Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - KR 2-2 | Jafntefli í Laugardalnum. Smári Jökull Jónsson skrifar 8. maí 2016 23:15 Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR. vísir/ernir Þróttur og KR gerðu 2-2 jafntefli á Gervigrasinu í Laugardal í kvöld. Dion Acoff kom Þrótturum yfir en Óskar Örn Hauksson jafnaði úr víti í lok fyrri hálfleiks. Emil Atlason kom heimamönnum yfir á nýjan leik en varamaðurinn Kennie Chopart náði að jafna tíu mínútum fyrir leikslok. Þetta voru fyrstu stig Þróttara í Pepsi-deildinni en annað jafntefli KR.Af hverju varð jafntefli?KR nýtti ekki þau færi sem liðið fékk í leiknum og hefðu átt að skora fleiri mörk. Þeir komu sér oft í ágætar stöður framarlega á vellinum en færanýtingin var ekki góð. Þróttarar lágu hins vegar til baka í leiknum og beittu skyndisóknum. Það var einmitt úr einni slíkri sem Dion Acoff kom þeim yfir í fyrri hálfleik. Einbeitingarleysi í vörn KR kostaði svo annað markið þegar Emil Atlason fékk boltann til sín, á markteig, eftir hornspyrnu. Mark Kennie Chopart á 80.mínútu kom eftir frábæra sendingu Morten Beck sem var hættulegur í bakverðinum hjá KR og átti oft góðar rispur upp völlinn.Þessir stóðu uppúr:Emil Atlason var mikilvægur í liði Þróttar og bæði lagði upp mark fyrir Dion Acoff og skoraði sjálfur. Hann var sívinnandi í framlínunni og hljóp mikið. Hann fær nafnbótina maður leiksins. Ragnar Pétursson var ágætur á miðjunni sem og Sebastian Svärd í miðri vörninni. Acoff skoraði mark og gæti orðið mikilvægur fyrir Þróttara í sumar með hraða sínum og leikni. Hjá KR var Óskar Örn Hauksson öflugur og skapaði oft hættu. Þá var Morten Beck góður í hægri bakverðinum og átti ófáa sprettina upp kantinn auk góðra fyrirgjafa. Sending hans á Kennie Chopart í jöfnunarmarkinu var frábær. Góður leikmaður sem KR hefur náð í þar. Kennie átti góða innkomu af varamannabekknum og spurning hvort hann byrji í næsta leik.Hvað gekk illa?KR gekk fyrst og fremst illa að nýta færin sín. Þeir sköpuðu sér nokkur góð marktækifæri en nýttu þau ekki vel. Bjarni þarf að senda sína menn á skotæfingar fyrir næstu umferð. Þeir söknuðu Hólmberts Arons Friðjónssonar sem var frá vegna meiðsla en hann á að sjá um að skora fyrir þá í sumar. Þrótturum gekk oft á tíðum illa að halda boltanum innan liðsins og það varð til þess að löngum stundum leiksins voru þeir í varnarhlutverkinu. Pressa KR varð því oft á tíðum þung og Þróttarar verða að reyna að halda boltanum betur sín á milli. Trausta Sigurbjörnssyni gekk á köflum illa að halda á boltanum. Hann fór í nokkur úthlaupin og missti boltann frá sér í einhver skipti. Hann þarf að passa sig á þessu ef ekki á illa að fara.Hvað gerist næst?KR fær FH í heimsókn á Alvogen völlinn í stórleik næstu umferðar. Hólmbert Aron Friðjónsson verður líklega kominn aftur í liðið eftir meiðsli og verður það kærkomin viðbót fyrir Bjarna Guðjónsson. Með aðeins tvö stig eftir tvær umferðir ætla KR-ingar sér eflaust ekkert annað en sigur gegn Íslandsmeisturunum. Tap í þeim leik og þá verður komin krísa í Vesturbænum. Þróttarar fara í Garðabæinn og mæta þar Stjörnunni. Það verður ekki auðvelt því