Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. september 2021 17:11 Ingi Tryggvason, yfirmaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi. Samsett Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. Það vakti athygli í dag þegar tengdadóttir hótelstjórans eyddi myndum af óinnsigluðum kjörgögnum á Instagram-reikning sínum eftir fyrri talninguna. Enginn annar er sjáanlegur í talningarsalnum á myndunum og hafa spurningar vaknað um það hvort hún hafi verið þar ein inni á milli talninganna. Hún hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum Vísis í allan dag en eiginmaður hennar sagði fyrr í dag að hann teldi það afar ólíklegt að hún hafi verið ein í salnum. Ingi Tryggvason segir líklegast að myndirnar hafi verið teknar fyrir utan hinn eiginlega talningasal en við talningu á Hótel Borgarnesi er stórum sal skipt upp í tvo hluta; sal þar sem atkvæðin eru talin og svo forsalur þar sem starfsmenn hótelsins sinntu störfum sínum og framreiddu mat og drykki fyrir kjörnefndina. Starfsmenn hótelsins gætu vel hafa farið Það er ekki lokað á milli þessara svæða en tveir inngangar eru að forsal, sem Ingi kveðst hafa læst þegar talningafólkið fór heim sunnudagsmorguninn áður en ákveðið var að ráðast í endurtalningu. Hann telur líklegt að tengdadóttir hótelstjórans hafi tekið myndina úr forsalnum á meðan hann var þar sjálfur viðstaddur við frágang eftir talninguna. Ingi segir ekkert óeðlilegt við það. En hefði starfsfólk hótelsins alveg geta farið inn í salinn þegar þú varst farinn af svæðinu? „Já, það gætu starfsmenn hafa farið inn í rýmið þarna að framan ef þau þyrftu. Þar er meðal annars stjórnbúnaður og eitthvað þannig það getur vel verið að þau hafi farið þangað. En það eru öryggismyndavélar á svæðinu þannig það sést náttúrulega nákvæmlega ef það hefur einhver gengið þar um,“ segir Ingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru myndavélarnar í gangi þennan tíma sem óinnsigluð kjörgögnin voru geymd í salnum. Eins og greint hefur verið frá er Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, búinn að kæra endurtalninguna til lögreglunnar á Vesturlandi. Hún mun því væntanlega rannsaka myndefni öryggismyndavélanna en þeir lögreglumenn embættisins sem fréttastofa hefur náð í hafa allir neitað að tjá sig um málið og vísað á lögreglustjórann Gunnar Örn Jónsson. Hann hefur hvorki svarað símtölum fréttastofu í dag né skriflegum skilaboðum. Ingi ítrekar þá fullvissu sína um að enginn hafi átt við kjörgögnin á milli talninganna. „Enda veit ég ekki hvar fólk hefði átt að fá kjörseðla. Þegar ég kom aftur var allt nákvæmlega eins og ég hafði gengið frá því. Það hefði ekki verið hægt að eiga við gögnin án þess að ég myndi sjá það,“ segir hann. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Lögreglumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Það vakti athygli í dag þegar tengdadóttir hótelstjórans eyddi myndum af óinnsigluðum kjörgögnum á Instagram-reikning sínum eftir fyrri talninguna. Enginn annar er sjáanlegur í talningarsalnum á myndunum og hafa spurningar vaknað um það hvort hún hafi verið þar ein inni á milli talninganna. Hún hefur ekki svarað ítrekuðum símtölum Vísis í allan dag en eiginmaður hennar sagði fyrr í dag að hann teldi það afar ólíklegt að hún hafi verið ein í salnum. Ingi Tryggvason segir líklegast að myndirnar hafi verið teknar fyrir utan hinn eiginlega talningasal en við talningu á Hótel Borgarnesi er stórum sal skipt upp í tvo hluta; sal þar sem atkvæðin eru talin og svo forsalur þar sem starfsmenn hótelsins sinntu störfum sínum og framreiddu mat og drykki fyrir kjörnefndina. Starfsmenn hótelsins gætu vel hafa farið Það er ekki lokað á milli þessara svæða en tveir inngangar eru að forsal, sem Ingi kveðst hafa læst þegar talningafólkið fór heim sunnudagsmorguninn áður en ákveðið var að ráðast í endurtalningu. Hann telur líklegt að tengdadóttir hótelstjórans hafi tekið myndina úr forsalnum á meðan hann var þar sjálfur viðstaddur við frágang eftir talninguna. Ingi segir ekkert óeðlilegt við það. En hefði starfsfólk hótelsins alveg geta farið inn í salinn þegar þú varst farinn af svæðinu? „Já, það gætu starfsmenn hafa farið inn í rýmið þarna að framan ef þau þyrftu. Þar er meðal annars stjórnbúnaður og eitthvað þannig það getur vel verið að þau hafi farið þangað. En það eru öryggismyndavélar á svæðinu þannig það sést náttúrulega nákvæmlega ef það hefur einhver gengið þar um,“ segir Ingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru myndavélarnar í gangi þennan tíma sem óinnsigluð kjörgögnin voru geymd í salnum. Eins og greint hefur verið frá er Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, búinn að kæra endurtalninguna til lögreglunnar á Vesturlandi. Hún mun því væntanlega rannsaka myndefni öryggismyndavélanna en þeir lögreglumenn embættisins sem fréttastofa hefur náð í hafa allir neitað að tjá sig um málið og vísað á lögreglustjórann Gunnar Örn Jónsson. Hann hefur hvorki svarað símtölum fréttastofu í dag né skriflegum skilaboðum. Ingi ítrekar þá fullvissu sína um að enginn hafi átt við kjörgögnin á milli talninganna. „Enda veit ég ekki hvar fólk hefði átt að fá kjörseðla. Þegar ég kom aftur var allt nákvæmlega eins og ég hafði gengið frá því. Það hefði ekki verið hægt að eiga við gögnin án þess að ég myndi sjá það,“ segir hann.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Borgarbyggð Lögreglumál Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira