Kobe Bryant er búinn að fara í aðgerð á öxl og klárt mál að hann spilar ekki meira í vetur.
Fyrr í vikunni var greint frá því að hann yrði líklega frá út tímabilið. Það er nú staðfest. Það sem meira er þá verður hann líklega frá í níu mánuði.
„Ég reikna með því að Kobe nái fullum batta og verði klár í byrjun næsta tímabils," sagði Dr. Neal ElAttrache sem framkvæmdi aðgerðina.
Kobe spilaði 35 leiki í vetur og var með 22,3 stig, 5,7 fráköst og 5,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur ekki skorað svona lítið síðan 1999.
Þessi magnaði leikmaður spilaði aðeins sex leiki á síðasta tímabili og eðlilega velta margir fyrir sér hvort ferill hans sé á enda eftir öll þessi áföll.
Körfubolti