Stjarnan hefur á að skipa gríðarsterku liði og er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. Þróttarar vissu það þegar mótið hófst að leikjaplanið væri erfitt í fyrstu leikjunum, gegn FH, KR og Þrótti. Gregg Ryder þjálfari hefur eflaust undirbúið sína menn fyrir það. Gregg: Emil fær sekt fyrir að fagna ekkiGregg Ryder þjálfari Þróttar var sáttur með stigið gegn KR í kvöld en vildi meina að Þróttarar hefðu getað stolið stigunum þremur. "Ég er ánægður með stigið en að sama skapi svekktur að hafa ekki náð þremur því við tókum forystuna í tvígang. Fyrra markið kom á slæmum tíma og tilfinningarnar eru blendnar eftir leikinn," sagði Gregg í samtali við Vísi eftir leik. "Mér finnst þetta sanngjörn úrslit. Þeir fengu góð færi en við vorum hættulegir í skyndisóknum. Mínir menn lögðu á sig mikla vinnu og eiga skilið þetta stig." Þróttarar lágu til baka í leiknum í dag og treystu á skyndisóknir. KR var mun meira með boltann og sagði Gregg að þeir höfðu búið sig undir þetta fyrir leikinn. "Við horfðum á leikinn þeirra gegn Víkingi og þá áttu þeir í erfiðleikum með að skapa færi. Við vildum pirra þá og svo nota hraðann í skyndisóknum. Mér fannst það ganga nokkuð vel." "KR spilaði aðeins meiri bolta en ég hef séð þá gera undanfarið. Þeir létu boltann ganga vel og þeir eru með frábæra leikmenn," bætti Gregg við. Emil Atlason lagði upp fyrra mark Þróttar og skoraði það síðara. Gregg var ánægður með hans framlag. "Í fyrsta lagi þá fær hann sekt fyrir að hafa ekki fagnað, framherjar eiga að fagna mörkum. En Emil er frábær strákur og mér finnst frábært að vinna með honum. Hann er með mikla orku og gefur liðinu okkar mikið. Hann á skilið meira hrós en hann fær," sagði Gregg að lokum. Bjarni: Við eigum að fá vítiBjarni Guðjónsson var vonsvikinn eftir 2-2 jafnteflið í Laugardalnum í kvöld og vildi meina að hans menn hefðu verið rændir vítaspyrnu. "Við erum drullusvekktir með að ná bara einu stigi hér í kvöld. Þetta eru klaufaleg mörk sem við fáum á okkur og um einbeitingarleysi að ræða í bæði skiptin. Þar fyrir utan finnst mér við stýra leiknum og skorum fínt mark úr vítinu og svo mjög gott mark í seinni hálfleik," sagði Bjarni í samtali við Vísi eftir leik. "Við eigum að fá víti. Hann ákveður að spjalda Denis fyrir dýfu og ég held að það hafi alveg verið klárt að það var víti. Svona hlutir breyta auðvitað leikjum. En við eigum að vera betri en dómararnir þegar þeir fara svona með ákvarðanirnar sínar. Við fengum færi til að klára leikinn," bætti Bjarni við. KR var mun meira með boltann í leiknum og skapaði sér töluvert af færum sem ekki nýttust. "Við fáum færi þar sem við erum að setja boltann yfir og framhjá og þetta eru hlutir sem hafa verið að ganga mjög vel á undirbúningstímabilinu. Svo er brotið á okkur í eitt skipti. Við höfum verið að skapa færi á ýmsan hátt á undirbúningstímabilinu en í dag náðum við því miður bara að koma boltanum tvisvar sinnum í netið." KR mætir FH í næsta leik í Vesturbænum en Íslandsmeistararnir eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. "Nú þurfum við bara að fara í endurheimt og svo í fullan fókus á leikinn á fimmtudaginn. Þetta er ekki það sem við lögðum upp með, að vera með tvö stig eftir tvo leiki," sagði Bjarni að lokum. Emil: Ljótasta mark sem ég hef skoraðEmil Atlason var öflugur í liði Þróttara í kvöld og bæði lagði upp og skoraði mark. Hann var nokkuð sáttur í leikslok þegar Vísir talaði við hann. "Þetta var flottur leikur. Við vorum með þá áætlun að verjast og beita skyndisóknum og mér fannst það takast ágætlega. Ég er sáttur, það er alltaf gaman að skora og sérstaklega á heimavelli." Emil þurfti að hlaupa mikið og elta KR-inga sem voru mun meira með boltann en Þróttarar. "Þeir eru með sín gæði og með frábært lið. Það er erfitt að verjast þeim en mér fannst við alveg standa í þeim," bætti Emil við. Mark Emil kom eftir hornspyrnu og er langt frá því að vera fallegasta markið sem Emil hefur skorað á ferlinum. "Ég fékk boltann í hnéð og stýrði honum inn. Þetta er líklega eitt af þeim ljótari mörkum sem ég hef skorað," sagði Emil brosandi að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Þróttur og KR gerðu 2-2 jafntefli á Gervigrasinu í Laugardal í kvöld. Dion Acoff kom Þrótturum yfir en Óskar Örn Hauksson jafnaði úr víti í lok fyrri hálfleiks. Emil Atlason kom heimamönnum yfir á nýjan leik en varamaðurinn Kennie Chopart náði að jafna tíu mínútum fyrir leikslok. Þetta voru fyrstu stig Þróttara í Pepsi-deildinni en annað jafntefli KR.Af hverju varð jafntefli?KR nýtti ekki þau færi sem liðið fékk í leiknum og hefðu átt að skora fleiri mörk. Þeir komu sér oft í ágætar stöður framarlega á vellinum en færanýtingin var ekki góð. Þróttarar lágu hins vegar til baka í leiknum og beittu skyndisóknum. Það var einmitt úr einni slíkri sem Dion Acoff kom þeim yfir í fyrri hálfleik. Einbeitingarleysi í vörn KR kostaði svo annað markið þegar Emil Atlason fékk boltann til sín, á markteig, eftir hornspyrnu. Mark Kennie Chopart á 80.mínútu kom eftir frábæra sendingu Morten Beck sem var hættulegur í bakverðinum hjá KR og átti oft góðar rispur upp völlinn.Þessir stóðu uppúr:Emil Atlason var mikilvægur í liði Þróttar og bæði lagði upp mark fyrir Dion Acoff og skoraði sjálfur. Hann var sívinnandi í framlínunni og hljóp mikið. Hann fær nafnbótina maður leiksins. Ragnar Pétursson var ágætur á miðjunni sem og Sebastian Svärd í miðri vörninni. Acoff skoraði mark og gæti orðið mikilvægur fyrir Þróttara í sumar með hraða sínum og leikni. Hjá KR var Óskar Örn Hauksson öflugur og skapaði oft hættu. Þá var Morten Beck góður í hægri bakverðinum og átti ófáa sprettina upp kantinn auk góðra fyrirgjafa. Sending hans á Kennie Chopart í jöfnunarmarkinu var frábær. Góður leikmaður sem KR hefur náð í þar. Kennie átti góða innkomu af varamannabekknum og spurning hvort hann byrji í næsta leik.Hvað gekk illa?KR gekk fyrst og fremst illa að nýta færin sín. Þeir sköpuðu sér nokkur góð marktækifæri en nýttu þau ekki vel. Bjarni þarf að senda sína menn á skotæfingar fyrir næstu umferð. Þeir söknuðu Hólmberts Arons Friðjónssonar sem var frá vegna meiðsla en hann á að sjá um að skora fyrir þá í sumar. Þrótturum gekk oft á tíðum illa að halda boltanum innan liðsins og það varð til þess að löngum