Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar kl.12:00

Tveir til viðbótar hafa greinst með kórónuveiruna í Skagafirði. Sveitarstjóri segir fleiri á leið í sóttkví og líkur á að skólum verði lokað. Við ræðum við sveitarstjóra Skagafjarðar í hádegisfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum kíkjum við í Laugardalshöllina þar sem verið er að bólusetja metfjölda fólks í dag. Á meðal þeirra sem fengu sprautu í morgun voru forseti Íslands og heilbrigðisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar heyrum við í heilbrigðisráðherra sem nú fyrir hádegið tilkynnti að reglur um samkomutakmarkanir innanlands í kórónuveirufaraldrinum verði framlengdar í eina viku, en sex greindust innanlands í dag og voru allir í sóttkví nema einn.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við náttúruvársérfræðing á Veðurstofunni um eldgosið í Fagradalsfjalli en nýtt áhættumat verður gefið út fyrir svæðið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti og veldur þrýstingsbreyting því að virknin slekkur á sér og rýkur síðan upp með stórum kvikustrókum.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þrír greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir í sóttkví. Tveir þeirra búa í Ölfusi en vonast er til að búið sé að ná utan um hópsýkinguna þar á bæ.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sautján greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Enn eru flestir sem greinast smitaðir tengdir hópsýkingum og þá sérstaklega þeirri sem kom upp í leikskólanum Jörfa.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir í beinni útsendingu

Sóttvarnalæknir leggur til strangari viðmið fyrir skyldudvöl ferðamenna í sóttvarnahúsi en gert var ráð fyrir í upprunalegum hugmyndum ráðherra. Hann hefur skilað minnisblaði þar að lútandi til ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en hann er órólegur vegna stöðunnar. Átta af þeim sautján sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru ekki í sóttkví. 

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður kastljósinu beint að hópsmitinu sem upp er komið á höfuðborgarsvæðinu en tuttugu og sjö greindust smitaðir í gær og af þeim voru tuttugu og fimm í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þrettán greindust með kórónuveiruna í gær og voru átta utan sóttkvíar. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að um bakslag sé að ræða. Ekki séu öll kurl komin til grafar og býst hann við að þeim fjölgi sem þurfa í sóttkví. Við ræðum við Víði og stöðu faraldursins í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir í beinni útsendingu

Fjórir greindist með kórónuveiruna innan­lands í gær. Þrír þeirra sem greindust voru utan sóttkvíar. Sóttvarnarlæknir segir að enn sé fólk að greinast sem hefur verið með einkenni úti í samfélaginu áður en það fer sig í sýnatöku.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni sem skilar í dag minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur til varfærnar tilslakanir á samkomutakmörkunum.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, bindur vonir við að hægt verði að slaka á aðgerðum um miðjan apríl. Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru báðir utan sóttkvíar. Við heyrum í Þórólfi í hádegisfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt. Sprungan opnaðist undir nýju hrauni og virðist það renna í Geldingadali. Að óbreyttu verður opið fyrir umferð að gossvæðinu til klukkan 21 í kvöld. Rætt er við náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands í hádegisfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins óttast að sóttvarnir á sóttkvíarhótelum séu foknar út í veður og vind með nýrri reglugerð sem heilbrigðisráðherra birti síðdegis í gær.

Innlent