Lögreglumál Fjölga í kynferðisbrotadeild vegna holskeflu mála Málum á borði kynferðisbrotadeildar lögreglu hefur fjölgað um tæpan þriðjung milli ára á höfuðborgarsvæðinu. Mesta fjölgunin er í flokki mála þar sem brotið er gegn börnum, auk þess sem málin eru erfiðari í rannsókn en áður. Bætt verður við mannskap til að anna álaginu. Innlent 28.10.2021 19:01 Framkvæmdastjóri ÍR ákærður fyrir að draga sér fé og strauja kortið fyrir milljónir Héraðssaksóknari hefur ákært Árna Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, með því að hafa í starfi sínu dregið sér samtals tæpar 3,2 milljónir króna og greitt eigin reikninga með kreditkorti félagsins fyrir tæpar 1,6 milljónir króna. Innlent 28.10.2021 10:25 „Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars en veikinda” Hinn 14. febrúar 2015 var karlmanni veitt stungusár á heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Hnífurinn gekk inn í hægra brjóst mannsins og fór djúpt inn í lungað. Stungan sjálf var hins vegar agnarsmá og hefði auðveldlega getað farið fram hjá viðbragðsaðilum. Innlent 28.10.2021 07:00 Hross mikið slasað eftir að ekið var á það á Kjalarnesi Ekið var á hross á Kjalarnesi í gærkvöldi. Lifði það áreksturinn en var mikið slasað. Engin slys urðu á fólki en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og hefur ítrekað verið stöðvaður þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Innlent 28.10.2021 05:49 Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. Innlent 27.10.2021 22:09 Grunaður um ólöglegan innflutning á slöngum og tarantúlum Matvælastofnun hefur óskað eftir opinberri rannsókn lögreglu á einstaklingi sem grunaður er um að hafa flutt til landsins án leyfis slöngur, snáka, eðlur og tarantúlur. Innlent 27.10.2021 12:12 Ekið á níu ára dreng og unga konu Ekið var á níu ára dreng á reiðhjóli í gær. Tilkynning barst um klukkan 17 og var sjúkrabifreið send á staðinn. Drengurinn var aumur í hnjánum eftir slysið en fór af vettvangi með móður sinni. Innlent 27.10.2021 06:26 Gekk um með boga og örvar á Selfossi í nótt Maður sem var á gangi um Selfoss með boga og örvar var handtekinn í nótt. Tilkynning barst til lögreglunnar á fimmta tímanum um mann vopnaða boga og örvum á gangi við Tryggvatorg á Selfossi. Innlent 26.10.2021 15:49 Síbrotamaður sem rauf einangrun áfram í varðhaldi Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður rauf einangrun vegna Covid-19 og sýndi starfsmönnum farsóttarhúss mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns sitji áfram í gæsluvarðhaldi. Alls er lögregla með sautján mál tengd manninum til rannsóknar. Innlent 26.10.2021 14:02 Siggi hakkari í gæsluvarðhaldi grunaður um umfangsmikil fjársvik Einn sætir gæsluvarðhaldi og fjórtán til viðbótar eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum, peningaþvætti og skjalafalsi. Tugir milljóna eru undir í málinu að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Innlent 26.10.2021 12:09 Engin merki um skotsár á dauðu hrossunum í Landeyjum Ekki voru nein merki um skot eða skotsár á tveimur dauðum hrossum sem fundust í beitarhaga í Landeyjum í gær. Innlent 26.10.2021 10:37 Nítján leitað til neyðarmóttöku kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana Nítján hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Árið 2020 leituðu þrettán einstaklingar til móttökunnar og sex árið 2019. Innlent 26.10.2021 06:45 Ók á móti umferð og endaði á lögreglubifreið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók unga konu rétt eftir miðnætti í nótt sem grunuð er um umferðaóhapp og að aka rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Innlent 26.10.2021 06:18 Freistaði þess að stela 10 kg af smjöri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá í gærkvöldi og nótt vegna þjófnaða en um var að ræða þrjú ótengd atvik. Innlent 26.10.2021 06:09 Sex ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti Héraðssaksóknari hefur ákært nokkra einstaklinga fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti í tengslum við ræktun á fíkniefnum í iðnaðarbili í Kópavogi. Hjón og sonur þeirra eru á meðal þess eru ákærð í málinu. Innlent 25.10.2021 14:30 Féll tvo metra í Raufarhólshelli og missti meðvitund Leiðsögumaður sem var á ferð með hópi ferðamanna í Raufarhólshelli missti meðvitund eftir að hafa fallið niður af palli í hellinum síðasta föstudag. Innlent 25.10.2021 13:24 Grunar að gæsaskytta hafi drepið tvö ung hross með riffli Hrossaræktandi, sem fann tvö ung hross dauð í túni sínu á dögunum, telur ljóst að þau hafi verið skotin af gæsaskyttu sem var við veiði í nágrenninu vopnaður riffli. Mikið tjón hafi hlotist af dauða hrossanna og hyggst hann tilkynna málið til lögreglu. Innlent 25.10.2021 13:02 Lögregla tjáir sig ekkert um rannsókn málsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekkert tjá sig um rannsókn sína á kærumáli sem snerta tvo knattspyrnumenn. Meint brot átti sér stað árið 2010 en brotaþoli í málinu lagði fram kæru í málinu á dögunum. Innlent 25.10.2021 11:26 Viðbúnaður um helgina vegna bilunar í hreyfli breskrar herflugvélar Gult óvissustig var sett í gang á Keflavíkurflugvelli um helgina þegar bresk herflugvél sendi neyðarboð vegna bilunar í hreyfli. Innlent 25.10.2021 08:46 Kveikt í bifreið í Háagerði í nótt Nokkur viðbúnaður var í Háagerði í Reykjavík í nótt vegna bílbruna. Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan 2 en talið er að kveikt hafi verið í bifreiðinni. Var hún flutt af vettvangi þegar búið var að slökkva eldinn og er málið í rannsókn. Innlent 25.10.2021 06:08 Réðust á mann vopnaðir öxi og kúbeini Lögregla handtók þrjá vegna alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Mennirnir voru vopnaðir bæði kúbeini og öxi en að sögn Þóru Jónasdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, er ekki ljóst hvort báðum vopnum hafi verið beitt í árásinni. Innlent 24.10.2021 17:11 Refir falli undir skilgreiningu um gæludýr Lögmaður ungs manns sem á ref telur afar skrýtið hvernig Matvælastofnun hefur beitt sér í því að ná refnum af honum. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að refir geti skilgreinst sem gæludýr ef þeir alast upp á heimili manna. Innlent 24.10.2021 12:00 Lögregla rannsakar sprengingu á Vesturlandi Lögreglan á Vesturlandi er með til rannsóknar mögulegt brot á verklagsreglum um framkvæmdir við efnistöku vegna væntanlegrar vegagerðar í Skorradal. Innlent 24.10.2021 11:13 Sautján ára ökumaður náðist ekki á hraðamæli og slapp með tiltal Um klukkan hálf tvö í nótt stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ungan ökumann á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ, vegna gruns um of hraðan akstur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Innlent 24.10.2021 07:46 Grunaður um að hafa ekið á tvo bíla undir áhrifum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um umferðaróhapp í Hlíðahverfi á tíunda tímanum í gærkvöldi að því er fram kemur í dagbók hennar. Meintur tjónvaldur var handtekinn á vettvangi grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Innlent 24.10.2021 07:31 Telur að skotið hafi verið á dráttarvél: „Hefndargjörningur vegna ágreinings“ Virgill Scheving Einarsson á þrjár