Lögreglumál Grunaður byssumaður losnar úr varðhaldi Karlmaður á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið með riffli á fjölskyldubíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra losnar úr gæsluvarðhaldi klukkan fjögur í dag. Héraðssaksóknari taldi ekki grundvöll til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manninum. Innlent 5.2.2021 14:16 Í haldi lögreglu vegna líkamsárásar Laust fyrir klukkan miðnætti í gær handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu manns í Árbænum sem grunaður er um líkamsárás og brot á vopnalögum. Innlent 5.2.2021 06:47 Á 135 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bíl í Ártúnsbrekkunni eftir hraðamælingu um klukkan átta í gærkvöldi en ökumaðurinn ók bílnum á 135 kílómetra hraða á klukkustund. Leyfilegur hámarkshraði í Ártúnsbrekku er 80 kílómetrar á klukkustund. Innlent 4.2.2021 06:35 Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. Erlent 3.2.2021 21:13 „Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. Innlent 3.2.2021 19:00 Garðkönnu kastað í rúðu á heimili varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nótt Skemmdarverk voru unnin á heimili Ólafs Kr. Guðmundssonar, varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í nótt. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Innlent 3.2.2021 16:59 Líkama látna líklega velt yfir handriðið og kastað Við rannsókn á dauða manns sem lést eftir fall af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti 8. desember 2019, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að „utanaðkomandi“ kraftur hefði orðið til þess að maðurinn fór fram af. Innlent 3.2.2021 13:37 Hélt grunuðum þjófi þar til lögregla kom Um klukkan hálffjögur í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þjófi var haldið í Hafnarfirði. Innlent 3.2.2021 06:24 Fyrrverandi lögreglumaður grunaður um skotárásina á bíl borgarstjóra Maðurinn sem nú er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa skotið úr byssu á bíl Dags B. Eggertssonar er fyrrverandi lögreglumaður. Innlent 2.2.2021 22:36 Vara við svikaskilaboðum sem virðast koma frá Skattinum Lögreglan á Austurlandi varar við sviksamlegum SMS-skilaboðum þar sem óprúttnir aðilar fara undir fölsku flaggi og reyna að leiða viðtakendur skilaboðanna inn á falska heimasíðu Skattsins. Innlent 2.2.2021 21:20 Skotárásin rannsökuð sem valdstjórnarbrot Skotárás sem gerð var á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra fyrir tæpum tveimur vikum er rannsökuð sem brot gegn valdstjórninni. Innlent 2.2.2021 10:22 Síbrotagæsla vegna fjársvika á Facebook Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um helgina karlmann um þrítugt í síbrotagæslu til 26. febrúar. Var það gert að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á meintum fjársvikum mannsins. Innlent 2.2.2021 10:21 Grunaður um að hafa kveikt í bíl Upp úr klukkan hálftólf í gærkvöldi var tilkynnt um eld í bíl í Austurbænum. Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var einn einstaklingur handtekinn grunaður um að hafa kveikt í bílnum. Var hann færður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Innlent 2.2.2021 06:28 Gæsluvarðhald framlengt þar sem maðurinn er talinn hættulegur Gæsluvarðhaldi yfir öðrum manninum, sem grunaður er um að hafa skotið með riffli á bíl borgarstjóra og inn um rúður á skrifstofu Samfylkingarinnar, hefur verið framlengt til föstudags. Innlent 1.2.2021 19:32 Sigmundi Davíð hafa borist morðhótanir og hann óttaðist um líf sitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist hafa fengið að kenna á því vegna þátttöku í stjórnmálum. Meðal annars var ráðist á hann af mikilli hörku. Innlent 1.2.2021 17:14 Of margir í pottinum á Akureyri og aðgengi að lauginni lokað Lögreglan á Norðurlandi eystra hélt úti sérstöku eftirliti með veitingastöðum og hótelum hvað varðar sóttvarnir um helgina. Þá hafði lögreglan afskipti af sundlaugargestum í Sundlaug Akureyrar eftir að tilkynning barst um að heldur þétt væri setið í heita pottinum og var aðgengi að sundlauginni lokað það sem eftir lifði dags að kröfu lögreglu. Innlent 31.1.2021 22:29 Aldrei eins mörg vopnuð útköll Sérsveitin hefur aldrei sinnt eins mörgum vopnuðum útköllum og á síðasta ári. