Dómarar í ævilangt bann eftir kynlífsmyndband Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2024 07:31 Orhan Erdemir og Elif Karaarslan fá ekki lengur að koma nálægt eftirlitsstörfum og dómgæslu á leikjum tyrkneska knattspyrnusambandsins. Hin 24 ára gamla Elif Karaarslan og hinn 61 árs gamli Orhan Erdemir eru bæði komin í ævilangt bann frá dómgæslu eftir að kynlífsmyndbandi af þeim var dreift á samfélagsmiðlum. Karaarslan hafði verið að dæma í neðri deildum tyrkneska fótboltans og Erdemir, sem er fyrrverandi dómari, hafði starfað sem dómaraeftirlitsmaður á leikjum. Samkvæmt tyrkneskum miðlum hefur tyrkneska knattspyrnusambandið nú sett þau bæði í ævilangt bann vegna myndbandsins, en Karaarslan hefur lýst því yfir að hún hyggist leita réttar síns og að það sé ekki hún sem sjáist á myndbandinu. Karaarslan er með nokkur hundruð þúsund fylgjendur á Instagram og hefur verið dugleg að veita þeim innsýn inn í líf dómarans, með myndum og myndböndum af sér á fótboltaleikvöngum. Hún var áður leikmaður Besiktas en hóf dómarastörf eftir að hafa slitið krossband í hné. Nú virðist sem að leikirnir verði ekki fleiri. View this post on Instagram A post shared by Elif KARAARSLAN (@elifkaraarslan_17) Hið sama má segja varðandi eftirlitsmanninn Erdemir, sem áður dæmdi í efstu deild Tyrklands og var með alþjóðleg dómararéttindi. Hann segir myndbandinu hafa verið dreift án hans leyfis: „Ég hef verið sviptur heiðri mínum og fjölskyldu minnar, vinskap og þátttöku í dómarasamfélaginu. Fyrir utan fjárhagslega skaðann þá er tilfinningalegi skaðinn meiri en orð fá lýst,“ er haft eftir Erdemir í Akdeniz Gercek Gazetesi. Segist ekki vera á myndbandinu Játning Erdemir virðist hafa skipt sköpum í þeirri ákvörðun tyrkneska sambandsins að dæma þau Karaaslan í ævilangt bann. Hún hafði haldið því fram að hún væri ekki á myndbandinu. „Reynt hefur verið að bendla mig við þetta myndband en það hefur ekkert með mig að gera og myndgæðin eru verulega slæm. Manneskjan á myndbandinu er ekki ég og svona alvarlegar ásakanir eru árás á mig sem konu. Ég kem hvergi nálægt þessu myndbandi og því var aldrei deilt á neinum af mínum samfélagsmiðlum,“ sagði Karaaslan. Hún skrifaði á Instagram: „Þetta verður langt, lagalegt ferli en við munum koma út úr því sterkrai. Ég hlakka til að njóta fulls stuðnings ykkar og ástar allan tímann. Ég ætla ekki að gráta, væla eða vera sorgmædd – það er ekki ég. Ég mun berjast fyrir mínu allt til enda. Ég er bara ein af þessum sem fólk vill reyna að særa og vonandi er ég sú síðasta.“ Tyrkneski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira
Karaarslan hafði verið að dæma í neðri deildum tyrkneska fótboltans og Erdemir, sem er fyrrverandi dómari, hafði starfað sem dómaraeftirlitsmaður á leikjum. Samkvæmt tyrkneskum miðlum hefur tyrkneska knattspyrnusambandið nú sett þau bæði í ævilangt bann vegna myndbandsins, en Karaarslan hefur lýst því yfir að hún hyggist leita réttar síns og að það sé ekki hún sem sjáist á myndbandinu. Karaarslan er með nokkur hundruð þúsund fylgjendur á Instagram og hefur verið dugleg að veita þeim innsýn inn í líf dómarans, með myndum og myndböndum af sér á fótboltaleikvöngum. Hún var áður leikmaður Besiktas en hóf dómarastörf eftir að hafa slitið krossband í hné. Nú virðist sem að leikirnir verði ekki fleiri. View this post on Instagram A post shared by Elif KARAARSLAN (@elifkaraarslan_17) Hið sama má segja varðandi eftirlitsmanninn Erdemir, sem áður dæmdi í efstu deild Tyrklands og var með alþjóðleg dómararéttindi. Hann segir myndbandinu hafa verið dreift án hans leyfis: „Ég hef verið sviptur heiðri mínum og fjölskyldu minnar, vinskap og þátttöku í dómarasamfélaginu. Fyrir utan fjárhagslega skaðann þá er tilfinningalegi skaðinn meiri en orð fá lýst,“ er haft eftir Erdemir í Akdeniz Gercek Gazetesi. Segist ekki vera á myndbandinu Játning Erdemir virðist hafa skipt sköpum í þeirri ákvörðun tyrkneska sambandsins að dæma þau Karaaslan í ævilangt bann. Hún hafði haldið því fram að hún væri ekki á myndbandinu. „Reynt hefur verið að bendla mig við þetta myndband en það hefur ekkert með mig að gera og myndgæðin eru verulega slæm. Manneskjan á myndbandinu er ekki ég og svona alvarlegar ásakanir eru árás á mig sem konu. Ég kem hvergi nálægt þessu myndbandi og því var aldrei deilt á neinum af mínum samfélagsmiðlum,“ sagði Karaaslan. Hún skrifaði á Instagram: „Þetta verður langt, lagalegt ferli en við munum koma út úr því sterkrai. Ég hlakka til að njóta fulls stuðnings ykkar og ástar allan tímann. Ég ætla ekki að gráta, væla eða vera sorgmædd – það er ekki ég. Ég mun berjast fyrir mínu allt til enda. Ég er bara ein af þessum sem fólk vill reyna að særa og vonandi er ég sú síðasta.“
Tyrkneski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ Sjá meira