Meistaradeildin

Fréttamynd

Benitez ánægður fyrir hönd Bellamy og Riise

"Við eigum fína möguleika á að komast áfram en það er mikið eftir af þessu einvígi enn. Barcelona er með frábæra sóknarmenn og við verðum að eiga frábæran leik á Anfield til að klára dæmið, "sagði Rafa Benitez stjóri Liverpool eftir sigurinn á Barcelona í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Meiðslin riðluðu öllu skipulagi

Jose Mourinho sagði að meiðsli sinna manna hefðu gert þeim gríðarlega erfitt fyrir í leiknum gegn Porto í Meistaradeildinni í kvöld. John Terry meiddist á ökkla í byrjun leiks og þá þurfti Arjen Robben að fara meiddur af velli eftir að hafa komið inn sem varamaður. Mourinho sagðist ekki geta verið annað en sáttur við jafnteflið þegar tekið væri mið af þessu.

Fótbolti
Fréttamynd

Kylfusveinarnir tryggðu Liverpool frábæran sigur

Craig Bellamy og John Arne Riise hjá Liverpool komust í heimsfréttirnar á kolröngum forsendum í vikunni en í kvöld voru þeir hetjur liðsins þegar það bar sigurorð af Evrópumeisturum Barcelona á útivelli 2-1 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Riise kemur Liverpool yfir

Norðmaðurinn John Arne Riise hefur komið Liverpool yfir 2-1 gegn Barcelona og Nou Camp í leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Börsungar hafa alls ekki náð sér á strik í leiknum, en Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður hjá liðinu þegar um 10 mínútur voru eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Bellamy skoraði og fagnaði með golfsveiflu

Staðan í stórleik Barcelona og Liverpool er 1-1 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leikjunum fjórum í Meistaradeildinni. Deco kom spænska liðinu yfir eftir aðeins 14 mínútur en Craig Bellamy jafnaði fyrir baráttuglaða gestina og fagnaði marki sínu með golflátbragði að hætti hússins.

Fótbolti
Fréttamynd

Liverpool og Chelsea undir

Liverpool og Chelsea er bæði komin marki undir eftir aðeins 15 mínútna leik í Meistaradeildinni. Deco hefur komið Barcelona yfir 1-0 gegn Liverpool með marki á 14. mínútu og Raul Meireles kom Porto í 1-0 gegn Chelsea þegar skot hans breytti um stefnu af Frank Lampard og í netið. Það byrjar því ekki glæsilega hjá ensku liðunum á útivelli í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Eiður Smári á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Liverpool í stórleik kvöldsins í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn, en auk þessa leiks eru stöðvar sýnar með beina útsendingu frá viðureignum Porto - Chelsea og Inter - Valencia.

Fótbolti
Fréttamynd

Ferguson: Leikmenn Lille voru til skammar

Sir Alex Ferguson var ekki par hrifinn af áköfum mótmælum leikmanna Lille eftir sigurmark Ryan Giggs fyrir Manchester United gegn Lille í Meistaradeildinni í kvöld. Leikmenn Lille gerðu sig líklega til að ganga af velli til að mótmæla ákvörðun dómarans um að leyfa Giggs að taka aukaspyrnuna strax og vakti það mikla reiði Ferguson.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger: Við verðum að bæta okkur

Arsene Wenger var ekki kátur með frammistöðu sinna manna í Eindhoven í kvöld þegar lið hans Arsenal tapaði 1-0 fyrir PSV þar sem sannkölluð kjötkveðjuhátíðarstemming ríkti á pöllunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnt hjá Celtic og Milan

Glasgow Celtic og AC Milan skildu jöfn í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Skotlandi í kvöld. Bæði lið fengu fín færi til að tryggja sér sigurinn en nú er ítalska liðið í fínni stöðu fyrir síðari leikinn í Mílanó eftir hálfan mánuð.

Fótbolti
Fréttamynd

Súrt tap hjá Arsenal í Eindhoven

Arsenal varð í kvöld að bíta í það súra epli að tapa 1-0 í fyrri leik sínum gegn PSV Eindhoven í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var Ekvadormaðurinn Edison Mendes sem skoraði sigurmark hollenska liðsins, en gestirnir frá Englandi voru sterkari aðilinn í leiknum. Arsenal á síðari leikinn til góða í Lundúnum eftir hálfan mánuð.

Fótbolti
Fréttamynd

Naumur sigur Real á Bayern

Real Madrid vann 3-2 sigur á Bayern Munchen í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Real Madrid komst í 3-1 fyrir hlé, en þýska liðið sýndi fræga seiglu sína í síðari hálfleik og minnkaði muninn í 3-2. Bayern er því í ákjósanlegri stöðu fyrir síðari leikinn á heimavelli sínum.

Fótbolti
Fréttamynd

Umdeilt mark Giggs tryggði United sigurinn

Manchester United tryggði sér í kvöld mikilvægan 1-0 útisigur á franska liðinu Lille á útivelli í kvöld. Það var gamli refurinn Ryan Giggs sem skoraði mark enska liðsins beint úr umdeildri aukaspyrnu á 83. mínútu þegar hann vippaði boltanum í hornið á meðan leikmenn Lille voru enn að stilla upp í vörninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Tveir stuðningsmenn United krömdust

Örvænting greip um sig á Stade Felix-Bollaert í Lens í kvöld þegar stuðningsmenn Manchester United krömdust upp við stálhlið á vellinum. Nokkuð hitnaði í kolunum í kjölfarið og þurfti lögregla að grípa til þess að nota táragas til að skakka leikinn. Tveir stuðningsmenn enska liðsins fóru verst út úr uppákomunni en eru ekki alvarlega slasaðir.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjörið er á Bernabeu

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fjórum sem standa yfir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Skemmst er frá því að segja að mesta fjörið er á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid, en þar hefur liðið 3-1 forystu gegn Bayern Munchen.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham í byrjunarliði Real Madrid

David Beckham er í byrjunarliði Real Madrid sem tekur á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni nú klukkan 19:45 en sá leikur er sýndur á Sýn Extra. Real er án Sergio Ramos og Mahamadou Diarra, en þeir Gonzalo Higuain og Ruud van Nistelrooy eru í framlínu spænska liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Rooney og Larsson í framlínu United

Nú klukkan 19:45 verður flautað til leiks í viðureign Lille og Manchester United á Sýn. Byrjunarliðin eru klár og þeir Wayne Rooney og Henrik Larsson verða í framlínu enska liðsins. Þá kemur markvörðurinn Edwin van der Sar inn á ný eftir nefbrot.

Fótbolti
Fréttamynd

Upphitun fyrir Real Madrid - Bayern Munchen

Leikur Real Madrid og Bayern Munchen á Bernabeu í kvöld verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 19:30 í kvöld. Þetta verður 17 leikur liðanna í Evrópukeppni og þegar sagan er skoðuð er ljóst að þýska liðið hefur nokkuð tak á því spænska.

Fótbolti
Fréttamynd

Upphitun fyrir Lille - Man Utd

Franska liðið Lille tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þetta verður fimmti leikur liðanna í Meistaradeildinni og hér fyrir neðan gefur að líta nokkra fróðleiksmola fyrir leik kvöldsins sem sýndur er beint á Sýn klukkan 19:30.

Fótbolti
Fréttamynd

Dudek: Ég hótaði ekki að berja lögreglumann

Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool segir sögur af agabrotum leikmanna liðsins í Portúgal hafa verið ýktar upp í fjölmiðlum. Hann segir að þó málið hafi verið blásið upp í fjölmiðlum, eigi hann og aðrir leikmenn sem brutu reglur liðsins skilið að fá refsingu.

Fótbolti
Fréttamynd

Veislan hefst í kvöld

Í kvöld hefjast 16-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu með látum og sem fyrr verða sjónvarpsstöðvar Sýnar með puttana á púlsinum. Aðalleikurinn á Sýn verður leikur Lille og Manchester United í Frakklandi, Sýn Extra verður með leik Real og Bayern og þá verður leikur PSV og Arsenal á Sýn Extra 2. Útsendingar hefjast klukkan 19:30 en þar að auki verða upphitun og markaþættir á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

100. leikur Maldini í kvöld

Gamla brýnið Paolo Maldini spilar í kvöld sinn 100. leik á ferlinum í Meistaradeildinni þegar Milan tekur á móti Celtic. Maldini segir þetta vissulega merkilegan áfanga, en bendir á að hann segi ekki nálægt því alla söguna.

Fótbolti
Fréttamynd

Benitez á eftir fjórum framherjum

Rafa Benitez hefur lýst því yfir að hann sé með fjóra framherja í sigtinu til að styrkja hóp sinn í sumar. Allir þessir framherjar spila á Ítalíu en fastlega er reiknað með bílskúrssölu á framherjum Liverpool fljótlega þar sem þeir Robbie Fowler og Craig Bellamy muni vera á leið út.

Enski boltinn
Fréttamynd

Barcelona með fullskipað lið gegn Liverpool

Evrópumeistarar Barcelona verða í fyrsta skipti í nokkra mánuði með fullskipað lið þegar liðið tekur á móti Liverpool á Nou Camp á miðvikudagskvöld. Franski varnarmaðurinn Lilian Thuram er nú byrjaður að æfa á ný eftir mánaðar fjarveru og því hefur Frank Rijkaard loksins endurheimt alla sína leikmenn úr meiðslum.

Fótbolti
Fréttamynd

Forseti Barca: Ég elska Steven Gerrard

Joan Laporta, forseti Barcelona, segist elska Steven Gerrard fyrirliða Liverpool og segir hann táknmynd félagsins. Barcelona tekur á móti Liverpool á Nou Camp á miðvikudaginn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn.

Fótbolti
Fréttamynd

Cruyff: Framherjar Liverpool lykillinn gegn Barca

Hollenska knattspyrnugoðið Johann Cryuff sem stýrði liði Barcelona til sigurs í Evrópukeppninni árið 1992 segir að þó lið Barcelona sé sigurstranglegra á pappírunum, geti framherjar Liverpool gert Börsungum lífið leitt þegar liðin mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Framherjakrísa hjá AC Milan

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, á erfitt verkefni fyrir höndum þegar lið hans mætir Celtic í fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni í næstu viku. Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir liðið í 4-3 sigri á Siena, en er ekki leikfær með liðinu í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan stefnir á úrslit Meistaradeildarinnar

Georgíski varnarmaðurinn Kakha Kaladze hjá AC Milan telur að ítalska liðið hafi alla möguleika á að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Aþenu í maí. AC Milan hefur ekki vegnað sem skyldi í deildarkeppninni á Ítalíu og segir Kaladze að fyrir vikið sé allt kapp sé lagt á að ná árangri í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ársmiðahafar komast á leik Milan og Celtic

Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákvaðið að leyfa 37.000 handhöfum ársmiða hjá AC Milan að mæta á leik liðsins gegn Celtic í Meistaradeildinni þann 7. mars. Stuðningsmenn Celtic fá um 4.500 miða á leikinn. Þá hefur Inter fengið grænt ljós á að hleypa 36.000 áhofendum á viðureign sína gegn Valencia í næstu viku þar sem gestirnir fá um 1.800 miða. San Siro völlurinn tekur 85.000 manns í sæti.

Fótbolti