jarðir á Vatnleysuströnd og býr á Efri-Brunnastöðum I. Hann vaknaði við mikinn hávaða í nótt og sá í kjölfarið bíl keyra af lóðinni. Dráttarvél Virgils hafði verið skemmd og telur hann að skotið hafi verið á dráttarvélina. Innlent 23.10.2021 22:33 Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sparkað í lögreglumann Maður var dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir brot gegn valdastjórninni Héraðsdómi Reykjaness í gær. Manninum var gefið að sök að hafa sparkað í lögreglumann og þar að auki sparkað í fætur fangavarðar á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Innlent 23.10.2021 13:21 Börðu eldri mann og spörkuðu í höfuð hans Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brást við tilkynningu um líkamsárás í miðborg Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt. Samkvæmt dagbók lögreglunnar réðust tveir ungir menn á ölvaðan eldri mann. Haft er eftir vitnum að árásinni að þeir hafi barið manninn og sparkað í höfuð hans þar sem hann lá í götunni. Innlent 23.10.2021 07:50 Rúmlega níræð kona ökklabrotin eftir harkalegt dyraat Kona á tíræðisaldri slasaðist alvarlega þegar gert var dyraat á heimili hennar í upphafi viku. Lögreglu hafa verið að berast tilkynningar undanfarið um dyraat, sem er óvenjulega harkalegt vegna tísku á TikTok. Innlent 22.10.2021 20:00 Ósammála gagnrýni dómarans um skort á hlutlægni Lögregla er ósammála því sem héraðsdómari hélt fram í gær um að hún hefði ekki gætt hlutlægni í rannsókn sinni í Rauðagerðismálinu. Þeir þrír sem voru grunaðir um samverknað við morðið voru allir sýknaðir. Innlent 22.10.2021 18:31 « ‹ 134 135 136 137 138 139 140 141 142 … 279 ›
Fjölga í kynferðisbrotadeild vegna holskeflu mála Málum á borði kynferðisbrotadeildar lögreglu hefur fjölgað um tæpan þriðjung milli ára á höfuðborgarsvæðinu. Mesta fjölgunin er í flokki mála þar sem brotið er gegn börnum, auk þess sem málin eru erfiðari í rannsókn en áður. Bætt verður við mannskap til að anna álaginu. Innlent 28.10.2021 19:01
Framkvæmdastjóri ÍR ákærður fyrir að draga sér fé og strauja kortið fyrir milljónir Héraðssaksóknari hefur ákært Árna Birgisson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti, með því að hafa í starfi sínu dregið sér samtals tæpar 3,2 milljónir króna og greitt eigin reikninga með kreditkorti félagsins fyrir tæpar 1,6 milljónir króna. Innlent 28.10.2021 10:25
„Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars en veikinda” Hinn 14. febrúar 2015 var karlmanni veitt stungusár á heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Hnífurinn gekk inn í hægra brjóst mannsins og fór djúpt inn í lungað. Stungan sjálf var hins vegar agnarsmá og hefði auðveldlega getað farið fram hjá viðbragðsaðilum. Innlent 28.10.2021 07:00
Hross mikið slasað eftir að ekið var á það á Kjalarnesi Ekið var á hross á Kjalarnesi í gærkvöldi. Lifði það áreksturinn en var mikið slasað. Engin slys urðu á fólki en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og hefur ítrekað verið stöðvaður þrátt fyrir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Innlent 28.10.2021 05:49
Árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað berað sig fyrir framan börn Karlmaður á áttræðisaldri var nýlega dæmdur í tólf mánaða fangelsi. Maðurinn hefur ítrekað berað sig fyrir framan börn á leiksvæði við heimili sitt í Grafarvogi. Ákærði hefur þrisvar sinnum áður verið dæmdur fyrir sams konar brot. Innlent 27.10.2021 22:09
Grunaður um ólöglegan innflutning á slöngum og tarantúlum Matvælastofnun hefur óskað eftir opinberri rannsókn lögreglu á einstaklingi sem grunaður er um að hafa flutt til landsins án leyfis slöngur, snáka, eðlur og tarantúlur. Innlent 27.10.2021 12:12
Ekið á níu ára dreng og unga konu Ekið var á níu ára dreng á reiðhjóli í gær. Tilkynning barst um klukkan 17 og var sjúkrabifreið send á staðinn. Drengurinn var aumur í hnjánum eftir slysið en fór af vettvangi með móður sinni. Innlent 27.10.2021 06:26
Gekk um með boga og örvar á Selfossi í nótt Maður sem var á gangi um Selfoss með boga og örvar var handtekinn í nótt. Tilkynning barst til lögreglunnar á fimmta tímanum um mann vopnaða boga og örvum á gangi við Tryggvatorg á Selfossi. Innlent 26.10.2021 15:49
Síbrotamaður sem rauf einangrun áfram í varðhaldi Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður rauf einangrun vegna Covid-19 og sýndi starfsmönnum farsóttarhúss mikinn skapofsa og hrækti í andlit starfsmanns sitji áfram í gæsluvarðhaldi. Alls er lögregla með sautján mál tengd manninum til rannsóknar. Innlent 26.10.2021 14:02
Siggi hakkari í gæsluvarðhaldi grunaður um umfangsmikil fjársvik Einn sætir gæsluvarðhaldi og fjórtán til viðbótar eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við umfangsmikla rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fjársvikum, peningaþvætti og skjalafalsi. Tugir milljóna eru undir í málinu að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Innlent 26.10.2021 12:09
Engin merki um skotsár á dauðu hrossunum í Landeyjum Ekki voru nein merki um skot eða skotsár á tveimur dauðum hrossum sem fundust í beitarhaga í Landeyjum í gær. Innlent 26.10.2021 10:37
Nítján leitað til neyðarmóttöku kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana Nítján hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Árið 2020 leituðu þrettán einstaklingar til móttökunnar og sex árið 2019. Innlent 26.10.2021 06:45
Ók á móti umferð og endaði á lögreglubifreið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók unga konu rétt eftir miðnætti í nótt sem grunuð er um umferðaóhapp og að aka rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Innlent 26.10.2021 06:18
Freistaði þess að stela 10 kg af smjöri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá í gærkvöldi og nótt vegna þjófnaða en um var að ræða þrjú ótengd atvik. Innlent 26.10.2021 06:09
Sex ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti Héraðssaksóknari hefur ákært nokkra einstaklinga fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti í tengslum við ræktun á fíkniefnum í iðnaðarbili í Kópavogi. Hjón og sonur þeirra eru á meðal þess eru ákærð í málinu. Innlent 25.10.2021 14:30
Féll tvo metra í Raufarhólshelli og missti meðvitund Leiðsögumaður sem var á ferð með hópi ferðamanna í Raufarhólshelli missti meðvitund eftir að hafa fallið niður af palli í hellinum síðasta föstudag. Innlent 25.10.2021 13:24
Grunar að gæsaskytta hafi drepið tvö ung hross með riffli Hrossaræktandi, sem fann tvö ung hross dauð í túni sínu á dögunum, telur ljóst að þau hafi verið skotin af gæsaskyttu sem var við veiði í nágrenninu vopnaður riffli. Mikið tjón hafi hlotist af dauða hrossanna og hyggst hann tilkynna málið til lögreglu. Innlent 25.10.2021 13:02
Lögregla tjáir sig ekkert um rannsókn málsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun ekkert tjá sig um rannsókn sína á kærumáli sem snerta tvo knattspyrnumenn. Meint brot átti sér stað árið 2010 en brotaþoli í málinu lagði fram kæru í málinu á dögunum. Innlent 25.10.2021 11:26
Viðbúnaður um helgina vegna bilunar í hreyfli breskrar herflugvélar Gult óvissustig var sett í gang á Keflavíkurflugvelli um helgina þegar bresk herflugvél sendi neyðarboð vegna bilunar í hreyfli. Innlent 25.10.2021 08:46
