Tækni

Fréttamynd

Vefverslanir nýta sér vinsældir YouTube

Þeir sem markaðsetja vörur á netinu eru nú í síauknum mæli farnir að nýta sér fádæma vinsældir myndskeiða á netinu á síðum eins og YouTube. Netverslanirnar leggja nú metnað sinn í að gera fyndna „sketsa“ og setja þá á netið sem og að bjóða viðskiptavinum sínum aðstoð við hið sama. Hvort uppátækið beri tilætlaðan árangur til lengri tíma litið skal ósagt látið en víst að það er tilraunarinnar virði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Microsoft kynnir nýtt stýrikerfi

Microsoft-hugbúnaðarfyrirtækið kynnti í gær nýjustu kynslóð Windows-stýrikerfisins og hefur kerfinu verið gefið nafnið Vista. Búist er við að innan árs hafi yfir eitt hundrað milljónir tölvunotenda um allan heim tekið kerfið í sína notkun.

Erlent
Fréttamynd

Windows Vista komið út

Sala hófst í dag um allan heim á Windows Vista, nýjasta stýrikerfinu frá Microsoft. Um fyrirtækjaútgáfu stýrikerfisins er að ræða en útgáfan fyrir einstaklinga og heimili kemur út í lok janúar á næsta ári. Stýrikerfið hefur verið í þróun í fimm ár eða síðan Windows XP kom á markað.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

CCP gleypir þekktan bandarískan leikjaframleiðanda

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP hf., sem framleiðir og selur EVE Online, og bandaríska útgáfufélagið White Wolf Publishing, Inc. tilkynntu sameiningu fyrirtækjanna um helgina. Fyrirtækin halda starfsemi sinni áfram undir óbreyttum nöfnum, en bandaríska fyrirtækið verður rekið sem dótturfyrirtæki CCP. Hilmar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, verður forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækjanna. Í sameiginlegri tilkynningu félaganna segir að við sameininguna verði til stærsta fyirrtæki heims á sviði sýndarheima, eða Virtual Worlds, sem sé nýtt skemmtanaform, aðskilið frá hefðbundnum tölvuleikjum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Samráð um verð á vinnsluminnum

Samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort suður-kóreska hátækniframleiðandinn Samsung og bandaríska fyrirtækið Cypress Semiconductor hafi haft með sér samráð um verðlagningu á vinnsluminnum af gerðinni SRAM, sem þau seldu Sony á síðasta ári. Talsmenn Sony segja að fyrirtækið muni vinna með yfirvöldum að lausn málsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Internet Explorer 7 vafrarinn kominn á vefinn

Uppfærsa á Internet Explorer netvafrara Microsoft tölvurisans er nú aðgengileg almenningi. Internet Explorer 7 er fyrsta uppfærsla á vafraranum í rúm 5 ár. Meðal nýjunga er sá möguleiki að opna fjölmarga undirglugga í sama aðal vefglugga, að leita beint á netinu og sérstakt kerfi sem á að koma í veg fyrir ýmsar innrásir tölvuþrjóta sem ásælast upplýsingar um bankareikninga og greiðslukort tölvunotenda. Hægt er að sækja vafrarann að kostnaðarlausu á netinu en fjölmargir fá sjálfkrafa uppfærslu í næsta mánuði noti þeir Windows XP stýrikerfið í tölvum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Google kaupir YouTube

Netleitarfyrirtækið Google hefur keypt YouTube sem er netsíða þar sem ýmsu afþreyingar myndbandsefni er dreift. Kaupverðið er um eitt hundrað milljarðar íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Bara Vodafone

Og Vodafone heitir nú bara Vodafone. Nýr tímamótasamningur við alþjóðlega stórfyrirtækið Vodafone Group um nánara samstarf var kynntur í morgun. Vodafone á Íslandi er fyrsta sjálfstæða farsímafélagið sem fær að nota vörumerki Vodafone.

