Verk að vinna hjá PSG og Juventus 10. apríl 2013 14:15 verður hann með? Messi fagnar í fyrri leiknum. Óvissa er með þátttöku hans í kvöld.nordicphotos/getty Síðustu farmiðarnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu verða gefnir út í kvöld. Þá tekur Barcelona á móti PSG og Bayern München sækir Juventus heim. Bayern er í fínum málum eftir 2-0 sigur á heimavelli gegn Juventus. Barcelona nældi í 2-2 jafntefli gegn PSG í Frakklandi og stendur því vel að vígi fyrir leikinn á heimavelli sínum í kvöld. Helsta áhyggjuefni Barcelona er þó hugsanleg fjarvera besta knattspyrnumanns heims, Lionels Messi. Hann meiddist í fyrri leik liðanna og gat ekki leikið með Barcelona um helgina. Það er því óvíst hvort hann getur spilað í kvöld. „Það kemur bara í ljós er nær dregur leik hvort Messi getur spilað. Það veltur allt á því hvernig honum líður," sagði miðjumaður liðsins, Andres Iniesta, en hann segir að liðið eigi að geta klárað PSG án Messi. „Messi er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við erum samt ekki háðir honum. Við erum með gott lið og það geta margir menn skorað mörk fyrir okkur. Leo er vissulega númer eitt hjá okkur og við þurfum á honum að halda til þess að vinna titla." Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, er bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. Hann má það vel enda er hans lið í góðri stöðu. „Juventus er frábært lið og hefur ítrekað sannað það í vetur. Liðið mun reyna að afreka hið ómögulega gegn okkur," sagði Heynckes kokhraustur en hans lið varð þýskur meistari um helgina. Markvörður Juventus, Gianluigi Buffon, hefði getað gert betur í báðum mörkunum í fyrri leiknum og Franz Beckenbauer kallaði hann ellilífeyrisþega eftir leikinn. Heynckes ber meiri virðingu fyrir honum en Beckenbauer. „Fyrir mér er Buffon einn besti markvörður sögunnar. Hann er goðsögn í mínum augum. Frábær maður og markvörður." Leikirnir hefjast klukkan 18.45 og eru í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira
Síðustu farmiðarnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu verða gefnir út í kvöld. Þá tekur Barcelona á móti PSG og Bayern München sækir Juventus heim. Bayern er í fínum málum eftir 2-0 sigur á heimavelli gegn Juventus. Barcelona nældi í 2-2 jafntefli gegn PSG í Frakklandi og stendur því vel að vígi fyrir leikinn á heimavelli sínum í kvöld. Helsta áhyggjuefni Barcelona er þó hugsanleg fjarvera besta knattspyrnumanns heims, Lionels Messi. Hann meiddist í fyrri leik liðanna og gat ekki leikið með Barcelona um helgina. Það er því óvíst hvort hann getur spilað í kvöld. „Það kemur bara í ljós er nær dregur leik hvort Messi getur spilað. Það veltur allt á því hvernig honum líður," sagði miðjumaður liðsins, Andres Iniesta, en hann segir að liðið eigi að geta klárað PSG án Messi. „Messi er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægur fyrir okkur. Við erum samt ekki háðir honum. Við erum með gott lið og það geta margir menn skorað mörk fyrir okkur. Leo er vissulega númer eitt hjá okkur og við þurfum á honum að halda til þess að vinna titla." Jupp Heynckes, þjálfari Bayern, er bjartsýnn fyrir hönd sinna manna. Hann má það vel enda er hans lið í góðri stöðu. „Juventus er frábært lið og hefur ítrekað sannað það í vetur. Liðið mun reyna að afreka hið ómögulega gegn okkur," sagði Heynckes kokhraustur en hans lið varð þýskur meistari um helgina. Markvörður Juventus, Gianluigi Buffon, hefði getað gert betur í báðum mörkunum í fyrri leiknum og Franz Beckenbauer kallaði hann ellilífeyrisþega eftir leikinn. Heynckes ber meiri virðingu fyrir honum en Beckenbauer. „Fyrir mér er Buffon einn besti markvörður sögunnar. Hann er goðsögn í mínum augum. Frábær maður og markvörður." Leikirnir hefjast klukkan 18.45 og eru í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira