Grönkjær: Abramovich kom stundum inn í klefa en sagði ekki orð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2011 23:45 Jesper Gronkjær á æfingu með FCK fyrir Chelsea-leikinn á morgun. Mynd/Nordic Photos/Getty Jesper Grönkjær verður í sviðsljósinu með FC Kaupamannahöfn í Meistaradeildinni á morgun en liðið mætir þá hans gömlu félögum í Chelsea í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Grönkjær skoraði á sínum tíma gríðarlega mikilvægt mark fyrir Chelsea á lokadegi 2002-2003 tímabilsins en hann tryggði liðinu þá sigur á Liverpool og jafnframt sæti í Meistaradeildinni. Rússinn Roman Abramovich var á þessum tíma að leita sér að ensku félagi til að kaupa og sagan segir að hann hafi verið að velja á milli Chelsea og Tottenham. Sex vikum eftir að Gronkjær hafði skotið Chelsea inn í Meistaradeildina var Roman búinn að kaupa félagið. „Við vissum allir um hvað við vorum að spila í þessum leik. Ég veit ekki hvort Abramovich hefði keypt Chelsea ef ég hefði ekki skorað þetta mark en það er allavega ljóst að Meistaradeildin gerði félagið mun fýsilegra," sagði Grönkjær. „Það hefði samt enginn getað ímyndað sér hversu mikla peninga hann kom með inn í félagið. Það bjóst enginn við svona miklum breytingum og svona miklum peningum," sagði Grönkjær. „Við sáum Abramovich við og við þetta fyrsta tímabil. Hann kom stundum inn í búningsklefann án þess að segja orð. Ég vissi ekki einu sinni hvort að hann talaði ensku eða skildi eitthvað sem við vorum að segja," sagði Grönkjær. Grönkjær fór frá Chelsea árið eftir og spilaði með Birmingham, Atletico Madrid og Stuttgart áður en hann fór heim til Danmerkur. „Við vitum að það býst enginn við því að við komust áfram en ef við getum náð góðum úrslitum í Kaupamannhöfn þá eigum við möguleika," sagði Grönkjær um viðureignirnar á móti Chelsea. „Chelsea mun vinna Meistaradeildina einhvern daginn en það er ekki nóg að hafa gott lið því þú þarft líka að hafa heppnina með sér," sagði Grönkjær. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira
Jesper Grönkjær verður í sviðsljósinu með FC Kaupamannahöfn í Meistaradeildinni á morgun en liðið mætir þá hans gömlu félögum í Chelsea í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Grönkjær skoraði á sínum tíma gríðarlega mikilvægt mark fyrir Chelsea á lokadegi 2002-2003 tímabilsins en hann tryggði liðinu þá sigur á Liverpool og jafnframt sæti í Meistaradeildinni. Rússinn Roman Abramovich var á þessum tíma að leita sér að ensku félagi til að kaupa og sagan segir að hann hafi verið að velja á milli Chelsea og Tottenham. Sex vikum eftir að Gronkjær hafði skotið Chelsea inn í Meistaradeildina var Roman búinn að kaupa félagið. „Við vissum allir um hvað við vorum að spila í þessum leik. Ég veit ekki hvort Abramovich hefði keypt Chelsea ef ég hefði ekki skorað þetta mark en það er allavega ljóst að Meistaradeildin gerði félagið mun fýsilegra," sagði Grönkjær. „Það hefði samt enginn getað ímyndað sér hversu mikla peninga hann kom með inn í félagið. Það bjóst enginn við svona miklum breytingum og svona miklum peningum," sagði Grönkjær. „Við sáum Abramovich við og við þetta fyrsta tímabil. Hann kom stundum inn í búningsklefann án þess að segja orð. Ég vissi ekki einu sinni hvort að hann talaði ensku eða skildi eitthvað sem við vorum að segja," sagði Grönkjær. Grönkjær fór frá Chelsea árið eftir og spilaði með Birmingham, Atletico Madrid og Stuttgart áður en hann fór heim til Danmerkur. „Við vitum að það býst enginn við því að við komust áfram en ef við getum náð góðum úrslitum í Kaupamannhöfn þá eigum við möguleika," sagði Grönkjær um viðureignirnar á móti Chelsea. „Chelsea mun vinna Meistaradeildina einhvern daginn en það er ekki nóg að hafa gott lið því þú þarft líka að hafa heppnina með sér," sagði Grönkjær.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Dagný ólétt af sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sport Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn Fleiri fréttir Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt af sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Sjá meira