Innlent
Fréttamynd

Flytur fyrirlestur um framtíð alþjóðlegs flugs

Dr. Assad Kotaite heldur fyrirlestur um Framtíð alþjóðlegs flugs í hátíðarsal Háskóla Íslands á morgun. Dr. Kotaite er fyrrverandi forseti fastaráðs Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (International Civil Aviation Organiztion – ICAO) en hann er hér á Íslandi á vegum, samgönguráðherra Sturlu Böðvarssonar og Flugmálastjórnar Íslands. Ásamt því að halda fyrirlesturinn mun Dr. Kotaite einnig ávarpa þinggesti á Flugþingi sem haldið verður nk. miðvikudag 4. október á Hótel Nordica.

Innlent
Fréttamynd

Notendum fjölgar um 66% milli vikna

Vinsældir VefTV Vísis aukast stöðugt og beinar útsendingar fréttastofu NFS frá fréttnæmum viðburðum mælast greinilega vel fyrir. Notendur VefTV Vísis mældust rúmlega 29 þúsund í liðinni viku og innlitin eða heimsóknirnar rúmlega 52 þúsund. Notendum fjölgar um tæplega 66% miðað við vikuna á undan og innlitum fjölgar um tæplega 63%.

Innlent
Fréttamynd

Toshiba innkallar rafhlöður

Japanska hátæknifyrirtækið Toshiba ætlar að innkalla um 340.000 rafhlöður fyrir tvær gerðir fartölva frá fyrirtækinu um allan heim. Sony framleiddi rafhlöðurnar og er þetta þriðja stóra innköllunin á rafhlöðum frá fyrirtækinu síðan um miðjan ágúst.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sjónvarp og gögn flutt um raflagnir

Síminn hefur um nokkurt skeið prófað sig áfram með gagnaflutning um raflagnir innan heimilanna, svokölluð heimatengi. Nú er komin á markað lausn á vegum Símans sem leysir hið eilífa snúruvandamál heimilanna. Hefðbundnar aðferðir með símalínu og ljósleiðara eru notaðar til þess að koma gögnum inn á heimilin en raflögnin er síðan notuð til að dreifa sjónvarpi og gögnum innan íbúðanna.

Innlent
Fréttamynd

Tvíburakort hjá Símanum

Síminn hefur hleypt af stokkunum nýrri þjónustu sem nefnist Tvíburakort en það gerir viðskiptavinum Símans kleift að vera með tvö mismunandi símtæki með sama símanúmerinu. Þessi áskriftarleið er sérhönnuð fyrir þá símnotendur sem þurfa að nota tvö símtæki, t.d. GSM síma og Blackberry síma eða jafnvel GSM síma og bílasíma en vilja nota sama símanúmerið fyrir báða símana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eitt númer í tveimur GSM símtækjum

Og Vodafone hefur tekið í notkun þjónustu sem gerir GSM notendum mögulegt að hafa eitt og sama símanúmerið í tveimur símtækjum. Þjónustan nefnist Aukakort og hentar til dæmis þeim sem eru með símtæki fyrir tölvupóstsamskipti og GSM þjónustu í vinnu en vilja hafa léttari og smærri GSM síma utan vinnutíma.

Innlent
Fréttamynd

Og Vodafone eflir GSM kerfi sitt

Og Vodafone ætlar að efla GSM kerfið í Stykkishólmi um þessa helgi en þá fara fram Danskir dagar í bænum. Hátíðin, sem hefst í dag og lýkur á sunnudag, fer nú fram í 13. sinn. Danskir dagar hefur verið vel sóttir síðustu árin og með eflingu GSM kerfis Og Vodafone í Stykkishólmi verður hægt að tryggja viðskiptavinum enn betri þjónustu um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Eigendur Dell-fartölva kanni framleiðslunúmer rafhlöðu

Engin af þeim tölvum sem nú eru til sölu hjá umboðsaðila Dell hér á landi, EJS, er með rafhlöður sem kalla þarf inn en eigendur Dell-fartölva eru beðnir um að fara inn á heimasíðu EJS og kanna hvort rafhlaðan í tölvunni hafi tiltekið framleiðslunúmer.

