Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Bjarki Sigurðsson skrifar 9. janúar 2025 21:58 Sigríður Gunnarsdóttir býr í Smyrilshlíð. Hún er ekki ánægð með fyrirhugaðar framkvæmdir í hverfinu. Vísir/Bjarni Íbúi í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi hefur miklar áhyggjur af fyrirhuguðu fimm hæða húsi nokkrum metrum frá íbúð hennar. Íbúð sem áður var auglýst sem útsýnisíbúð verði án sólarljóss allan ársins hring breyti borgin ekki áformum. Árið 2019 keyptu Sigríður Gunnarsdóttir og fleiri íbúðir í nýbyggðu fjölbýlishúsi við Smyrilshlíð og Haukahlíð. Íbúðirnar voru auglýstar sem útsýnisíbúðir enda fallegt um að litast til norðvesturs, þangað sem svalir íbúðanna snúa. Á næstu mánuðum mun útsýnið þó að öllum líkindum hverfa því reisa á fimm hæða hús á reit norðvestur af íbúð Sigríðar. Ekki nóg með það að Sigríður missi útsýnið sem henni var selt, heldur sýna teikningar af skuggavarpi að íbúðin verði í skugga allan ársins hring. „Það er það sem við erum fyrst og fremst að fara fram á að borgin endurskoði. Framkvæmdin er ekki hafin og það er hægt að leiðrétta þetta,“ segir Sigríður. Auglýsing frá því að íbúðirnar fóru í sölu. Þá voru þær auglýstar sem útsýnisíbúðir. Deiliskipulagi hafi verið breytt um mitt sumar án þess að nokkur íbúi hafi áttað sig fyllilega á því hvað væri að gerast. „Það er það sem er svo magnað í þessu, og við og þið sem borgarar erum algjörlega óvarin. Það virðist vera að sama hversu duglegir menn eru að grafa upp upplýsingar og senda inn andmæli, mér finnst það bara ekki skipta neinu máli. Og ég efast um að þeir lesi það sem maður sendir,“ segir Sigríður. Páll Líndal umhverfissálfræðingur segir alvarlegt ef það á að svipta íbúa birtunni. „Það skiptir okkur máli að hafa ákveðið framboð af birtu og ákveðið framboð af myrkri. Þannig ef við erum að rýra ljósvistina inni hjá fólki, þá er það slæmt mál. Það er í rauninni heilsuspillandi að gera þetta,“ segir Páll. Þú ert umhverfissálfræðingur, sýnist þér að einhver þannig hafi verið kallaður út við þetta? „Ég get ekki ímyndað mér það. Það er alveg fjarstæðukennt.“ Páll Líndal er umhverfissálfræðingur.Vísir/Bjarni Þá sé gott útsýni mikilvægt. „Og þegar varan er seld undir þeim formerkjum að það sé útsýni, og að hún bjóði upp á tiltekna kosti, þá geta menn ekki breytt því úti í miðri á. Sagt að þetta eigi að vera allt öðruvísi og taka það sem fólk var mögulega að sækjast eftir hvað mest,“ segir Páll. Reykjavík Húsnæðismál Heilsa Byggingariðnaður Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Árið 2019 keyptu Sigríður Gunnarsdóttir og fleiri íbúðir í nýbyggðu fjölbýlishúsi við Smyrilshlíð og Haukahlíð. Íbúðirnar voru auglýstar sem útsýnisíbúðir enda fallegt um að litast til norðvesturs, þangað sem svalir íbúðanna snúa. Á næstu mánuðum mun útsýnið þó að öllum líkindum hverfa því reisa á fimm hæða hús á reit norðvestur af íbúð Sigríðar. Ekki nóg með það að Sigríður missi útsýnið sem henni var selt, heldur sýna teikningar af skuggavarpi að íbúðin verði í skugga allan ársins hring. „Það er það sem við erum fyrst og fremst að fara fram á að borgin endurskoði. Framkvæmdin er ekki hafin og það er hægt að leiðrétta þetta,“ segir Sigríður. Auglýsing frá því að íbúðirnar fóru í sölu. Þá voru þær auglýstar sem útsýnisíbúðir. Deiliskipulagi hafi verið breytt um mitt sumar án þess að nokkur íbúi hafi áttað sig fyllilega á því hvað væri að gerast. „Það er það sem er svo magnað í þessu, og við og þið sem borgarar erum algjörlega óvarin. Það virðist vera að sama hversu duglegir menn eru að grafa upp upplýsingar og senda inn andmæli, mér finnst það bara ekki skipta neinu máli. Og ég efast um að þeir lesi það sem maður sendir,“ segir Sigríður. Páll Líndal umhverfissálfræðingur segir alvarlegt ef það á að svipta íbúa birtunni. „Það skiptir okkur máli að hafa ákveðið framboð af birtu og ákveðið framboð af myrkri. Þannig ef við erum að rýra ljósvistina inni hjá fólki, þá er það slæmt mál. Það er í rauninni heilsuspillandi að gera þetta,“ segir Páll. Þú ert umhverfissálfræðingur, sýnist þér að einhver þannig hafi verið kallaður út við þetta? „Ég get ekki ímyndað mér það. Það er alveg fjarstæðukennt.“ Páll Líndal er umhverfissálfræðingur.Vísir/Bjarni Þá sé gott útsýni mikilvægt. „Og þegar varan er seld undir þeim formerkjum að það sé útsýni, og að hún bjóði upp á tiltekna kosti, þá geta menn ekki breytt því úti í miðri á. Sagt að þetta eigi að vera allt öðruvísi og taka það sem fólk var mögulega að sækjast eftir hvað mest,“ segir Páll.
Reykjavík Húsnæðismál Heilsa Byggingariðnaður Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira