Nota DNA til þess að komast að hlutverki Fayçal Cheffou í hryðjuverkunum í Brussel Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2016 23:29 Lögreglan gengur út frá því að Cheffou sé maðurinn í hvíta jakkanum sem sást á flugvellinum í Brussel Vísir/YOUTUBE Rannsakendur hryðjuverkanna í Brussel nýta sér aðstoð DNA til þess að komast nákvæmlega að því hvert hlutverk Faycal Cheffou hafi verið í hryðjuverkunum í Brussel í síðustu viku. Hann hefur verið ákærður fyrir þátt sinn í hryðjuverkunum. Því hefur verið haldið fram að Cheffou sé maðurinn í hvíta jakkanum á mynd sem lögregla dreifði eftir árásirnar á Zaventem-flugvellinum í Brussel. Þar sést maður í hvítum jakka við hlið bræðranna Ibrahim el-Bakraoui og Najim Laachraoui sem sprengdu sjálfa sig í loft upp á flugvellinum. Belgísk yfirvöld hafa ekki viljað staðfesta það en aðili kunnugur rannsókn málsins segir að lögregla vinni út frá því að Cheffou sé maðurinn í hvíta jakkanum og að lögregla noti nú DNA til þess að komast að því nákvæmlega hvert hlutverk Cheffou hafi verið.Ekki hefur fengið staðfest hvort að Faycal sé í raun og veru maðurinn í hvíta jakkanumVarð æ róttækari með aldrinum Cheffou, 31 árs gamall Belgi, sat í fangelsi þegar hann var átján ára fyrir aðild að morði. Varð hann æ róttækari með aldrinum. Höfðu góðgerðarsamtök í Brussel bent lögreglyfirvöldum á síðasta ári á að Cheffou væri að reyna að fá flóttamenn til liðs við sig. Borgarstjóri Brussel, Yvan Mayer, segir að yfirvöld hafi margsinnis haft afskipti af honum er hann var að reyna að fá unga menn til þess að ganga til liðs við róttæka öfgamenn í Brussel. Rannsókn hryðjuverkanna heldur áfram og lét lögreglan í Belgíu til skarar skríða í Brussel, Mechelen og Duffel á sunnudagmorgun. Níu einstaklingar sem lögreglan telur tengda hryðjuverkum voru færðir til yfirheyrslu en fimm af þeim var seinna sleppt úr haldi. Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fleiri árásir voru í bígerð Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel. 26. mars 2016 07:00 Handsömuðu mann sem grunaður er um að skipuleggja hryðjuverkaárás Lögreglan í Rotterdam handtók í dag mann að beiðni franskra yfirvalda. 27. mars 2016 21:13 Tveir ákærðir í tengslum við árásirnar Fjölmiðlar hafa gert því í skóna að þriðji maðurinn, sem sást á Zaventem-flugvellinum, sé í haldi lögreglu. 26. mars 2016 13:46 Handtökur eftir að ráðist var að minningarathöfn í Brussel Lögreglan í Brussel handtók tíu manns þegar öfgasinnar réðust inn á Place de la Bourse torgið. 27. mars 2016 19:45 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Rannsakendur hryðjuverkanna í Brussel nýta sér aðstoð DNA til þess að komast nákvæmlega að því hvert hlutverk Faycal Cheffou hafi verið í hryðjuverkunum í Brussel í síðustu viku. Hann hefur verið ákærður fyrir þátt sinn í hryðjuverkunum. Því hefur verið haldið fram að Cheffou sé maðurinn í hvíta jakkanum á mynd sem lögregla dreifði eftir árásirnar á Zaventem-flugvellinum í Brussel. Þar sést maður í hvítum jakka við hlið bræðranna Ibrahim el-Bakraoui og Najim Laachraoui sem sprengdu sjálfa sig í loft upp á flugvellinum. Belgísk yfirvöld hafa ekki viljað staðfesta það en aðili kunnugur rannsókn málsins segir að lögregla vinni út frá því að Cheffou sé maðurinn í hvíta jakkanum og að lögregla noti nú DNA til þess að komast að því nákvæmlega hvert hlutverk Cheffou hafi verið.Ekki hefur fengið staðfest hvort að Faycal sé í raun og veru maðurinn í hvíta jakkanumVarð æ róttækari með aldrinum Cheffou, 31 árs gamall Belgi, sat í fangelsi þegar hann var átján ára fyrir aðild að morði. Varð hann æ róttækari með aldrinum. Höfðu góðgerðarsamtök í Brussel bent lögreglyfirvöldum á síðasta ári á að Cheffou væri að reyna að fá flóttamenn til liðs við sig. Borgarstjóri Brussel, Yvan Mayer, segir að yfirvöld hafi margsinnis haft afskipti af honum er hann var að reyna að fá unga menn til þess að ganga til liðs við róttæka öfgamenn í Brussel. Rannsókn hryðjuverkanna heldur áfram og lét lögreglan í Belgíu til skarar skríða í Brussel, Mechelen og Duffel á sunnudagmorgun. Níu einstaklingar sem lögreglan telur tengda hryðjuverkum voru færðir til yfirheyrslu en fimm af þeim var seinna sleppt úr haldi.
Hryðjuverk í Brussel Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fleiri árásir voru í bígerð Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel. 26. mars 2016 07:00 Handsömuðu mann sem grunaður er um að skipuleggja hryðjuverkaárás Lögreglan í Rotterdam handtók í dag mann að beiðni franskra yfirvalda. 27. mars 2016 21:13 Tveir ákærðir í tengslum við árásirnar Fjölmiðlar hafa gert því í skóna að þriðji maðurinn, sem sást á Zaventem-flugvellinum, sé í haldi lögreglu. 26. mars 2016 13:46 Handtökur eftir að ráðist var að minningarathöfn í Brussel Lögreglan í Brussel handtók tíu manns þegar öfgasinnar réðust inn á Place de la Bourse torgið. 27. mars 2016 19:45 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Fleiri fréttir Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Sjá meira
Fleiri árásir voru í bígerð Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel. 26. mars 2016 07:00
Handsömuðu mann sem grunaður er um að skipuleggja hryðjuverkaárás Lögreglan í Rotterdam handtók í dag mann að beiðni franskra yfirvalda. 27. mars 2016 21:13
Tveir ákærðir í tengslum við árásirnar Fjölmiðlar hafa gert því í skóna að þriðji maðurinn, sem sást á Zaventem-flugvellinum, sé í haldi lögreglu. 26. mars 2016 13:46
Handtökur eftir að ráðist var að minningarathöfn í Brussel Lögreglan í Brussel handtók tíu manns þegar öfgasinnar réðust inn á Place de la Bourse torgið. 27. mars 2016 19:45