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir heiftuga umræðuna hafa áhrif. Hún hefur sjálf fengið hótanir í starfi sínu. Innlent 31.1.2021 18:30 Grunaðir um líkamsárás og vopnalagabrot Tilkynnt var um líkamsárás í Árbæ upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrír menn voru handteknir grunaðir um árásina og brot á vopnalögum. Innlent 31.1.2021 07:22 Samfylkingin í Reykjavík fordæmir árásirnar Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fordæmir þær árásir sem starfsstöðvar stjórnmálaflokka á Íslandi hafa orðið fyrir síðustu misserin sem og skotárás sem gerð var á einkabíl borgarstjóra. Innlent 30.1.2021 20:53 Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ Innlent 30.1.2021 20:35 Of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. Innlent 30.1.2021 18:44 VG fordæmir skotárásirnar Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka. Innlent 30.1.2021 17:49 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Innlent 30.1.2021 15:43 Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. Innlent 30.1.2021 14:27 Segja ásakanir um sóttvarnabrot ósanngjarnar, ósannar og „hreinlega ærumeiðandi“ Hópur bachatadansara, sem sakaður var um að hafa brotið sóttvarna- og áfengislög á þriðjudag, segir ekkert til í þeim ásökunum sem honum voru borin á hendur. Innlent 30.1.2021 12:31 Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. Innlent 30.1.2021 12:00 Vatn í Jökulsá fór yfir vatnshæðarþröskuldinn Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær. Innlent 30.1.2021 08:30 Kafnandi konu bjargað með Heimlich-aðferðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk um klukkan hálf tíu í gærkvöldi útkall á veitingahús í miðborg Reykjavíkur vegna konu sem gat ekki andað eftir að matur festist í hálsi hennar. Innlent 30.1.2021 08:05 Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Innlent 29.1.2021 15:21 Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Innlent 29.1.2021 14:16 « ‹ 161 162 163 164 165 166 167 168 169 … 279 ›
Grunaður byssumaður losnar úr varðhaldi Karlmaður á sextugsaldri sem grunaður er um að hafa skotið með riffli á fjölskyldubíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra losnar úr gæsluvarðhaldi klukkan fjögur í dag. Héraðssaksóknari taldi ekki grundvöll til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir manninum. Innlent 5.2.2021 14:16
Í haldi lögreglu vegna líkamsárásar Laust fyrir klukkan miðnætti í gær handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu manns í Árbænum sem grunaður er um líkamsárás og brot á vopnalögum. Innlent 5.2.2021 06:47
Á 135 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bíl í Ártúnsbrekkunni eftir hraðamælingu um klukkan átta í gærkvöldi en ökumaðurinn ók bílnum á 135 kílómetra hraða á klukkustund. Leyfilegur hámarkshraði í Ártúnsbrekku er 80 kílómetrar á klukkustund. Innlent 4.2.2021 06:35
Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. Erlent 3.2.2021 21:13
„Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. Innlent 3.2.2021 19:00
Garðkönnu kastað í rúðu á heimili varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í nótt Skemmdarverk voru unnin á heimili Ólafs Kr. Guðmundssonar, varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, í nótt. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi en vildi ekki tjá sig frekar um málið. Innlent 3.2.2021 16:59
Líkama látna líklega velt yfir handriðið og kastað Við rannsókn á dauða manns sem lést eftir fall af svölum fjölbýlishúss í Grafarholti 8. desember 2019, komust sérfræðingar að þeirri niðurstöðu að „utanaðkomandi“ kraftur hefði orðið til þess að maðurinn fór fram af. Innlent 3.2.2021 13:37
Hélt grunuðum þjófi þar til lögregla kom Um klukkan hálffjögur í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem þjófi var haldið í Hafnarfirði. Innlent 3.2.2021 06:24
Fyrrverandi lögreglumaður grunaður um skotárásina á bíl borgarstjóra Maðurinn sem nú er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa skotið úr byssu á bíl Dags B. Eggertssonar er fyrrverandi lögreglumaður. Innlent 2.2.2021 22:36
Vara við svikaskilaboðum sem virðast koma frá Skattinum Lögreglan á Austurlandi varar við sviksamlegum SMS-skilaboðum þar sem óprúttnir aðilar fara undir fölsku flaggi og reyna að leiða viðtakendur skilaboðanna inn á falska heimasíðu Skattsins. Innlent 2.2.2021 21:20
Skotárásin rannsökuð sem valdstjórnarbrot Skotárás sem gerð var á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra fyrir tæpum tveimur vikum er rannsökuð sem brot gegn valdstjórninni. Innlent 2.2.2021 10:22
Síbrotagæsla vegna fjársvika á Facebook Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði um helgina karlmann um þrítugt í síbrotagæslu til 26. febrúar. Var það gert að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á meintum fjársvikum mannsins. Innlent 2.2.2021 10:21
Grunaður um að hafa kveikt í bíl Upp úr klukkan hálftólf í gærkvöldi var tilkynnt um eld í bíl í Austurbænum. Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var einn einstaklingur handtekinn grunaður um að hafa kveikt í bílnum. Var hann færður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Innlent 2.2.2021 06:28
Gæsluvarðhald framlengt þar sem maðurinn er talinn hættulegur Gæsluvarðhaldi yfir öðrum manninum, sem grunaður er um að hafa skotið með riffli á bíl borgarstjóra og inn um rúður á skrifstofu Samfylkingarinnar, hefur verið framlengt til föstudags. Innlent 1.2.2021 19:32
Sigmundi Davíð hafa borist morðhótanir og hann óttaðist um líf sitt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segist hafa fengið að kenna á því vegna þátttöku í stjórnmálum. Meðal annars var ráðist á hann af mikilli hörku. Innlent 1.2.2021 17:14
Of margir í pottinum á Akureyri og aðgengi að lauginni lokað Lögreglan á Norðurlandi eystra hélt úti sérstöku eftirliti með veitingastöðum og hótelum hvað varðar sóttvarnir um helgina. Þá hafði lögreglan afskipti af sundlaugargestum í Sundlaug Akureyrar eftir að tilkynning barst um að heldur þétt væri setið í heita pottinum og var aðgengi að sundlauginni lokað það sem eftir lifði dags að kröfu lögreglu. Innlent 31.1.2021 22:29
Aldrei eins mörg vopnuð útköll Sérsveitin hefur aldrei sinnt eins mörgum vopnuðum útköllum og á síðasta ári. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir heiftuga umræðuna hafa áhrif. Hún hefur sjálf fengið hótanir í starfi sínu. Innlent 31.1.2021 18:30
Grunaðir um líkamsárás og vopnalagabrot Tilkynnt var um líkamsárás í Árbæ upp úr klukkan ellefu í gærkvöldi, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þrír menn voru handteknir grunaðir um árásina og brot á vopnalögum. Innlent 31.1.2021 07:22
Samfylkingin í Reykjavík fordæmir árásirnar Stjórn Samfylkingarfélagsins í Reykjavík fordæmir þær árásir sem starfsstöðvar stjórnmálaflokka á Íslandi hafa orðið fyrir síðustu misserin sem og skotárás sem gerð var á einkabíl borgarstjóra. Innlent 30.1.2021 20:53
Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ Innlent 30.1.2021 20:35
Of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. Innlent 30.1.2021 18:44
VG fordæmir skotárásirnar Flokkráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fordæmir árásir við heimili borgarstjóra og höfuðstöðvar stjórnmálasamtaka. Innlent 30.1.2021 17:49
Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Innlent 30.1.2021 15:43
Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær. Innlent 30.1.2021 14:27
Segja ásakanir um sóttvarnabrot ósanngjarnar, ósannar og „hreinlega ærumeiðandi“ Hópur bachatadansara, sem sakaður var um að hafa brotið sóttvarna- og áfengislög á þriðjudag, segir ekkert til í þeim ásökunum sem honum voru borin á hendur. Innlent 30.1.2021 12:31
Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. Innlent 30.1.2021 12:00
Vatn í Jökulsá fór yfir vatnshæðarþröskuldinn Í kringum miðnætti í nótt fór vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum yfir vatnshæðarþröskuldinn, 520 sentimetra. Vatnshæðin hefur hækkað hægt og rólega síðan um klukkan þrjú síðdegis í gær. Innlent 30.1.2021 08:30
Kafnandi konu bjargað með Heimlich-aðferðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk um klukkan hálf tíu í gærkvöldi útkall á veitingahús í miðborg Reykjavíkur vegna konu sem gat ekki andað eftir að matur festist í hálsi hennar. Innlent 30.1.2021 08:05
Eiginleg sakamálarannsókn ekki hafin vegna kæru Samherja Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum, segir að enn sé verið að afla gagna frá Seðlabankanum vegna kæru Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar á meintum brotum nokkurra þáverandi starfsmanna Seðlabankans í tengslum við rannsókn á ætluðum brotum Samherja á lögum og reglum um gjaldeyrismál. Innlent 29.1.2021 15:21
Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Innlent 29.1.2021 14:16