Kveikt í bifreið í Háagerði í nótt Nokkur viðbúnaður var í Háagerði í Reykjavík í nótt vegna bílbruna. Tilkynning um eldinn barst rétt fyrir klukkan 2 en talið er að kveikt hafi verið í bifreiðinni. Var hún flutt af vettvangi þegar búið var að slökkva eldinn og er málið í rannsókn. Innlent 25.10.2021 06:08
Réðust á mann vopnaðir öxi og kúbeini Lögregla handtók þrjá vegna alvarlegrar líkamsárásar í Reykjavík aðfaranótt laugardags. Mennirnir voru vopnaðir bæði kúbeini og öxi en að sögn Þóru Jónasdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, er ekki ljóst hvort báðum vopnum hafi verið beitt í árásinni. Innlent 24.10.2021 17:11
Refir falli undir skilgreiningu um gæludýr Lögmaður ungs manns sem á ref telur afar skrýtið hvernig Matvælastofnun hefur beitt sér í því að ná refnum af honum. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að refir geti skilgreinst sem gæludýr ef þeir alast upp á heimili manna. Innlent 24.10.2021 12:00
Lögregla rannsakar sprengingu á Vesturlandi Lögreglan á Vesturlandi er með til rannsóknar mögulegt brot á verklagsreglum um framkvæmdir við efnistöku vegna væntanlegrar vegagerðar í Skorradal. Innlent 24.10.2021 11:13
Sautján ára ökumaður náðist ekki á hraðamæli og slapp með tiltal Um klukkan hálf tvö í nótt stöðvaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ungan ökumann á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ, vegna gruns um of hraðan akstur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Innlent 24.10.2021 07:46
Grunaður um að hafa ekið á tvo bíla undir áhrifum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um umferðaróhapp í Hlíðahverfi á tíunda tímanum í gærkvöldi að því er fram kemur í dagbók hennar. Meintur tjónvaldur var handtekinn á vettvangi grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Innlent 24.10.2021 07:31
Telur að skotið hafi verið á dráttarvél: „Hefndargjörningur vegna ágreinings“ Virgill Scheving Einarsson á þrjár jarðir á Vatnleysuströnd og býr á Efri-Brunnastöðum I. Hann vaknaði við mikinn hávaða í nótt og sá í kjölfarið bíl keyra af lóðinni. Dráttarvél Virgils hafði verið skemmd og telur hann að skotið hafi verið á dráttarvélina. Innlent 23.10.2021 22:33
Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sparkað í lögreglumann Maður var dæmdur í sextíu daga fangelsi fyrir brot gegn valdastjórninni Héraðsdómi Reykjaness í gær. Manninum var gefið að sök að hafa sparkað í lögreglumann og þar að auki sparkað í fætur fangavarðar á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. Innlent 23.10.2021 13:21
Börðu eldri mann og spörkuðu í höfuð hans Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu brást við tilkynningu um líkamsárás í miðborg Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt. Samkvæmt dagbók lögreglunnar réðust tveir ungir menn á ölvaðan eldri mann. Haft er eftir vitnum að árásinni að þeir hafi barið manninn og sparkað í höfuð hans þar sem hann lá í götunni. Innlent 23.10.2021 07:50
Rúmlega níræð kona ökklabrotin eftir harkalegt dyraat Kona á tíræðisaldri slasaðist alvarlega þegar gert var dyraat á heimili hennar í upphafi viku. Lögreglu hafa verið að berast tilkynningar undanfarið um dyraat, sem er óvenjulega harkalegt vegna tísku á TikTok. Innlent 22.10.2021 20:00
Ósammála gagnrýni dómarans um skort á hlutlægni Lögregla er ósammála því sem héraðsdómari hélt fram í gær um að hún hefði ekki gætt hlutlægni í rannsókn sinni í Rauðagerðismálinu. Þeir þrír sem voru grunaðir um samverknað við morðið voru allir sýknaðir. Innlent 22.10.2021 18:31