Segja ásakanir um sóttvarnabrot ósanngjarnar, ósannar og „hreinlega ærumeiðandi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2021 12:31 Dansararnir fóru einhverjir yfir á Forsetann, sem er í næsta húsi við æfingahúsnæðið, og fengu sér þar öl. Vísir Hópur bachatadansara, sem sakaður var um að hafa brotið sóttvarna- og áfengislög á þriðjudag, segir ekkert til í þeim ásökunum sem honum voru borin á hendur. Um hafi verið að ræða dansæfingu þar sem nokkrir aðilar hafi haft áfengi um hönd en að enginn hafi verið ölvaður. Þeim blöskri málflutning sem átt hafi sér stað. Hann sé ósanngjarn, ósannur og „hreinlega ærumeiðandi.“ „Það er okkur algjörlega óskiljanlegt hvað gengur þessum aðilum til sem hafa komið fram með þessar ósönnu ásakanir. Sannleikurinn er sá að á þriðjudagskvöld var haldinn hóptími í dansi með tveimur reyndum danskennurum,“ segir í opnu bréfi sem samfélag bachatadansara birti á Facebook-hópnum Bachateros in Iceland. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á miðvikudagsmorgunn að 25 aðilar hafi verið kærðir fyrir brot á sóttvarnalögum vegna dansæfingarinnar. Þá hafi gestir á dansleiknum farið inn á veitingastaðinn við hliðina á og borið þaðan áfengi og aðrar veitingar yfir á ballið. Fréttastofa greindi frá málinu í vikunni og sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu að þeir sem hafi komið að danssamkvæminu geti búist við sektum fyrir brot á samkomubanni. Í yfirlýsingu bachatadansaranna segir að ekki hafi verið um ball að ræða heldur dansæfingu. Þar sem dans sé íþrótt hafi 50 manns mátt vera á staðnum í samræmi við sóttvarnalög. Hópurinn hafi verið mun minni en leyfi er fyrir á íþróttaæfingum. „Þar stóð yfir dansæfing með 22 einstaklingum sem allir báru grímu þegar lögreglu bar að garði. Það eru 28 einstaklingum færri en leyfi er til að stundi íþróttaæfingar samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir,“ segir í yfirlýsingunni. „Á borðum milli sprittbrúsa voru örfáir drykkir, kannski 5 glös á stangli sem stóðu óhreyfð enda fókusinn á því að dansa. Það sást ekki ölvun á neinum enda ómögulegt að halda á drykk meðan dansaður er samkvæmisdans.“ Þau segja málflutning sem hafi átt sér stað opinberlega ósanngjarnan, ósannan og ærumeiðandi. „Ekki einungis að gestir hafi verið ölvaðir heldur einnig fullyrðingar um að allir yrðu kærðir fyrir áfengislaga og sóttvarnarbort enda liggur engin slík ákvörðun fyrir samkvæmt upplýsingum lögreglu.“ „Lögregla hefði þetta kvöld betur mælt vínanda í blóði viðstaddra. Slíkt hefði tekið af allan vafa um að þarna var um að ræða íþróttastarf en ekki drykkjuskap,“ segir í yfirlýsingunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dans Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Um hafi verið að ræða dansæfingu þar sem nokkrir aðilar hafi haft áfengi um hönd en að enginn hafi verið ölvaður. Þeim blöskri málflutning sem átt hafi sér stað. Hann sé ósanngjarn, ósannur og „hreinlega ærumeiðandi.“ „Það er okkur algjörlega óskiljanlegt hvað gengur þessum aðilum til sem hafa komið fram með þessar ósönnu ásakanir. Sannleikurinn er sá að á þriðjudagskvöld var haldinn hóptími í dansi með tveimur reyndum danskennurum,“ segir í opnu bréfi sem samfélag bachatadansara birti á Facebook-hópnum Bachateros in Iceland. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því á miðvikudagsmorgunn að 25 aðilar hafi verið kærðir fyrir brot á sóttvarnalögum vegna dansæfingarinnar. Þá hafi gestir á dansleiknum farið inn á veitingastaðinn við hliðina á og borið þaðan áfengi og aðrar veitingar yfir á ballið. Fréttastofa greindi frá málinu í vikunni og sagði Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu að þeir sem hafi komið að danssamkvæminu geti búist við sektum fyrir brot á samkomubanni. Í yfirlýsingu bachatadansaranna segir að ekki hafi verið um ball að ræða heldur dansæfingu. Þar sem dans sé íþrótt hafi 50 manns mátt vera á staðnum í samræmi við sóttvarnalög. Hópurinn hafi verið mun minni en leyfi er fyrir á íþróttaæfingum. „Þar stóð yfir dansæfing með 22 einstaklingum sem allir báru grímu þegar lögreglu bar að garði. Það eru 28 einstaklingum færri en leyfi er til að stundi íþróttaæfingar samkvæmt núgildandi reglugerð um sóttvarnir,“ segir í yfirlýsingunni. „Á borðum milli sprittbrúsa voru örfáir drykkir, kannski 5 glös á stangli sem stóðu óhreyfð enda fókusinn á því að dansa. Það sást ekki ölvun á neinum enda ómögulegt að halda á drykk meðan dansaður er samkvæmisdans.“ Þau segja málflutning sem hafi átt sér stað opinberlega ósanngjarnan, ósannan og ærumeiðandi. „Ekki einungis að gestir hafi verið ölvaðir heldur einnig fullyrðingar um að allir yrðu kærðir fyrir áfengislaga og sóttvarnarbort enda liggur engin slík ákvörðun fyrir samkvæmt upplýsingum lögreglu.“ „Lögregla hefði þetta kvöld betur mælt vínanda í blóði viðstaddra. Slíkt hefði tekið af allan vafa um að þarna var um að ræða íþróttastarf en ekki drykkjuskap,“ segir í yfirlýsingunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dans Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent