Mál Margeirs Sveinssonar

Fréttamynd

Mál Margeirs til Lands­réttar

Ríkislögmaður hyggst áfrýja máli Margeirs Sveinssonar, yfirlögregluþjóns, gegn Íslenska ríkinu til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að því á dögunum að lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu hefði ekki verið heimilt að breyta verksviði Margeirs.

Innlent
Fréttamynd

Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að breyta verksviði Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, hafi ekki verið málefnaleg. Ríkið þarf að greiða honum tvær milljónir í miskabætur og 1,6 milljónir í málskostnað.

Innlent
Fréttamynd

Margeir stefnir ríkinu

Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hefur stefnt íslenska ríkinu. Hann var sendur í leyfi í fyrra eftir að sálfræðistofa komst að þeirri niðurstöðu að Margeir hefði beitt samstarfskonu sína kynferðislegri og kynbundinni áreitni. 

Innlent
Fréttamynd

Fimm erfið starfs­manna­mál litin al­var­legum augum

Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum

Innlent
Fréttamynd

Enn einn yfir­maður lög­reglu sendur í leyfi

Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er kominn í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir embættið í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann er þriðji stjórnandi embættisins sem sendur er í leyfi á innan við ári.

Innlent