Glæfralegt golfhögg Íslendings vekur heimsathygli - Myndband Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. október 2015 23:00 Þetta er ekki fyrir lofthrædda. Sigurður Hauksson Sigurður Hauksson, 19 ára íslenskur golfari, átti líklega tilþrif vikunnar þegar hann hélt golfbolta á lofti og sló hann í loftinu, á meðan hann stóð ofan á hinum þekkta klett Kjeragbolten í Rogalandi í Noregi. Eins og sjá á myndbandinu hér fyrir ofan er þetta ekki fyrir lofthrædda. Steinninn er í 984 metra hæð yfir sjávarmáli og er skorðaður á milli tveggja kletta. Fyrir neðan bíður ekkert nema hyldýpið en Sigurður lét það ekki á sig fá og hélt golfboltanum nokkru sinnum á lofti áður en hann tók netta sveiflu, standandi á klettinum. Myndbandið hefur farið eins og eldur um sinu á netheimum og hafa t.d. bæði Golf Channel og Golf Digest fjallað um athæfi Sigurðar. Blaðamaður Golf Digest virðist þó ekki hafa verið sérlega hrifinn af sveiflu Sigurðar og gagnrýnir hann hversu illa Sigurður færði þunga sinn á milli lappa í sveiflunni. Sumum virðist einfaldlega ekki vera hægt að gera til geðs. Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Sigurður Hauksson, 19 ára íslenskur golfari, átti líklega tilþrif vikunnar þegar hann hélt golfbolta á lofti og sló hann í loftinu, á meðan hann stóð ofan á hinum þekkta klett Kjeragbolten í Rogalandi í Noregi. Eins og sjá á myndbandinu hér fyrir ofan er þetta ekki fyrir lofthrædda. Steinninn er í 984 metra hæð yfir sjávarmáli og er skorðaður á milli tveggja kletta. Fyrir neðan bíður ekkert nema hyldýpið en Sigurður lét það ekki á sig fá og hélt golfboltanum nokkru sinnum á lofti áður en hann tók netta sveiflu, standandi á klettinum. Myndbandið hefur farið eins og eldur um sinu á netheimum og hafa t.d. bæði Golf Channel og Golf Digest fjallað um athæfi Sigurðar. Blaðamaður Golf Digest virðist þó ekki hafa verið sérlega hrifinn af sveiflu Sigurðar og gagnrýnir hann hversu illa Sigurður færði þunga sinn á milli lappa í sveiflunni. Sumum virðist einfaldlega ekki vera hægt að gera til geðs.
Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira