Lögreglumál Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris. Innlent 7.10.2021 10:54 Ákærður fyrir að ryðjast inn á heimili konu og nauðga Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa ruðst í heimildarleysi inn á heimili konu og nauðgað henni. Innlent 7.10.2021 07:47 Veittist að leigubílstjóra með úðavopni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan 2.30 í nótt vegna einstaklings sem veittist að bílstjóra leigubifreiðar með úðavopni. Gerandinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Innlent 7.10.2021 06:25 Olli slysi þegar hann ók á öfugum vegarhelmingi á Reykjanesbraut Karlmaður á sjötugsaldri er í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hann olli árekstri þar sem hann ók á öfugum vegarhelmingi á Reykjanesbraut nú síðdegis. Ökumaður bílsins sem hann ók á slasaðist lítillega, að sögn lögreglu. Innlent 6.10.2021 18:23 Ákærður fyrir að svipta konu frelsi í þrjá tíma og nauðga Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir að hafa í íbúð sinni haldið konu fanginni í þrjá tíma og á þeim tíma nauðgað og beitt hana ofbeldi. Innlent 6.10.2021 17:59 „Við skjótum allar þessar fokking löggur“ Embætti héraðssaksóknara hefur ákært mann fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hrækt að lögreglumanni og ítrekað hótað lögreglumönnum lífláti og ofbeldi í Kópavogi í nóvember á síðasta ári. Innlent 6.10.2021 11:13 Hoppukastalaslysið enn til rannsóknar þremur mánuðum eftir slysið Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hoppukastalaslysi á Akureyri stendur enn yfir. Sex ára gamalt barn slasaðist alvarlega þegar kastalinn tókst á loft. Innlent 5.10.2021 21:00 Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. Innlent 5.10.2021 17:43 Ökumanns sem ók á stúlku á rafmagnshlaupahjóli við Grandatorg leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú ökumanns fólksbifreiðar sem ók á unga stúlku á rafmagnshlaupahjóli við Grandatorg í Reykjavík um klukka 16.43 í gær. Innlent 5.10.2021 14:53 Stálu kampavínsflöskum og sprautuðu úr þeim í loftið Lögreglan á Suðurnesjum fékk á dögunum tilkynningu um þjófnað og skemmdarverk á hóteli í umdæminu en nokkrir menn höfðu þar meðal annars stolið kampavínsflöskum og sprautað úr þeim upp í loftið. Innlent 5.10.2021 09:19 Salernum stolið í Garðabæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margvíslegum verkefnum í gærkvöldi og nótt. Hún var meðal annars kölluð til rétt fyrir miðnætti þar sem tveir höfðu ráðist á einn í Hlíðahverfinu. Mennirnir unnu einnig skemmdir á bifreið viðkomandi en voru á brott þegar lögregla kom á vettvang. Innlent 5.10.2021 08:06 Réðst á dyravörð eftir að hafa verið vísað út Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða í nótt mann sem hafði ráðist á dyravörð skemmtistaðar eftir að dyravörðurinn hafði vísað honum af staðnum. Innlent 4.10.2021 06:52 Föt karlmanns fundust við Elliðaá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í morgun tilkynning um að föt af karlmanni hefðu fundist við Elliðaá. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að dróni hafi verið notaður til að skoða ána. Innlent 3.10.2021 12:02 Ljósastaurar í Breiðholti fengu að finna fyrir því Lögreglumenn sem voru við eftirlit í Breiðholti í gærkvöldi urðu vitni að því þegar ökumaður ók á ljósastaur. Innlent 3.10.2021 07:51 Gekk um miðbæinn með hníf í hendi Í gærkvöldi þurfti lögregla að hafa afskipti af manni sem gekk um miðborg Reykjavíkur með hníf í hendi. Innlent 3.10.2021 07:43 Lögregla hafði afskipti af vopnuðum manni við Kattakaffihúsið Á áttunda tímanum í kvöld barst lögreglu tilkynning um mann vopnaðan hnífi í Bergstaðastræti, nánar tiltekið fyrir utan Kattakaffihúsið í Bergstaðastræti 10. Innlent 2.10.2021 20:39 Háttaði sig og steinsofnaði í sófa hjá ókunnugum Íbúi í miðbæ Reykjavíkur þurfti að óska eftir aðstoð lögreglu í nótt eftir að ókunnugur maður lagðist til svefns í íbúð hans. Innlent 2.10.2021 07:32 Unglingur sparkaði í lögreglubíl og hrækti á lögreglumann Töluvert annríki var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Sautján ára karlmaður var handtekinn í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur undir miðnætti. Innlent 2.10.2021 07:24 Ók bíl á bensíndælurnar á Sprengisandi Í kvöld varð slys á eldsneytisstöð Atlantsolíu á Sprengisandi þegar bifreið var ekið yfir eldsneytisdælu. Innlent 1.10.2021 23:15 Lögregla braut gegn konu sem var blekkt af flugumanninum sem kom til Íslands Dómarar við bresku dómsmálastofnunina IPT hafa komist að þeirri niðurstöðu að lögreglan í Lundúnum hafi brotið gróflega á mannréttindum konu sem flugumaðurinn Mark Kennedy átti í ástarsambandi við með þeim tilgangi að afla upplýsingum til lögreglu um