Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2025 16:52 Hvolsvöllur er meðal þeirra bæja sem hafa verið án læknis undanfarið. Vísir/Vilhelm Fulltrúar sveitarfélaga í Rangárvallasýslu lýsa yfir verulegum áhyggjum af stöðu heilbrigðismála í sýslunni og ítreka að núverandi staða og óvissa sé óboðleg 4519 íbúum sýslunnar og öðrum gestum hennar. Þetta segir í tilkynningu frá fulltrúum sveitarfélaganna en málefni heilsugæslu Rangárþings hafa verið til mikillar umræðu undanfarin misseri vegna vanda við að manna stöður lækna í héraðinu. Til að mynda var greint frá því yfir hátíðirnar að læknir hafi ekki fengist til að úrskurða mann látinn, sem lést á aðfangadagskvöld, fyrr en löngu seinna. Læknar hafa lýst því yfir að þeir óttist að svæðið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð og oddviti í Rangárþingi hefur lýst ástandi sem tifandi tímasprengju og sagt ástandið forkastanlegt. Skapi aukið álag og óöryggi Í yfirlýsingunni segir að sú staða hafi reglulega komið upp að enginn læknir sé á vakt á stóru svæði á Suðurlandi. Þetta hafi skapað aukið álag á annað heilbrigðisstarfsfólk og óöryggi fyrir íbúa og þann fjölda ferðamanna sem fer um svæðið. Fulltrúar Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Ásahrepps hafi fundað með forstjóra og framkvæmdastjóra hjúkrunar og heilsugæslu HSU til að fara yfir málin og leita skýringa og lausna á stöðunni. Á þeim fundi hafi meðal annars komið fram að grunnlæknisþjónusta í sýslunni sé tryggð út febrúar 2025. Sá tími verði nýttur til þess að auglýsa og ráða lækna í fastar stöður. Ívilnanir til skoðunar í ráðuneytinu Fram hafi komið að til skoðunar sé hjá heilbrigðisráðuneytinu einhvers konar ívilnanir til að laða að heilbrigðisstarfsfólk út á land og sveitarstjórnir svæðisins hvetji hlutaðeigandi til að flýta því máli eins og kostur er. Sveitarfélögin í Rangárvallasýslu leggi áherslu á að þau séu hér eftir sem hingað til tilbúin að liðka til fyrir ráðningarferlinu eins og þeim er heimilt. Óboðlegt „Sveitarfélögin lýsa yfir verulegum áhyggjum af stöðunni og ítreka að núverandi staða og óvissa sé óboðleg 4519 íbúum sýslunnar og öðrum gestum hennar. Stöðufundur verður haldinn í febrúar með HSU og send verður sameiginleg ályktun sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu til heilbrigðisráðuneytisins.“ Ljóst sé að þessi staða hafi valdið verulega auknu álagi á annað starfsfólk heilsugæslunnar og á sjúkraflutningafólk. Fulltrúar sveitarfélaganna vilji koma á framfæri sérstökum þökkum til þeirra sem staðið hafa vaktina og sinnt framúrskarandi starfi af einstakri elju og sóma. „Von kjörinna fulltrúa og íbúa Rangárvallasýslu er að málin leysist sem fyrst og að viðunandi læknisþjónusta verði tryggð til frambúðar.“ Heilbrigðismál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Ásahreppur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá fulltrúum sveitarfélaganna en málefni heilsugæslu Rangárþings hafa verið til mikillar umræðu undanfarin misseri vegna vanda við að manna stöður lækna í héraðinu. Til að mynda var greint frá því yfir hátíðirnar að læknir hafi ekki fengist til að úrskurða mann látinn, sem lést á aðfangadagskvöld, fyrr en löngu seinna. Læknar hafa lýst því yfir að þeir óttist að svæðið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð og oddviti í Rangárþingi hefur lýst ástandi sem tifandi tímasprengju og sagt ástandið forkastanlegt. Skapi aukið álag og óöryggi Í yfirlýsingunni segir að sú staða hafi reglulega komið upp að enginn læknir sé á vakt á stóru svæði á Suðurlandi. Þetta hafi skapað aukið álag á annað heilbrigðisstarfsfólk og óöryggi fyrir íbúa og þann fjölda ferðamanna sem fer um svæðið. Fulltrúar Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Ásahrepps hafi fundað með forstjóra og framkvæmdastjóra hjúkrunar og heilsugæslu HSU til að fara yfir málin og leita skýringa og lausna á stöðunni. Á þeim fundi hafi meðal annars komið fram að grunnlæknisþjónusta í sýslunni sé tryggð út febrúar 2025. Sá tími verði nýttur til þess að auglýsa og ráða lækna í fastar stöður. Ívilnanir til skoðunar í ráðuneytinu Fram hafi komið að til skoðunar sé hjá heilbrigðisráðuneytinu einhvers konar ívilnanir til að laða að heilbrigðisstarfsfólk út á land og sveitarstjórnir svæðisins hvetji hlutaðeigandi til að flýta því máli eins og kostur er. Sveitarfélögin í Rangárvallasýslu leggi áherslu á að þau séu hér eftir sem hingað til tilbúin að liðka til fyrir ráðningarferlinu eins og þeim er heimilt. Óboðlegt „Sveitarfélögin lýsa yfir verulegum áhyggjum af stöðunni og ítreka að núverandi staða og óvissa sé óboðleg 4519 íbúum sýslunnar og öðrum gestum hennar. Stöðufundur verður haldinn í febrúar með HSU og send verður sameiginleg ályktun sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu til heilbrigðisráðuneytisins.“ Ljóst sé að þessi staða hafi valdið verulega auknu álagi á annað starfsfólk heilsugæslunnar og á sjúkraflutningafólk. Fulltrúar sveitarfélaganna vilji koma á framfæri sérstökum þökkum til þeirra sem staðið hafa vaktina og sinnt framúrskarandi starfi af einstakri elju og sóma. „Von kjörinna fulltrúa og íbúa Rangárvallasýslu er að málin leysist sem fyrst og að viðunandi læknisþjónusta verði tryggð til frambúðar.“
Heilbrigðismál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Ásahreppur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21