Meistaradeildin

Fréttamynd

Meistaradeildin: Di Matteo gerir miklar kröfur | kemst Chelsea áfram?

Roberto Di Matteo, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, krefst þess að leikmenn liðsins gefi allt sem þeir eiga í leikinn gegn ítalska liðinu Napólí í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Chelsea er í erfiðri stöðu eftir 3-1 tap á útivelli í fyrri leiknum í 16-liða úrslitum keppninnar. Það er því að duga eða drepast fyrir Chelsea sem er eina enska liðið sem er eftir í þessari keppni.

Fótbolti
Fréttamynd

Samantekt úr Meistaramörkunum, markaregn í München

Bayern München frá Þýskalandi og franska liðið Marseille tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Bayern München gjörsigraði Basel frá Sviss á heimavelli, 7-0, þar sem Mario Gomez skoraði fjögur mörk. Það gekk mikið á þegar Inter frá Mílanó vann Marseille 2-1 en það dugði ekki til. Þorsteinn J fór yfir gang mála með gestum sínum í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport ásamt sérfræðingunum Pétri Marteinssyni og Reyni Leóssyni.

Fótbolti
Fréttamynd

Gomez með fernu í stórsigri Bayern

Bayern München sýndi sannkallaða Barcelona-takta þegar liðið vann 7-0 stórsigur á Basel í kvöld og tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitaleikurinn fer fram á Allianz Arena í München í vor og ef marka má frammistöðu þýska liðsins í gær er allt eins líklegt að Bayern verði þar á heimavelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistaradeildin: Mourinho ber virðingu fyrir CSKA Moskvu

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur engar áhyggjur af því að hann muni missa starf sitt ef spænska liðið nær ekki að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Real Madrid tekur á móti CSKA frá Moskvu á morgun í 16-liða úrslitum keppninnar. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Rússlandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Lionel Messi kann að skutla sér | 50 marka maðurinn með tilþrif

Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur farið á kostum í framlínunni hjá Evrópu – og Spánarmeistaraliði Barcelona. Framherjinn hefur skorað 50 mörk nú þegar og þar af 30 í deildarkeppninni. Messi virðist vera með allt á hreinu í fótboltanum og hann miðað við myndina sem liðsfélagi hans hjá Barcelona, Carles Puyol, tók á æfingu liðsins þá er Messi góður í marki einnig.

Fótbolti
Fréttamynd

Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld?

Meistaradeild Evrópu, 16-liða úrslit, og grannaslagur í Liverpool borg eru í aðalhlutverki á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld. Úrslitin í fyrstu tveimur viðureignunum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar ráðast í kvöld þar sem leikið verður til þrautar. Þorsteinn J og gestir hita upp fyrir stórleiki kvöldsins og málin verða gerð upp í Meistaradeildarmörkunum. Enska úrvalsdeildin er einnig áhugaverð í kvöld þar sem Liverpool og Everton eigast við á Anfield.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistaradeildin: Reynir spáir Bayern München sigri gegn Basel

Það er mikið í húfi í kvöld í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu. Úrslitin í tveimur viðureignum ráðast og þýska stórliðið Bayern München bíður stór verkefni gegn svissneska liðinu Basel sem er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn. Ítalska liðið Inter er einnig undir eftir 1-0 tap á útivelli gegn Marseille. Reynir Leósson, einn af sérfræðingum Stöðvar 2 sport í Meistaradeildinni er á því að þýska stálið komist áfram í 8-liða úrslit keppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistaradeildin: Schweinsteiger fær mikið hrós frá þjálfaranum

Þýski landsliðsmaðurinn Bastian Schweinsteiger fær mikið hrós frá þjálfara sínum, Jupp Heynckes, sem líkir Bayern München leikmanninum við Xavi og Andres Iniesta hjá Barcelona. Schweinsteiger hefur ekki leikið með þýska liðinu að undanförnu vegna meiðsla en hann gæti verið í byrjunarliðinu þegar Bayern München tekur á móti Basel í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern og Inter þurfa sigur

Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar halda áfram í kvöld og þar reynir á tvö stórlið. Bayern München og Internazionale töpuðu bæði fyrri leiknum 1-0 á útivelli þökk sé marki í blálokin. Basel skoraði sigurmarkið á móti Bayern á 85. mínútu en sigurmark Marseille á móti Inter kom á þriðju mínútu í uppbótartíma. Nú eru Bayern og Inter á heimavelli en leikirnir hefjast klukkan 19.45 og eru í beinni á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 3.

Fótbolti
Fréttamynd

Bróðir Lionel Messi með tattú af litla bróður á öxlinni

Lionel Messi á eldri bróður sem heitir Matias og býr í Argentínu. Matias komst í fréttirnar í heimalandinu á dögunum þegar hann viðurkenndi í útvarpsviðtali að vera með húðflúr af litla bróður sínum á öxlinni. Matias segist líka vera mesti aðdáandi Lionel bróður síns.

Fótbolti
Fréttamynd

Hinn fullkomni leikmaður

Lionel Messi hefur enn og aftur skráð nafn sitt í sögubækur knattspyrnunnar. Hann varð fyrsti maðurinn til að skora fimm mörk í einum leik í Meistaradeildinni og er á góðri leið með að slá öll markamet sem hann á möguleika á að slá.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan gagnrýnir þjálfara AC Milan

Svíinn Zlatan Ibrahimovic var allt annað en sáttur við leikkerfið sem AC Milan spilaði gegn Arsenal á þriðjudag. Milan skreið þá inn í átta liða úrslit eftir 3-0 tap. Milan spilaði 4-3-3 í leiknum og Zlatan sagði að sér hefði aldrei liðið vel í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Háspenna í vítakeppni APOEL og Lyon | samantekt frá Stöð 2 sport

Meistaradeildarævintýri APOEL Nicosia ætlar engan endi að taka. Í gærkvöld sló litla liðið frá Kýpur, franska liðið Lyon út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni sem var að venju æsispennandi. Í myndbandinu má sjá hvernig til tókst hjá leikmönnum beggja liða.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi: Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt

Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Messi var stórkostlegur í 7-1 sigri Evrópumeistaraliðs Barcelona sem gjörsigraði þýska liðið Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum keppninnar. Messi var að venju hógvær þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Hann hrósaði liðsfélaga sínum Tello sem skoraði tvívegis í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi sló tvö Meistaradeildarmet í kvöld - myndir

Lionel Messi skoraði fimm af sjö mörkum Barcelona í kvöld í seinni leik liðsins á móti þýska liðinu Bayern Leverkusen í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Með því að skora fimmu í þessum leik setti argentínski snillingurinn tvö met í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Fabregas um Messi: Hann er besti leikmaður fótboltasögunnar

Cesc Fabregas lagði upp tvö mörk fyrir Barcelona í kvöld þegar liðið niðurlægði þýska liðið Bayer Leverkusen með því að vinna 7-1 sigur í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Maður kvöldsins var þó Lionel Messi sem skoraði fimm af sjö mörk Barcelona-liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistaradeildarævintýri APOEL heldur áfram

Meistaradeildarævintýri kýpverska liðsins APOEL Nicosia hélt áfram í kvöld þegar liðið sló Lyon út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir vítakeppni. Báðir leikir liðanna enduðu með 1-0 heimasigri en APOEL. sem var á heimavelli í kvöld, vann vítakeppnina 4-3.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger enn í vandræðum hjá UEFA

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, þarf enn á ný að koma fyrir aganefnd UEFA, eftir framkomu sína eftir leikinn á móti AC Milan í Meistaradeildinni í gær. Arsenal vann leikinn 3-0 en komst ekki áfram þar sem að liðið steinlá 4-0 í fyrri leiknum á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Leitin að heilaga kaleiknum

Rússinn Roman Abramovich hefur eytt mörgum milljörðum í Chelsea í þeirri von að vinna hinn heilaga kaleik evrópsku knattspyrnunnar – Meistaradeildina. Hann hefur ekki haft erindi sem erfiði hingað til. Eftir að hafa komist nálægt því hefur gengi Chelsea l

Fótbolti
Fréttamynd

Koscielny: Við gáfum allt okkar í þetta

Laurent Koscielny skoraði fyrsta mark Arsenal í 3-0 sigri á AC Milan í Meistaradeildinni í kvöld en þessi frábæri sigur dugði ekki enska liðinu þar sem fyrri leikurinn tapaðist 0-4 á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Benfica komst áfram en naumlega þó

Benfica tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 2-0 heimasigur á rússneska liðinu Zenit St Petersburg. Zenit vann fyrri leikinn 3-2 og portúgalska liðið fór því áfram 4-3 samanlagt.

Fótbolti
Fréttamynd

Benfica er í ágætri stöðu fyrir leikinn gegn Zenit

Benfica tekur á móti rússneska liðinu Zenit frá St. Pétursborg í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Portúgalska liðið er með ágæta stöðu þrátt fyrir 3-2 ósigur á útivelli í fyrri leiknum og mörkin tvö sem liðið skoraði á útivelli gætu reynst gulls í gildi.

Fótbolti