Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. mars 2016 09:16 Conor McGregor tapaði sínum fyrsta UFC-bardaga á ferlinum í nótt, er Nate Diaz vann hann á hengingu [e. rear naked choke] í annarri lotu í bardaga þeirra í Las Vegas. Þetta var fyrsti bardagi McGregor í veltivigt en það er tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan fjaðurvigt, þar sem hann hefur öllu jöfnu keppt og er ríkjandi UFC-meistari. Upphaflega ætlaði McGregor að færa sig upp um aðeins einn þyngdarflokk og keppa við léttvigtarmeistarann Rafael Dos Anjos en hann var að draga sig úr bardaganum fyrir aðeins ellefu dögum síðan vegna meiðsla. Diaz tók því bardagann að sér með skömmum fyrirvara og hafði McGregor góða stjórn á bardaganum í fyrstu, en fyrirfram var hann talinn talsvert sigurstranglegri.Vísir/GettyMcGregor vankaður McGregor náði að landa nokkrum öflugum vinstri handar höggum í fyrstu lotu og fékk Diaz snemma skurð yfir hægra auganu. Diaz stóð höggin vel af sér og náði McGregor niður seint í fyrstu lotunni, en Írinn var fljótur að bregðast við og ná aftur yfirtökum. Síðari lotann þróaðist á svipaðan máta. McGregor byrjaði vel en svo kom vendipunktur þegar Diaz náði öflugu vinstri handar höggi á McGregor, sem virtist vankaður. McGregor reyndi að standa af sér árás Diaz. Írinn reyndi að koma sér undan höggunum með því að ná Diaz niður í gólfið en átti aldrei möguleika eftir það. Diaz náði stjórn á baki McGregor sem gafst upp eftir að Bandaríkjamaðurinn náði „rear naked choke“ hengingartaki.Vísir/GettyÉg er auðmjúkur í tapi Þetta var þriðja tap McGregor á ferlinum í blönduðum bardagalistum og fyrsta tapið eftir fimmtán sigra í röð. Hann hefur nú unnið alls nítján sigra en tapað þremur. Árangur hans í UFC eru nú sjö sigrar og eitt tap. „Ég tók áhættu með því að fara upp í veltivigt,“ sagði McGregor eftir bardagann í nótt. „Ég fór illa með orkuna mína. En ég er auðmjúkur í bæði sigrum mínum og töpum. Hann tók þennan bardaga með afar skömmum fyrirvara og kláraði verkið.“ „Hann var skilvirkur en ekki ég. Svona lagað gerist. Ég mun læra af þessu og vaxa. Ég tek þessu eins og maður.“ Diaz var sigurreifur eftir bardagann og notaði blótsyrði sem ekki verða höfð eftir hér. „Þetta kom mér ekki á óvart. Það er nýr konungur mættur.“ MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor klárar Diaz í annarri lotu Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. 5. mars 2016 19:15 Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Sjáðu það helsta frá opnu æfingunni í gær Áhorfendur stóðu í biðröð í marga klukkutíma í gær til þess að fylgjast með Conor McGregor æfa á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas. 3. mars 2016 14:00 Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45 Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Sjá meira
Conor McGregor tapaði sínum fyrsta UFC-bardaga á ferlinum í nótt, er Nate Diaz vann hann á hengingu [e. rear naked choke] í annarri lotu í bardaga þeirra í Las Vegas. Þetta var fyrsti bardagi McGregor í veltivigt en það er tveimur þyngdarflokkum fyrir ofan fjaðurvigt, þar sem hann hefur öllu jöfnu keppt og er ríkjandi UFC-meistari. Upphaflega ætlaði McGregor að færa sig upp um aðeins einn þyngdarflokk og keppa við léttvigtarmeistarann Rafael Dos Anjos en hann var að draga sig úr bardaganum fyrir aðeins ellefu dögum síðan vegna meiðsla. Diaz tók því bardagann að sér með skömmum fyrirvara og hafði McGregor góða stjórn á bardaganum í fyrstu, en fyrirfram var hann talinn talsvert sigurstranglegri.Vísir/GettyMcGregor vankaður McGregor náði að landa nokkrum öflugum vinstri handar höggum í fyrstu lotu og fékk Diaz snemma skurð yfir hægra auganu. Diaz stóð höggin vel af sér og náði McGregor niður seint í fyrstu lotunni, en Írinn var fljótur að bregðast við og ná aftur yfirtökum. Síðari lotann þróaðist á svipaðan máta. McGregor byrjaði vel en svo kom vendipunktur þegar Diaz náði öflugu vinstri handar höggi á McGregor, sem virtist vankaður. McGregor reyndi að standa af sér árás Diaz. Írinn reyndi að koma sér undan höggunum með því að ná Diaz niður í gólfið en átti aldrei möguleika eftir það. Diaz náði stjórn á baki McGregor sem gafst upp eftir að Bandaríkjamaðurinn náði „rear naked choke“ hengingartaki.Vísir/GettyÉg er auðmjúkur í tapi Þetta var þriðja tap McGregor á ferlinum í blönduðum bardagalistum og fyrsta tapið eftir fimmtán sigra í röð. Hann hefur nú unnið alls nítján sigra en tapað þremur. Árangur hans í UFC eru nú sjö sigrar og eitt tap. „Ég tók áhættu með því að fara upp í veltivigt,“ sagði McGregor eftir bardagann í nótt. „Ég fór illa með orkuna mína. En ég er auðmjúkur í bæði sigrum mínum og töpum. Hann tók þennan bardaga með afar skömmum fyrirvara og kláraði verkið.“ „Hann var skilvirkur en ekki ég. Svona lagað gerist. Ég mun læra af þessu og vaxa. Ég tek þessu eins og maður.“ Diaz var sigurreifur eftir bardagann og notaði blótsyrði sem ekki verða höfð eftir hér. „Þetta kom mér ekki á óvart. Það er nýr konungur mættur.“
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Conor klárar Diaz í annarri lotu Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. 5. mars 2016 19:15 Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45 Sjáðu það helsta frá opnu æfingunni í gær Áhorfendur stóðu í biðröð í marga klukkutíma í gær til þess að fylgjast með Conor McGregor æfa á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas. 3. mars 2016 14:00 Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45 Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Enski boltinn Fleiri fréttir Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Sjá meira
Gunnar: Conor klárar Diaz í annarri lotu Gunnar Nelson ætlar að fylgjast með vini sínum, Conor McGregor, í sófanum heima hjá sér í nótt. Þá berst Conor við Nate Diaz í Las Vegas. 5. mars 2016 19:15
Conor og Nate hnakkrifust í sjónvarpsviðtali Stuðið í Las Vegas var ekki búið eftir blaðamannafundinn í gær því Conor McGregor og Nate Diaz tókust svo á fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 4. mars 2016 14:45
Sjáðu það helsta frá opnu æfingunni í gær Áhorfendur stóðu í biðröð í marga klukkutíma í gær til þess að fylgjast með Conor McGregor æfa á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas. 3. mars 2016 14:00
Conor glæsilegur á vigtinni | Horfðu á vigtunina Það var brjáluð stemning, og mikil öryggisgæsla, er Conor McGregor og Nate Diaz stigu á vigtina í MGM Grand Garden Arena í nótt. 4. mars 2016 23:45
Conor lofar enn einu rothögginu Conor McGregor stígur inn í búrið í Las Vegas í nótt. Hann er búinn að vinna fimmtán bardaga í röð og ætlar sér að rota Nate Diaz í fyrstu lotu. Conor hefur rotað andstæðinga sína 17 sinnum í 19 sigrum. 5. mars 2016 09:00