Innlent
Fréttamynd

Og vodafone eflir GSM þjónustu á svæðinu

Og Vodafone hefur eflt GSM þjónustu sína í Dalvík fyrir fjölskylduhátíðina Fiskidaginn mikla sem fer fram um næstu helgi. Markmiðið er að tryggja hnökralaus samskipti hjá GSM notendum þar sem gera má ráð fyrir fjölda gesta á svæðinu yfir helgina. Um 30 þúsund manns lögðu leið sína á hátíðina í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Og vodafone með Hot Spot í Eyjum

Gestir sem eru á leið á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eiga þess að komast frítt á Netið í Dalnum. Og Vodafone verður með Hot Spot eða þráðlausa nettengingu og tölvur fyrir þá sem vilja komast í tölvupóstinn sinn eða vafra um Netið. Þá verður GSM þjónusta vodafone í Galtalæk stórefld um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Umfangsmikil GSM uppbygging Og Vodafone í Eyjafirði

Og Vodafone hefur nú lokið umfangsmikilli uppbyggingu á GSM kerfi fyrirtækisins á ákveðnum svæðum í Eyjafirði. Uppbyggingin hófst við Sörlagötu á Akureyri í febrúar á þessu ári en lauk við Klauf/Hrafnagil um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Microsoft sektað

Evrópusambandið hefur sektað bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft um 280 milljónir evra, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna.

Erlent
Fréttamynd

Hægt að skoða gögn óháð stað og stund

Og Vodafone hefur hafið sölu á Nokia farsímum sem búa yfir BlackBerry lausn (BlackBerry Connect) sem gerir farsímanotendum mögulegt að fá tölvupóst, dagbókina, tengiliðalista og aðrar upplýsingar beint í símtækið. Um er að ræða lausn sem virkar fyrir ákveðnar gerðir Nokia farsíma og farsíma með Microsoft stýrikerfi.

Innlent
Fréttamynd

Betri GSM þjónusta í miðbænum á 17. júní

Og Vodafone hefur eflt GSM þjónustu sína í miðbæ Reykjavíkur fyrir hátíðarhöld á morgun, þjóðhátíðardaginn 17. júní. Markmiðið er að tryggja hnökralaus samskipti hjá GSM viðskiptavinum þar sem gera má ráð fyrir miklum fjölda gesta í tengslum við hátíðarhöld á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Engir reikningar þegar heim er komið

Nú geta viðskiptavinir í Og Vodafone Frelsi hringt frá helstu nágrannalöndum án þess að skrá númerið sitt sérstaklega. Jafnframt eru símtöl gjaldfærð af inneign um leið og því þurfa viðskiptavinir ekki að hafa áhyggjur af bakreikningum þegar heim er komið.

Innlent
Fréttamynd

Eve Online fer vel af stað í Kína

Yfir þrjátíu þúsund notendur skráðu sig inn á netleikinn Eve Online á fyrstu klukkustundunum eftir að opnað var fyrir aðgang að honum í Kína í dag. Það er íslenska fyrirtækið CCP sem á og rekur leikinn, en hann gerist úti í geimnum eftir mörg þúsund ár. Fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmönnum CCP að yfir 200 þúsund manns hafi skráð sig til leiks á opnunardeginum sem nálgast fjölda íslensku þjóðarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Og Vodafone forgangsraðar gögnum um Netið

Ný þjónusta sem Og Vodafone hefur tekið í gagnið gerir það að verkum að viðskiptavinir geta síður átt von á því að verða fyrir truflunum þegar þeir vafra um netið. Vefsíðum, póstþjónustu og gögnum vegna fjarvinnutenginga er forgangsraðað þannig að fólk verður minna vart við bilanir og aðrar truflanir á netinu.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að hringja og senda SMS þó inneign klárast

Nú geta viðskiptavinir í Og Vodafone Frelsi hringt eða sent SMS þó svo að inneign þeirra klárist. Um er að ræða þjónustu sem nefnist S.O.S. en hún gerir notanda, sem hefur litla eða enga innistæðu, mögulegt að nota GSM símann áfram þegar mikið liggur við.

Innlent
Fréttamynd

Þreföldun símtala úr heimasíma

Fjöldi símtala úr heimasíma í símakerfi Og Vodafone á höfuðborgarsvæðinu þrefaldaðist á meðan símakosning fyrir forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) fór fram í gærkvöldi.

Innlent