Fjölga í kynferðisbrotadeild vegna holskeflu mála Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2021 19:01 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/arnar Málum á borði kynferðisbrotadeildar lögreglu hefur fjölgað um tæpan þriðjung milli ára á höfuðborgarsvæðinu. Mesta fjölgunin er í flokki mála þar sem brotið er gegn börnum, auk þess sem málin eru erfiðari í rannsókn en áður. Bætt verður við mannskap til að anna álaginu. Málin hafa hlaðist upp hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar síðustu mánuði. 240 mál eru nú á borði deildarinnar en hún vill koma fjöldanum niður í ásættanlegt horf, 140 mál. Yfirlögregluþjónn segir mestu fjölgunina hafa orðið í upphafi árs. Fjölgunin yfir þessa fyrstu tíu mánuði ársins hafi haft veruleg áhrif á störf kynferðisbrotadeildar en þar eru yfirleitt starfandi um tólf starfsmenn. Málin verði jafnframt flóknari í rannsókn ár frá ári. „Það eru gögn úr símum tölvum og þess háttar gögn sem lengja rannsóknina að einhverju leyti. Þetta eru myndir, myndskeið, skilaboð og hvernig síminn hefur verið að ferðast, hvar hann hefur tengst,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Álagið mjög mikið Til að bregðast við vandanum munu þrír starfsmenn innan rannsóknardeildar hefja störf hjá kynferðisbrotadeild 1. nóvember og starfa þar í sex mánuði. „En varðandi akkúrat þessi brot þá er álagið líka á ákærusviðinu, mjög mikið, og hvernig verður brugðist við því verður bara að koma í ljós þannig að ég bara ítreka það, álagið hefur verið mjög mikið og er mjög mikið,“ segir Grímur. Fjölgunin gangi ekki jafnt yfir alla flokka. „Málin sem eru í kynferðisbrotadeildinni eru nauðgunarmál og það eru brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu, svo öll önnur mál. Við skiptum þessu í þrennt og það hefur verið mesta fjölgunin í þeim flokki sem við köllum brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu.“ Inntur eftir því hvort MeToo-bylgjur síðustu ára gæti hafa stuðlað að þessari fjölgun segir Grímur að svo gæti verið. „Umræða um kynferðisbrot held ég að ég geti næstum fullyrt að hafi áhrif á fjölda mála sem koma inn á borð til okkar, já.“ Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Málin hafa hlaðist upp hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar síðustu mánuði. 240 mál eru nú á borði deildarinnar en hún vill koma fjöldanum niður í ásættanlegt horf, 140 mál. Yfirlögregluþjónn segir mestu fjölgunina hafa orðið í upphafi árs. Fjölgunin yfir þessa fyrstu tíu mánuði ársins hafi haft veruleg áhrif á störf kynferðisbrotadeildar en þar eru yfirleitt starfandi um tólf starfsmenn. Málin verði jafnframt flóknari í rannsókn ár frá ári. „Það eru gögn úr símum tölvum og þess háttar gögn sem lengja rannsóknina að einhverju leyti. Þetta eru myndir, myndskeið, skilaboð og hvernig síminn hefur verið að ferðast, hvar hann hefur tengst,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Álagið mjög mikið Til að bregðast við vandanum munu þrír starfsmenn innan rannsóknardeildar hefja störf hjá kynferðisbrotadeild 1. nóvember og starfa þar í sex mánuði. „En varðandi akkúrat þessi brot þá er álagið líka á ákærusviðinu, mjög mikið, og hvernig verður brugðist við því verður bara að koma í ljós þannig að ég bara ítreka það, álagið hefur verið mjög mikið og er mjög mikið,“ segir Grímur. Fjölgunin gangi ekki jafnt yfir alla flokka. „Málin sem eru í kynferðisbrotadeildinni eru nauðgunarmál og það eru brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu, svo öll önnur mál. Við skiptum þessu í þrennt og það hefur verið mesta fjölgunin í þeim flokki sem við köllum brot gegn börnum og fólki í viðkvæmri stöðu.“ Inntur eftir því hvort MeToo-bylgjur síðustu ára gæti hafa stuðlað að þessari fjölgun segir Grímur að svo gæti verið. „Umræða um kynferðisbrot held ég að ég geti næstum fullyrt að hafi áhrif á fjölda mála sem koma inn á borð til okkar, já.“
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira