Meistaradeildin

Fréttamynd

Fullkominn leikur hjá Bayern München

Þýska liðið Bayern München bauð til veislu á Allianz-vellinum í kvöld er liðið kjöldró hið stórkostlega lið Barcelona og vann ótrúlegan 4-0 sigur sem seint mun gleymast.

Fótbolti
Fréttamynd

Ég þarf enga hjálp

Bayern München tekur á móti Barcelona í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, ætlar ekki að fá neinar upplýsingar um Barcelona frá manninum sem bjó til Barcelona-liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi varð að kaupa hús nágrannans

Lionel Messi á nú tvö hús á sama stað í Barcelona eftir deilur við nágranna hans urðu til þess að eina leiðin til að fá frið var að kaupa húsið af nágrannanum. Þetta kemur fram í spænska blaðinu Diario Gol.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho gefur út ævisögu sína í haust

Jose Mourinho, þjálfari spænska félagsins Real Madrid, mun gefa út athyglisverða bók á haustmánuðum. Þessi heimsfrægi þjálfari, sem varð fimmtugur á dögunum, er nú búinn að skrifa ævisögu sína og ætlar að skella henni á prent.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi fékk grænt ljós

Lionel Messi verður orðinn leikfær þegar að Barcelona mætir Bayern München í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan: Beckham mun vinna Meistaradeildina með PSG

Svíinn Zlatan Ibrahimovic er öruggur á tvennu - að Paris Saint-Germain vinni Meistaradeildina í fótbolta á næsta tímabili og að David Beckham verði þá enn leikmaður liðsins. Zlatan er viss um að enski miðjumaðurinn framlengi samning sinn við franska liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Ég þarf engin ráð frá Guardiola

Jupp Heynckes, þjálfari Bayern München, er búinn að gera frábæra hluti með þýska liðið á þessu tímabili. Bayern er að bursta þýsku deildina og fór auðveldlega í gegnum Juventus í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ancelotti vill framlengja samning sinn hjá PSG

Carlo Ancelotti, þjálfari Paris St Germain, sækist eftir því að fá nýjan samning við franska félagið. PSG komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar og er á góðri leið með því að vinna frönsku deildina í fyrsta sinn síðan 1994.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern og Barca mætast

Barcelona mætir Bayern München í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Í hinum leiknum mætast Borussia Dortmund og Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Verk að vinna hjá PSG og Juventus

Síðustu farmiðarnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu verða gefnir út í kvöld. Þá tekur Barcelona á móti PSG og Bayern München sækir Juventus heim. Bayern er í fínum málum eftir 2-0 sigur á heimavelli gegn Juventus. Barcelona nældi í 2-2 jafntefli gegn PSG í Frakklandi og stendur því vel að vígi fyrir leikinn á heimavelli sínum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Á 70 sekúndum breyttist allt

Óhætt er að segja að boðið hafi verið upp á dramatík í viðureign Dortmund og Malaga í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Innkoma Messi breytti öllu

Barcelona slapp með skrekkinn gegn franska liðinu PSG í kvöld og komst áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á útivallamarkareglunni.

Fótbolti
Fréttamynd

"Einstakt tækifæri"

Malaga sækir Dortmund heim í síðari viðureign liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Real áfram þrátt fyrir tap

Galatasaray lét Real Madrid hafa fyrir hlutunum í síðari viðureign liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Markalaust í Malaga

Það er allt opið í rimmu Malaga og Dortmund í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir leik liðanna í kvöld. Ekkert mark var skorað í leik liðanna.

Fótbolti