsung 1-0 í botnbaráttuslag í fyrstu deild karla. Mark Ólafsvíkinga gerði Hermann Geir Þórsson á lokamínútum leiksins. Með sigrinum komust Ólafsvíkingar úr mestri fallhættu. Völsungar er hins vegar enn í fallsæti. Þá sigraði Þór Fjölni 3-1 á Akureyri.

Sport
Fréttamynd

Áherslan verður lögð á varnarleik

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í dag því sænska á Nobelstadion í Karlskoga í Svíþjóð, en leikurinn er hluti af undankeppni heimsmeistaramótsins. Lið Svíþjóðar er eitt það allra besta í heiminum og hefur margsinnis leikið til úrslita á stórmótum á síðustu árum.

Sport
Fréttamynd

Eiður á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen, er á varamannabekk Chelsea sem leikur við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í ensku úrvalsdeildinni í dag. Einum leik er lokið, Birmingham sigraði WBA 3-2. Emile Heskey gerði tvö mörk fyrir Birmingham.

Sport
Fréttamynd

Sigur hjá Gylfa og Leeds

Gylfi Einarsson og félagar í Leeds sigruðu Norwich 1-0 á útivelli í ensku Championship deildinni. Gylfi var eini Íslendingurinn sem var í sigurliði. Sjá úrslit í ensku Championship deildinni

Sport
Fréttamynd

Mourinho segir riðilinn erfiðan

Jose Mourinho viðurkenndi fúslega að riðillinn sem Chelsea leikur í í Meistaradeild Evrópu sé mjög erfiður og bendir á að liðið muni þurfa á sínu besta til að komast áfram.

Sport
Fréttamynd

Addo hreifst af Herði og Guðmundi

Otto Addo, leikmanni Mainz í Þýskalandi þótti erfitt að leika í nepjunni á Laugardalsvelli í gærkvöldi í 2-0 sigri liðsins á Keflvíkingum, en þótti íslenska liðið standa sig vel og hvað þá Guðmund Steinarsson og Hörð Sveinsson hafa verið erfiða andstæðinga.

Sport
Fréttamynd

KA sigraði HK

KA sigraði HK 2-1 á Kópavogsvelli í kvöld í 1.deild karla. KA komst í 2-0 með mörkum frá Hauki Ingvari Sigurbergssyni og Hreini Hringssyni en Rúrik Gíslason klóraði í bakkann fyrir Kópavogsliðið.

Sport
Fréttamynd

Luque á leið til Newcastle

Framherjinn Albert Luque hjá Deportivo la Corunia á Spáni, mun að öllum líkindum ganga í raðir Newcastle í dag, en hann mun gangast undir læknisskoðun hjá félaginu seinnipartinn eftir að spænska liðið samþykkti tilboð Newcastle upp á 9,5 milljónir punda í leikmanninn í gærkvöldi.

Sport
Fréttamynd

Arsenal verður ekki í toppbaráttu

Bryan Robson, knattspyrnustjóri West Brom, segist fullviss um að Arsenal muni ekki verða í baráttunni um titilinn í ensku úrvalsdeildinni vegna brotthvarfs þeirra Patrick Vieira og Edu af miðjunni, en segir Manchester United vera líklegast til að berjast við meistara síðasta árs.

Sport
Fréttamynd

Jol semur við Tottenham

Hollenski knattspyrnustjórinn Martin Jol hefur undirritað nýjan þriggja ára samning við Tottenham,  sem gilda mun út næsta ár og býður upp á möguleika á eins árs framlengingu eftir það, en Jol tók við liðinu af Frakkanum Jaques Santini í byrjun síðasta tímabils.

Sport
Fréttamynd

Liverpool staðfestir áhuga á Owen

Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur staðfest að félagið hafi áhuga á að fá Michael Owen aftur á Anfield og segir málið væntanlega skýrast eftir helgina.

Sport
Fréttamynd

Dregið í riðla í Meistaradeildinni

Sterkustu knattspyrnulið Evrópu bíða nú í ofvæni eftir að dregið verði í riðla í Meistaradeildinni en drátturinn fer fram í dag kl. 14 að íslenskum tíma. Athygli vekur að Englandsmeistarar Chelsea eru ekki í efsta styrkleikaflokki enda hefur Jose Mourinho knattspyrnustjóri látið UEFA hafa það óþvegið í fjölmiðlum í morgun.

Sport
Fréttamynd

Dregið í riðla í meistaradeildinni

Í dag klukkan 14 að íslenskum tíma verður dregið í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. 32 lið eru í pottinum, helmingur þeirra gekk í gegnum forkeppnina en hinn helmingurinn kemur beint inn í keppnina á þessu stigi. Örlög Evrópumeistara Liverpool eru spennandi en svo gæti farið að liðið dragist í sama riðil og Englandsmeistarar Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Þeir bestu heiðraðir hjá UEFA

Chelsea skartar tveimur leikmönnum sem valdir voru bestu leikmennirnir í sinni stöðu á síðasta tímabili í Meistaradeild Evrópu á verðlaunaafhendingu sem var að ljúka á vegum UEFA í Mónakó. Þar stendur nú yfir drátturinn í riðlakeppni deildarinnar þetta tímabilið og verða niðurstöður hans birtar innan skamms. Besti sóknarmaðurinn var valinn...

Sport
Fréttamynd

Marel aftur á heimaslóðir?

Knattspyrnumaðurinn Marel Baldvinsson, sem er á mála hjá Lokeren í Belgíu, hefur að undanförnu verið orðaður við sitt gamla félag hér á Íslandi, Breiðablik.

Sport
Fréttamynd

Keflavík-Mainz á boltavaktinni

Síðari leikur Keflavíkur og Mainz frá Þýskalandi í Evrópukeppni félagsliða verður á boltavaktinni hér á Vísi í kvöld, þar sem fylgst verður grannt með gangi mála í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Tveir toppslagir í neðri deildunum

Í kvöld fara fram tveir toppslagir í fyrstu og annarri deild karla. Á Kópavogsvelli klukkan 18.30 mætast Breiðablik og Víkingur R. annars vegar og þá mætast Stjarnan og Leiknir í Garðabænum í uppgjöri toppliðanna í annarri deildinni á sama tíma hins vegar.

Sport
Fréttamynd

Liverpool og Chelsea saman í riðli

Liverpool og Chelsea verða saman í dauðariðlinum (G) í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en Paolo Maldini fyrirliði AC Milan dró í riðlana í Mónakó nú síðdegis. Diego Forlan mætir sínum gömlu félögum í Man Utd sem dróst í riðil með Villareal. AC Milan lenti í riðli með PSV og nýliðar í Meistaradeildinni í Thun frá Sviss lenda á riðli með Arsenal.

Sport