Sex ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 25. október 2021 14:30 Lagt var hald á um 522 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Myndin er úr safni. Getty/Konstantinos Tsakalidis Héraðssaksóknari hefur ákært nokkra einstaklinga fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti í tengslum við ræktun á fíkniefnum í iðnaðarbili í Kópavogi. Hjón og sonur þeirra eru á meðal þess eru ákærð í málinu. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en í ákæru málsins segir að fimm karlmenn hafi verið staðnir að því að hafa 522 kannabisplöntur, níu kíló af maríjúana og sautján kíló af kannabislaufum í fórum sínum í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi árið 2016, þar sem plönturnar voru ræktaðar. Þá er eiginkona eins þeirra, sem ákærður er fyrir fíkniefnalagabrotm ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við og aflað sér ávinnings af refsiverðri háttsemi að fjárhæð að lágmarki 27 milljónir króna. Er hún sökuð um að hafa nýtt fjármunina til að kaupa umrætt iðnarhúsnæði en sama dag og afsal vegna þess var gefið út afsalaði hún húsinu til eignarhaldsfélags í eigu eiginmans hennar og sonar þeirra, sem einnig er ákærður í málinu. Þá er eiginmaður hennar jafnframt ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsiverðum brotum að lágmarksfjárhæð tæpum 20 milljónum króna. Er hann sakaður um að hafa tekið við fjármunum frá öðrum ákærðum í málinu, geymt þá og ráðstafað hluta fjármunanna til kaupa á iðnaðarhúsnæðinu. Krafin um að allt að tíu milljónir verði gerðar upptækar Eru hinir fjórir meðákærðu jafnframt ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsiverðu brotum. Nema þær fjárhæðir milli 2,6 milljónum króna og 18 milljónum króna. Tveir mannanna, eiginmaðurinn og samstarfsmaður hans, sem eru fyrrum forsvarsmenn og eigendur eignarhaldsfélagsins ákærðir fyrir að hafa tekið á móti ávinningi af refsiverðum brotum á bankareikning félagsins: milljónunum 27 sem þeir vörðu í kaup á iðnaðarbilinu. Gerð er krafa til þess að sexmenningarnir verði dæmdir til refsingar auk þess sem krafist er að 522 kannabisplöntur, rúm níu kíló af maríhúana og rúm sautján grömm af kannabislaufum verði gerð upptæk. Þá er þess krafist að 110 gróðurlampar, 31 vifta, 110 straumbreytar, 66 svartir plastbakkar og ýmsir aðrir munir notaðir til kannabisræktunar veðri gerðir upptækir. Þá hefur verið gerð krafa að ákærðu verði gert að sæta upptöku á fjárhæðum, allt frá 600 þúsund krónum upp í 10 milljónir króna. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Fíkniefnabrot Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en í ákæru málsins segir að fimm karlmenn hafi verið staðnir að því að hafa 522 kannabisplöntur, níu kíló af maríjúana og sautján kíló af kannabislaufum í fórum sínum í iðnaðarhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi árið 2016, þar sem plönturnar voru ræktaðar. Þá er eiginkona eins þeirra, sem ákærður er fyrir fíkniefnalagabrotm ákærð fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við og aflað sér ávinnings af refsiverðri háttsemi að fjárhæð að lágmarki 27 milljónir króna. Er hún sökuð um að hafa nýtt fjármunina til að kaupa umrætt iðnarhúsnæði en sama dag og afsal vegna þess var gefið út afsalaði hún húsinu til eignarhaldsfélags í eigu eiginmans hennar og sonar þeirra, sem einnig er ákærður í málinu. Þá er eiginmaður hennar jafnframt ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsiverðum brotum að lágmarksfjárhæð tæpum 20 milljónum króna. Er hann sakaður um að hafa tekið við fjármunum frá öðrum ákærðum í málinu, geymt þá og ráðstafað hluta fjármunanna til kaupa á iðnaðarhúsnæðinu. Krafin um að allt að tíu milljónir verði gerðar upptækar Eru hinir fjórir meðákærðu jafnframt ákærðir fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, geymt, aflað sér og ráðstafað ávinningi af refsiverðu brotum. Nema þær fjárhæðir milli 2,6 milljónum króna og 18 milljónum króna. Tveir mannanna, eiginmaðurinn og samstarfsmaður hans, sem eru fyrrum forsvarsmenn og eigendur eignarhaldsfélagsins ákærðir fyrir að hafa tekið á móti ávinningi af refsiverðum brotum á bankareikning félagsins: milljónunum 27 sem þeir vörðu í kaup á iðnaðarbilinu. Gerð er krafa til þess að sexmenningarnir verði dæmdir til refsingar auk þess sem krafist er að 522 kannabisplöntur, rúm níu kíló af maríhúana og rúm sautján grömm af kannabislaufum verði gerð upptæk. Þá er þess krafist að 110 gróðurlampar, 31 vifta, 110 straumbreytar, 66 svartir plastbakkar og ýmsir aðrir munir notaðir til kannabisræktunar veðri gerðir upptækir. Þá hefur verið gerð krafa að ákærðu verði gert að sæta upptöku á fjárhæðum, allt frá 600 þúsund krónum upp í 10 milljónir króna.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Fíkniefnabrot Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira