Sport

„Vafa­samir dómar sem féllu gegn okkur í þessu ein­vígi“

„Þetta var gríðarlega svekkjandi tap og okkur líður ekki vel með þetta. Okkur fannst við hafa spilað frábæran leik,“ sagði Sölvi Geir Ottesen eftir tap í einvígi Víkings gegn Panathinaikos. Hann var gríðarlega stoltur af frammistöðu sinna manna en svekktur með ákvarðanir dómara í einvíginu.

Fótbolti

Upp­gjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grát­legt tap í Grikk­landi

Víkingur er úr leik í Sambandsdeildinni eftir 2-0 tap í seinni leiknum gegn Panathinaikos. Víkingur var með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn og hélt þeirri stöðu út fyrri hálfleikinn í kvöld, en gríska liðið setti tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði sig áfram í sextán liða úrslit með 3-2 sigri í einvíginu. Tímabili Víkinga er lokið, en nýtt tímabil hefst í næstu viku.

Fótbolti

Gríðar­leg spenna á toppnum

Þegar aðeins einn leikur er eftir í 18. umferð Olís deild karla í handbolta er gríðarleg spenna á toppi sem og botni. Íslandsmeistarar FH eru með 27 stig líkt og Fram, Valur með stigi minna á meðan Afturelding er með 25 stig.

Handbolti

Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann

Orri Freyr Þorkelsson átti frábæran leik í liði Sporting sem mátti þola eins marks tap gegn Íslendingaliði Veszprém í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Dómari leiksins stal hins vegar fyrirsögnunum en það leið yfir hann í fyrri hálfleik leiksins.

Handbolti

Martin: Skemmti­legra að tryggja þetta fyrir fullri höll

Martin Hermannsson var aftur mættur í íslenska landsliðsbúninginn og var frábær í kvöld. Martin skoraði 25 stig en leikurinn var mjög erfiður og fór eiginlega eins illa og hægt var. Martin var samt ekki á því að það væri tilefni til að gefast upp og talaði um að það væri mikið skemmtilegra að trygga sig á lokamót fyrir framan íslenska áhorfendur.

Körfubolti

Sama byrjunar­lið og síðast hjá Víkingum

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, treystir sömu ellefu og byrjuðu fyrri leik Víkinga við gríska stórliðið Panathinaikos. Víkingar leiða með einu þegar liðin mætast í Aþenu en sigurvegari einvígisins fer í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu.

Fótbolti

Býst við Grikkjunum betri í kvöld

Víkingar geta skrifað sögu íslenskra liða í Evrópukeppni enn frekar í kvöld þegar síðari umspilsleikur liðsins við Panathinaikos fer fram í Aþenu. Víkingur leiðir einvígið 2-1 eftir frækinn sigur í Helsinki fyrir viku síðan. Þjálfari liðsins er spenntur fyrir kvöldinu.

Íslenski boltinn

Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi

Luis Rubiales, fyrrverandi formaður spænska knattspyrnusambandsins, var í dag dæmdur sekur um kynferðisofbeldi gegn Jenni Hermoso, með því að halda um höfuð hennar og kyssa hana á munninn eftir að Spánn varð heimsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta sinn árið 2023.

Fótbolti

Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“

Ægir Þór Steinars­son, leik­maður ís­lenska lands­liðsins í körfu­bolta segir mikilvægt fyrir liðið að ein­beita sér að því sem að það getur stjórnað fyrir mikilvægan leik gegn Ung­verja­landi í undan­keppni EM í kvöld. Leik þar sem að Ís­land getur tryggt sér far­miða á EM.

Körfubolti

Víkingar kæmust í 960 milljónir

Ef Víkingum tekst að skrá enn einn nýja kaflann í fótboltasögu Íslands í kvöld, með því að slá út gríska stórveldið Panathinaikos, verður félagið búið að tryggja sér hátt í 960 milljónir króna í verðlaunafé frá UEFA.

Fótbolti

Kennir sjálfum sér um ó­farir Gísla

Bennet Wiegert, þjálfari þýska handboltafélagsins Magdeburg, viðurkennir að Gísli Þorgeir Kristjánsson hafi ekki getað æft í aðdraganda leiksins við Álaborg í gær. Meiðsli hans í leiknum séu á endanum á ábyrgð þjálfarans.

Handbolti