Meistaradeildin

Fréttamynd

Lehmann ekki búinn að gefast upp

Jens Lehmann, markvörður Stuttgart, hefur enn trú á því að Stuttgart geti komist í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa aðeins náð 1-1 jafntefli á heimavelli í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Leonardo: Ég mun styðja Ancelotti gegn Inter

Knattspyrnustjórinn Leonardo hjá AC Milan hefur blandað sér inn í sálfræðistríðið á milli knattspyrnustjóranna Carlo Ancelotti hjá Chelsea og José Mourinho hjá Inter fyrir fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Hleb: Við verðum að grípa tækifærin þegar þau gefast

Miðjumaðurinn Alexandr Hleb hjá Stuttgart telur að þýska liðið muni fá sín tækifæri gegn Barcelona á Mercedes Benz-leikvanginum í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þrátt fyrir að Meistaradeildarmeistararnir séu vitanlega sigurstranglegri.

Fótbolti
Fréttamynd

Cech: Við hugsum bara um að standa okkur inni á vellinum

Markvörðuinn Petr Cech hjá Chelsea kveðst þekkja orðaleiki knattspyrnustjórans José Mourinho hjá Inter frá þeim tíma sem Mourinho stýrði Lundúnafélaginu og tekur því hæfilega mark á þeim fyrir leik Inter og Chelsea í Meistaradeildinni á San Siro-leikvanginum á miðvikudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho setur tilfinningarnar til hliðar

Knattspyrnustjórinn José Mourinho hjá Inter kveðst vera pollrólegur fyrir fyrri leik liðs síns gegn Chelsea í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á San Siro-leikvanginum á miðvikudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona endurheimtir leikmenn úr meiðslum

Meistaradeildarmeistarar Barcelona geta glaðst yfir því að bæði Xavi og Dani Alves eru í leikmannahópi Barcelona fyrir leikinn gegn Stuttgart í 16-liða úrslitum Meistararadeildarinn á þriðjudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Lyon er að reyna fá lengra frí fyrir Real Madrid leikinn

Forráðamenn Lyon hafa biðlað til yfirmanna frönsku úrvalsdeildarinnar að deildarleik liðsins á móti US Boulogne verði frestað en leikurinn á að fara fram laugardaginn 6. mars eða aðeins fjórum dögum fyrir seinni leikinn á móti Real Madrid í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Campbell: Dómarinn hindraði mig

Sol Campbell hefur ásakað dómarann Martin Hansson um að hafa staðið í vegi sínum þegar Porto skoraði sigurmarkið gegn Arsenal í gær. Hann segir að dómarinn hafi hindrað sig í að verjast óbeinni aukaspyrnu sem leiddi til sigurmarksins.

Fótbolti
Fréttamynd

Nemanja Vidic vill vera hjá Manchester United til 2012

Serbinn Nemanja Vidic hefur komið fram og eytt sögusögnum um að hann vilji fara frá Manchester United en miðvörðurinn hefur ekkert spilað með United á árinu 2010 vegna meiðsla á kálfa. Vidic tjáði sig um málið í viðtalið við serbneska blaðið Vecernje Novosti í Belgrad.

Fótbolti
Fréttamynd

Prandelli: Vafadómar féllu þeim í vil

„Ef við spilum aftur eins og spiluðum í kvöld og verðum jafn skipulagðir og baráttuglaðir þá hef ég ekki áhyggjur. Við getum vel komist áfram í 8-liða úrslitin,“ sagði Cesare Prandelli, knattspyrnustjóri Fiorentina, eftir 2-1 tap liðs síns gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Allianzx-leikvanginum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger: Dómarinn gerði hræðileg mistök

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal var allt annað en sáttur með dómarann Martin Hansson eftir 2-1 tap liðs síns gegn Porto í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Dragao-leikvanginum í kvöld.

Enski boltinn
Fréttamynd

Meistaradeild Evrópu: Úrslit og markaskorarar

Veislan hélt áfram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld þar sem Porto vann 2-1 sigur gegn Arsenal á Dragao-leikvanginum og Bayern München bar sigurorð af Fiorentina 2-1 á Allianzx-leikvanginum.

Fótbolti