hana og þá hópa sem hún tengdist. Erlent 1.10.2021 18:05 Stúlkan sem leitað var að á Suðurnesjum er fundin Sex ára stúlka sem Lögreglan á Suðurnesjum leitaði í dag er komin í leitirnar. Innlent 1.10.2021 17:50 Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. Innlent 1.10.2021 11:08 Ógætilegur akstur á skólalóð en báðir aftur í þegar lögreglu bar að Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í gær þrjár tilkynningar þar sem um var að ræða ógætilegur akstur bifreiða á bifreiðastæðum. Í tveimur tilvikum höfðu ökumenn látið af háttsemi sinni þegar á staðinn var komið. Innlent 1.10.2021 07:22 Ökufantur á 210 kílómetra hraða ákærður Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að aka mótorhjóli á 210 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var níutíu. Hann er sakaður um að hafa stefnt lífi og heilsu annarra vegfarenda í augljósan háska. Innlent 30.9.2021 13:12 Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. Innlent 29.9.2021 12:31 Búið að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki Búið er að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki sem voru settar á vegna gruns um krapastíflu í Sauðá. Skoðun sérfræðinga eftir að veður gekk niður leiddi í ljós að rennsli er orðið eðlilegt að nýju. Innlent 28.9.2021 20:57 Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. Innlent 28.9.2021 18:04 Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. Innlent 28.9.2021 17:11 Sauðá á Króknum svo til hætt að renna Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér áríðandi tilkynningu þar sem fram kemur að boð hafi borist þess efnis að Sauðá á Sauðárkróki sé hætt að renna að mestu leyti. Innlent 28.9.2021 15:36 Lét öllum illum látum á slysadeild Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mjög æstan mann á slysadeild Landspítalans. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Innlent 28.9.2021 06:06 « ‹ 137 138 139 140 141 142 143 144 145 … 279 ›
Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris. Innlent 7.10.2021 10:54
Ákærður fyrir að ryðjast inn á heimili konu og nauðga Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa ruðst í heimildarleysi inn á heimili konu og nauðgað henni. Innlent 7.10.2021 07:47
Veittist að leigubílstjóra með úðavopni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til um klukkan 2.30 í nótt vegna einstaklings sem veittist að bílstjóra leigubifreiðar með úðavopni. Gerandinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins. Innlent 7.10.2021 06:25
Olli slysi þegar hann ók á öfugum vegarhelmingi á Reykjanesbraut Karlmaður á sjötugsaldri er í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hann olli árekstri þar sem hann ók á öfugum vegarhelmingi á Reykjanesbraut nú síðdegis. Ökumaður bílsins sem hann ók á slasaðist lítillega, að sögn lögreglu. Innlent 6.10.2021 18:23
Ákærður fyrir að svipta konu frelsi í þrjá tíma og nauðga Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann fyrir að hafa í íbúð sinni haldið konu fanginni í þrjá tíma og á þeim tíma nauðgað og beitt hana ofbeldi. Innlent 6.10.2021 17:59
„Við skjótum allar þessar fokking löggur“ Embætti héraðssaksóknara hefur ákært mann fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hrækt að lögreglumanni og ítrekað hótað lögreglumönnum lífláti og ofbeldi í Kópavogi í nóvember á síðasta ári. Innlent 6.10.2021 11:13
Hoppukastalaslysið enn til rannsóknar þremur mánuðum eftir slysið Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hoppukastalaslysi á Akureyri stendur enn yfir. Sex ára gamalt barn slasaðist alvarlega þegar kastalinn tókst á loft. Innlent 5.10.2021 21:00
Skildu slasaða stúlku eftir í vegarkantinum Móðir stúlku sem var ekið á í Vesturbæ Reykjavíkur síðdegis í gær segir að ökumaðurinn hafi gefið í og skilið stúlkuna eftir slasaða í vegarkantinum. Lögregla lýsti eftir ökumanninum í dag. Innlent 5.10.2021 17:43
Ökumanns sem ók á stúlku á rafmagnshlaupahjóli við Grandatorg leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú ökumanns fólksbifreiðar sem ók á unga stúlku á rafmagnshlaupahjóli við Grandatorg í Reykjavík um klukka 16.43 í gær. Innlent 5.10.2021 14:53
Stálu kampavínsflöskum og sprautuðu úr þeim í loftið Lögreglan á Suðurnesjum fékk á dögunum tilkynningu um þjófnað og skemmdarverk á hóteli í umdæminu en nokkrir menn höfðu þar meðal annars stolið kampavínsflöskum og sprautað úr þeim upp í loftið. Innlent 5.10.2021 09:19
Salernum stolið í Garðabæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti margvíslegum verkefnum í gærkvöldi og nótt. Hún var meðal annars kölluð til rétt fyrir miðnætti þar sem tveir höfðu ráðist á einn í Hlíðahverfinu. Mennirnir unnu einnig skemmdir á bifreið viðkomandi en voru á brott þegar lögregla kom á vettvang. Innlent 5.10.2021 08:06
