Meistaradeildin

Fréttamynd

Van Persie fer með Arsenal til Spánar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, kom öllum á óvart í dag þegar hann tilkynnti að Hollendingurinn Robin Van Persie yrði í leikmannahópi félagsins gegn Barcelona í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Litlar líkur á að Bale verði með í seinni leiknum við AC Milan

Tottenham-menn eru nánast búnir að gefa upp alla von að Gareth Bale verði með í seinni leiknum á móti ítalska liðinu AC Milan í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bale hefur ekki spilað síðan að hann fór meiddur af velli eftir níu mínútur í leik á móti Newcastle United í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Claudio Ranieri: Chelsea getur unnið Meistaradeildina

Claudio Ranieri, fyrrum þjálfari Roma og Chelsea, hefur trú á því að hans gömlu lærisveinar í Chelsea eigi góða möguleika á því að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn í maí. Úrslitaleikurinn fer einmitt fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum en Lundúnalið hefur aldrei unnið Evrópukeppni meistaraliða.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Persie verður frá í þrjár vikur - ekki með gegn Barcelona

Robin van Persie mun missa af seinni leiknum á móti Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í úrslitaleik deildarbikarsins á móti Birmingham á Wembley um helgina.Í dag kom í ljóst að hollenski framherjinn verður frá í að minnsta kosti þrjár vikur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Markvörður Inter labbaði heim eftir Bayern-leikinn í gær

Julio Cesar, markvörður ítalska liðsins Inter Milan, var mjög svekktur út í sjálfan sig eftir 0-1 tap á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni í gær. Bayern skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir að brasilíski markvörðurinn hafði misst frá sér skot frá Hollendingnum Arjen Robben.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern hefndi ófaranna frá því í úrslitaleiknum síðasta vor

Mario Gomez tryggði Bayern Munchen 1-0 sigur á Inter Milan á San Siro í Meistaradeildinni í kvöld með því að skora sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins. Það var þá farið að stefna í að það yrðu engin mörk skoruðu í tveimur leikjum kvöldsins í 16 liða úrslitunum keppninnar því Marseille og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í Frakklandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Pep Guardiola búinn að skrifa undir

Pep Guardiola skrifaði í gær undir samning við Barcelona um það að verða þjálfari liðsins til vorsins 2012. Guardiola er á sínu þriðja tímabili með Katalóníuliðið og getur með þessum samning orðið aðeins fjórði þjálfari félagsins í sögunni sem klárar fjögur tímabil í röð með liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Leonardo segist ekki vera undir pressu

Brasilíumaðurinn Leonardo mun stýra Inter í fyrsta skipti í Meistaradeildinni í kvöld er liðið mætir FC Bayern. Þarna mætast liðin sem spiluðu til úrslita í keppninni á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal að "stela" öðrum Fabregas frá Barcelona

Spænskir fjölmiðlar halda því fram að Arsenal sé á leiðinni að fá til sín efnilegan miðjumann frá Barcelona og segja þetta minna mikið á það þegar Arsenal-menn nældu í Cesc Fabregas á sínum tíma. Joan Toral er sextán ára miðjumaður sem hefur verið í unglingaliði Barcelona í mörg ár en hann vill nú fara frá spænsku meisturunum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Robben: Inter hefur ekki leikmennina til að spila sóknarbolta

Hollendingurinn Arjen Robben hjá Bayern Munchen býst ekki við sóknarbolta hjá ítalska liðinu Inter Milan þegar liðin mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram á San Siro í Mílanó á morgun en fyrir níu mánuðum mættust þessi lið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Lyon og Real Madrid gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi

Súperskipting Jose Mourinho virtist vera að létta Lyon-álögunum af Real Madrid en Frakkarnir náðu að tryggja sér 1-1 jafntefli átta mínútum fyrir leikslok í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Varamaðurinn Karim Benzema kom Real yfir á móti sínum gömlu félögum en Bafetimbi Gomis skoraði jöfnunarmark Lyon.

Fótbolti
Fréttamynd

Anelka með tvö mörk og Chelsea í flottum málum

Chelsea er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á danska liðinu FC Kaupmannahöfn á Parken í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16 liða úrslitunum en sá seinni fer síðan fram á Stamford Bridge 16. mars.

Fótbolti
Fréttamynd

Arshavin afar sáttur með sigurmarkið sitt á móti Barcelona

Rússinn Andrey Arshavin býst alveg eins við því að hans verði minnst fyrir sigurmarkið sem hann skoraði á móti Barcelona í Meistaradeildinni í síðustu viku. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum en sá seinni fer fram eftir tvær vikur.

Fótbolti
Fréttamynd

Anderson líklega frá í tvo mánuði

Man. Utd verður án fjölda leikmanna í Meistaradeildinni á morgun en þá sækir United lið Marseille heim í sextán liða úrslitum keppninnar. United verður meðal annars án þeirra Ryan Giggs, Rio Ferdinand og Anderson.

Fótbolti
Fréttamynd

Gennaro Gattuso fær fjögurra leikja bann

Gennaro Gattuso, fyrirliði ítalska liðsins AC Milan, var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að ráðast á Joe Jordan, aðstoðarmaður Harry Redknapp hjá Tottenham í fyrri leik AC Milan og Tottenham í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Joe Jordan neitar sök

Joe Jordan, aðstoðarþjálfari Tottenham, neitar að hann hafa beitt Gennaro Gattuso, fyrirliða AC Milan, kynþáttaníð.

Fótbolti