Hádegisfréttir Bylgjunnar

Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um viðbrögð sóttvarnalæknis við úrskurði héraðsdóms frá því í gær varðandi sóttkvíarhótel og skyldu fólks til að dvelja þar, en hann hefur ákveðið að áfrýja þeim úrskurði til Landsréttar.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um kröfur gesta á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún, sem hafa farið fram á að vera látnir lausir þaðan. Vonir standa til að úrskurður í málinu liggi fyrir í dag. Lögmaður eins gesta á hótelinu segir bagalegt að þinghald hafi ekki verið opið.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Grunur leikur á að bíl hafi verið ekið á íslenskan karlmann, sem lést af sárum sínum á Landspítalanum í gær. Málið er rannsakað sem manndráp. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sóttvarnalæknir segir að ef reglugerð um sóttkvíarhótel stenst ekki lög muni það kippa fótunum undan sóttvörnum að miklu leyti. Reglugerðin hafi verið sett því fólk hafi ekki verið að halda sóttkví - sem sé lykilatriði í baráttunni við faraldurinn. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast klukkan tólf.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. Við ræðum við umsjónarmann sóttkvíarhússins í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sex greindust með kórónuveiruna og af þeim var einn utan sóttkvíar. Við ræðum við sóttvarnalækni um stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar sem hefjast á slaginu klukkan tólf.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni um stöðuna í kórónuveirufaraldrinum en fjórir greindust smitaðir innanlands í gær og voru tveir þeirra utan sóttkvíar.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Búið er að opna fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gossvæðinu í Geldingadölum og hefur bílastæðum verið fjölgað á svæðinu. Hraun hefur nú þakið botn dalsins og virðist ekkert lát á gosinu.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um nýjustu vendingar í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og við ræðum við sóttvarnalækni í hádegisfréttum um stöðuna í faraldrinum og það hópsmit sem nú er í gangi í samfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Við tökum stöðuna á kórónuveirufaraldrinum í hádegisfréttum okkar en jákvæðar fregnir bárust í morgun þegar í ljós kom að eitt smit hafði greinst í gær þrátt fyrir að blikur væru á lofti og var sá í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Talið er að um þúsund manns hafi lagt leið sín að eldgosinu í Geldingadal í nótt. Lögreglan hefur áhyggjur af illa búnu fólki sem reynir á komast á staðinn og varar við þoku sem gæti orðið á slóðum gosstöðvana í dag sem sé varasöm.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins kallar eftir óháðri úttekt á öllum leik og grunnskólum borgarinnar í kjölfar mygluvandamála í Fossvogsskóla og segir viðbrögð borgarinnar skammarleg. Við fjöllum áfram um Fossvogsskóla í hádegisfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við yfirlögregluþjóninn á Keflavíkurflugvelli sem býr sig nú undir að taka við auknum fjölda farþega frá ríkjum utan Schengen eftir að ríkisstjórnin heimilaði komu þeirra sem þegar hafa verið bólusettir fyrir kórónuveirunni.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum segjum við nýjustu tíðindi af ríkisstjórnarfundi sem lauk nú fyrir hádegið. Meðal annars hefur verið ákveðið að taka gild bólusetningavottorð hjá fólki utan Schengen.

Innlent
Fréttamynd

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um áframhaldandi skjálftavirkni á Reykjanesskaga og nýjustu upplýsingar um hvort gos kunni að hefjast á svæðinu. Rætt verður við sérfræðing hjá Veðurstofu Íslands sem greinir frá nýjustu upplýsingum.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar verður rætt við einn þeirra tuttugu farþega sem fastir eru um borð í ferjunni Baldri. Ferjan varð vélarvana í gær. Umræddur farþegi segir liðna nótt hafa tekið á. Fólk hafi verið hrætt og sjóveikt.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að stöðva tímabundið bólusetningar hér á landi með bóluefni frá AstraZeneca. Tilkynningar hafa borist um blóðtappa í kjölfar bólusetninga með efninu í Evrópu og þar af eitt dauðsfall í Danmörku og í Austurríki.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um nýjustu vendingar í kórónuveirufaraldrinum en enginn greindist smitaður innanlands í gær þrátt fyrir ótta um að smit væru komin í útbreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en tveir greindust utan sóttkvíar í gær og tengjast þeir smiti sem upp kom á föstudaginn var.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Skjálfti að stærðinni 5,0 mældist um þrjá kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli í nótt. Skjálftinn er sá stærsti í nokkra daga. Bæjarstjóri Grindavíkur segir að nokkrir íbúar hafi leigt sér hótelherbergi eða sumarbústað yfir helgina til að fá frí frá skjálftahrinunni sem ekkert lát virðist á.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Bæjarstjóri í Grindavík segir rafmagnsleysið í gærkvöldi óviðunandi á viðkvæmum tímum fyrir íbúa Grindavíkur. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar en bæjarstjóri hyggst funda um málið með HS Veitum á mánudaginn.

Innlent