Réðst á dyravörð eftir að hafa verið vísað út Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða í nótt mann sem hafði ráðist á dyravörð skemmtistaðar eftir að dyravörðurinn hafði vísað honum af staðnum. Innlent 4.10.2021 06:52
Föt karlmanns fundust við Elliðaá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í morgun tilkynning um að föt af karlmanni hefðu fundist við Elliðaá. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að dróni hafi verið notaður til að skoða ána. Innlent 3.10.2021 12:02
Ljósastaurar í Breiðholti fengu að finna fyrir því Lögreglumenn sem voru við eftirlit í Breiðholti í gærkvöldi urðu vitni að því þegar ökumaður ók á ljósastaur. Innlent 3.10.2021 07:51
Gekk um miðbæinn með hníf í hendi Í gærkvöldi þurfti lögregla að hafa afskipti af manni sem gekk um miðborg Reykjavíkur með hníf í hendi. Innlent 3.10.2021 07:43
Lögregla hafði afskipti af vopnuðum manni við Kattakaffihúsið Á áttunda tímanum í kvöld barst lögreglu tilkynning um mann vopnaðan hnífi í Bergstaðastræti, nánar tiltekið fyrir utan Kattakaffihúsið í Bergstaðastræti 10. Innlent 2.10.2021 20:39
Háttaði sig og steinsofnaði í sófa hjá ókunnugum Íbúi í miðbæ Reykjavíkur þurfti að óska eftir aðstoð lögreglu í nótt eftir að ókunnugur maður lagðist til svefns í íbúð hans. Innlent 2.10.2021 07:32
Unglingur sparkaði í lögreglubíl og hrækti á lögreglumann Töluvert annríki var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Sautján ára karlmaður var handtekinn í annarlegu ástandi í miðbæ Reykjavíkur undir miðnætti. Innlent 2.10.2021 07:24
Ók bíl á bensíndælurnar á Sprengisandi Í kvöld varð slys á eldsneytisstöð Atlantsolíu á Sprengisandi þegar bifreið var ekið yfir eldsneytisdælu. Innlent 1.10.2021 23:15
Lögregla braut gegn konu sem var blekkt af flugumanninum sem kom til Íslands Dómarar við bresku dómsmálastofnunina IPT hafa komist að þeirri niðurstöðu að lögreglan í Lundúnum hafi brotið gróflega á mannréttindum konu sem flugumaðurinn Mark Kennedy átti í ástarsambandi við með þeim tilgangi að afla upplýsingum til lögreglu um hana og þá hópa sem hún tengdist. Erlent 1.10.2021 18:05
Stúlkan sem leitað var að á Suðurnesjum er fundin Sex ára stúlka sem Lögreglan á Suðurnesjum leitaði í dag er komin í leitirnar. Innlent 1.10.2021 17:50
Svona hljóðar ásökunin sem Aron Einar sver af sér „Ég má segja frá, ég má bara ekki nafngreina. Mig langar ekki að burðast með þetta ein í hjartanu, mig langar ekki að hugsa í hvert skipti sem ég fer á meðal fólks: „Ætli þau viti þetta, ætli þau trúi mér“, því það er ógeðslega íþyngjandi og heftandi félagslega. Innlent 1.10.2021 11:08
Ógætilegur akstur á skólalóð en báðir aftur í þegar lögreglu bar að Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í gær þrjár tilkynningar þar sem um var að ræða ógætilegur akstur bifreiða á bifreiðastæðum. Í tveimur tilvikum höfðu ökumenn látið af háttsemi sinni þegar á staðinn var komið. Innlent 1.10.2021 07:22
Ökufantur á 210 kílómetra hraða ákærður Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að aka mótorhjóli á 210 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði var níutíu. Hann er sakaður um að hafa stefnt lífi og heilsu annarra vegfarenda í augljósan háska. Innlent 30.9.2021 13:12
Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. Innlent 29.9.2021 12:31
Búið að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki Búið er að aflétta lokunum innanbæjar á Sauðárkróki sem voru settar á vegna gruns um krapastíflu í Sauðá. Skoðun sérfræðinga eftir að veður gekk niður leiddi í ljós að rennsli er orðið eðlilegt að nýju. Innlent 28.9.2021 20:57
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra: Vegfarendur hefðu mátt hlýta viðvörunum Talsverður erill hefur verið hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra í veðurofsanum í dag. Birgir Jónasson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu að nokkuð hafi mætt á hans fólki og björgunarsveitarfólki við að aðstoða vegfarendur vegna veðurs og ófærðar. Margir hefðu mátt taka til sín viðvaranir sem gefnar voru út í gær. Innlent 28.9.2021 18:04
Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. Innlent 28.9.2021 17:11
Sauðá á Króknum svo til hætt að renna Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur sent frá sér áríðandi tilkynningu þar sem fram kemur að boð hafi borist þess efnis að Sauðá á Sauðárkróki sé hætt að renna að mestu leyti. Innlent 28.9.2021 15:36
Lét öllum illum látum á slysadeild Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mjög æstan mann á slysadeild Landspítalans. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Innlent 28.9.2021 06:06