Messi: Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. mars 2012 10:45 Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Hér gengur hann að velli með boltann sem tók með til minningar um afrekið. Getty Images / Nordic Photos Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Messi var stórkostlegur í 7-1 sigri Evrópumeistaraliðs Barcelona sem gjörsigraði þýska liðið Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum keppninnar. Messi var að venju hógvær þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Hann hrósaði liðsfélaga sínum Tello sem skoraði tvívegis í leiknum. Messi hafði fyrir leikinn í gær ekki skorað á heimavelli Barcelona í Meistaradeildarleik í 364 daga, sem er ótrúleg staðreynd. Flóðgáttirnar opnuðust gegn þýska liðinu og Messi setti met með því að skora 5 í 7-1 sigri. Hinn 24 ára gamli Messi þarf aðeins að skora 7 mörk til viðbótar til þess að jafna markametið hjá stórliðinu Barcelona. „Það sem skiptir mestu máli er að þessi sigur færir okkur skrefi nær því markmiði að vinna Meistaradeildina. Það eina sem við ætluðum okkur að gera í þessum leik var að tryggja okkur í 8-liða úrslitin. Það er frábært ef hlutirnir ganga svona vel upp hjá okkur, liðið lék vel, og það voru kaflar í þessum leik sem voru stórkostlegir og við skoruðum mörg mörk," sagði Messi í gær. Messi hefur tvívegis skorað 4 mörk í leik með Barcelona, gegn Valencia og Arsenal. Alls hefur hann skorað 14 þrennur á ferlinum og tölfræðin í síðustu 5 leikjum er ótrúleg. Hann hefur skorað alls 14 mörk fyrir Barcelona og landslið Argentínu á þeim tíma. „Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt. Ég skoraði þrennu í fyrsta sinn fyrir Argentínu og það gengur vel hjá mér hjá Barcelona. Liðinu gengur vel og það skiptir mestur máli, við ætlum okkur alla leið í Meistaradeildinni. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum í næstu umferð. Það eru bara sterkir mótherjar eftir og þessi lið eiga það skilið að vera á þessum stað í keppninni," sagði Messi. Argentínumaðurinn er ánægður með framlag ungra leikmanna Barcelona sem hafa fengið tækifæri í síðustu leikjum. Flestir þeirra eru uppaldir hjá félaginu og þar á meðal er hinn tvítugi Tello sem skoraði tvívegis í gær gegn Leverkusen í sínum fyrsta Meistaradeildarleik.. Ég er glaður fyrir hönd Tello. Hann hefur æft og leikið með aðalliðinu að undanförnu og staðið sig vel. Hann er ekki sá eini sem er að setja mark sitt á liðið. Þjálfarinn hefur sett traust sitt á yngri leikmenn og leyft þeim að fá tækifæri. Ég gleðst yfir því," bætti Messi við. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Sjá meira
Argentínumaðurinn Lionel Messi skrifaði nýjan kafla í fótboltasöguna í gær þegar hann varð fyrstur allra til þess að skora 5 mörk í Meistaradeildarleik. Messi var stórkostlegur í 7-1 sigri Evrópumeistaraliðs Barcelona sem gjörsigraði þýska liðið Bayer Leverkusen í 16-liða úrslitum keppninnar. Messi var að venju hógvær þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leikinn. Hann hrósaði liðsfélaga sínum Tello sem skoraði tvívegis í leiknum. Messi hafði fyrir leikinn í gær ekki skorað á heimavelli Barcelona í Meistaradeildarleik í 364 daga, sem er ótrúleg staðreynd. Flóðgáttirnar opnuðust gegn þýska liðinu og Messi setti met með því að skora 5 í 7-1 sigri. Hinn 24 ára gamli Messi þarf aðeins að skora 7 mörk til viðbótar til þess að jafna markametið hjá stórliðinu Barcelona. „Það sem skiptir mestu máli er að þessi sigur færir okkur skrefi nær því markmiði að vinna Meistaradeildina. Það eina sem við ætluðum okkur að gera í þessum leik var að tryggja okkur í 8-liða úrslitin. Það er frábært ef hlutirnir ganga svona vel upp hjá okkur, liðið lék vel, og það voru kaflar í þessum leik sem voru stórkostlegir og við skoruðum mörg mörk," sagði Messi í gær. Messi hefur tvívegis skorað 4 mörk í leik með Barcelona, gegn Valencia og Arsenal. Alls hefur hann skorað 14 þrennur á ferlinum og tölfræðin í síðustu 5 leikjum er ótrúleg. Hann hefur skorað alls 14 mörk fyrir Barcelona og landslið Argentínu á þeim tíma. „Ég nýt augnabliksins, það er mikilvægt. Ég skoraði þrennu í fyrsta sinn fyrir Argentínu og það gengur vel hjá mér hjá Barcelona. Liðinu gengur vel og það skiptir mestur máli, við ætlum okkur alla leið í Meistaradeildinni. Það skiptir engu máli hvaða liði við mætum í næstu umferð. Það eru bara sterkir mótherjar eftir og þessi lið eiga það skilið að vera á þessum stað í keppninni," sagði Messi. Argentínumaðurinn er ánægður með framlag ungra leikmanna Barcelona sem hafa fengið tækifæri í síðustu leikjum. Flestir þeirra eru uppaldir hjá félaginu og þar á meðal er hinn tvítugi Tello sem skoraði tvívegis í gær gegn Leverkusen í sínum fyrsta Meistaradeildarleik.. Ég er glaður fyrir hönd Tello. Hann hefur æft og leikið með aðalliðinu að undanförnu og staðið sig vel. Hann er ekki sá eini sem er að setja mark sitt á liðið. Þjálfarinn hefur sett traust sitt á yngri leikmenn og leyft þeim að fá tækifæri. Ég gleðst yfir því," bætti Messi við.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Íslenski boltinn „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Íslenski boltinn Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti Fleiri fréttir Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Í beinni: Fram - Vestri | Heldur sigurganga Ísfirðinga áfram? Í beinni: ÍBV - KA | KA-menn í vandræðum Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Sjá meira