stundum leiksins voru þeir í varnarhlutverkinu. Pressa KR varð því oft á tíðum þung og Þróttarar verða að reyna að halda boltanum betur sín á milli. Trausta Sigurbjörnssyni gekk á köflum illa að halda á boltanum. Hann fór í nokkur úthlaupin og missti boltann frá sér í einhver skipti. Hann þarf að passa sig á þessu ef ekki á illa að fara.Hvað gerist næst?KR fær FH í heimsókn á Alvogen völlinn í stórleik næstu umferðar. Hólmbert Aron Friðjónsson verður líklega kominn aftur í liðið eftir meiðsli og verður það kærkomin viðbót fyrir Bjarna Guðjónsson. Með aðeins tvö stig eftir tvær umferðir ætla KR-ingar sér eflaust ekkert annað en sigur gegn Íslandsmeisturunum. Tap í þeim leik og þá verður komin krísa í Vesturbænum. Þróttarar fara í Garðabæinn og mæta þar Stjörnunni. Það verður ekki auðvelt því Stjarnan hefur á að skipa gríðarsterku liði og er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. Þróttarar vissu það þegar mótið hófst að leikjaplanið væri erfitt í fyrstu leikjunum, gegn FH, KR og Þrótti. Gregg Ryder þjálfari hefur eflaust undirbúið sína menn fyrir það. Gregg: Emil fær sekt fyrir að fagna ekkiGregg Ryder þjálfari Þróttar var sáttur með stigið gegn KR í kvöld en vildi meina að Þróttarar hefðu getað stolið stigunum þremur. "Ég er ánægður með stigið en að sama skapi svekktur að hafa ekki náð þremur því við tókum forystuna í tvígang. Fyrra markið kom á slæmum tíma og tilfinningarnar eru blendnar eftir leikinn," sagði Gregg í samtali við Vísi eftir leik. "Mér finnst þetta sanngjörn úrslit. Þeir fengu góð færi en við vorum hættulegir í skyndisóknum. Mínir menn lögðu á sig mikla vinnu og eiga skilið þetta stig." Þróttarar lágu til baka í leiknum í dag og treystu á skyndisóknir. KR var mun meira með boltann og sagði Gregg að þeir höfðu búið sig undir þetta fyrir leikinn. "Við horfðum á leikinn þeirra gegn Víkingi og þá áttu þeir í erfiðleikum með að skapa færi. Við vildum pirra þá og svo nota hraðann í skyndisóknum. Mér fannst það ganga nokkuð vel." "KR spilaði aðeins meiri bolta en ég hef séð þá gera undanfarið. Þeir létu boltann ganga vel og þeir eru með frábæra leikmenn," bætti Gregg við. Emil Atlason lagði upp fyrra mark Þróttar og skoraði það síðara. Gregg var ánægður með hans framlag. "Í fyrsta lagi þá fær hann sekt fyrir að hafa ekki fagnað, framherjar eiga að fagna mörkum. En Emil er frábær strákur og mér finnst frábært að vinna með honum. Hann er með mikla orku og gefur liðinu okkar mikið. Hann á skilið meira hrós en hann fær," sagði Gregg að lokum. Bjarni: Við eigum að fá vítiBjarni Guðjónsson var vonsvikinn eftir 2-2 jafnteflið í Laugardalnum í kvöld og vildi meina að hans menn hefðu verið rændir vítaspyrnu. "Við erum drullusvekktir með að ná bara einu stigi hér í kvöld. Þetta eru klaufaleg mörk sem við fáum á okkur og um einbeitingarleysi að ræða í bæði skiptin. Þar fyrir utan finnst mér við stýra leiknum og skorum fínt mark úr vítinu og svo mjög gott mark í seinni hálfleik," sagði Bjarni í samtali við Vísi eftir leik. "Við eigum að fá víti. Hann ákveður að spjalda Denis fyrir dýfu og ég held að það hafi alveg verið klárt að það var víti. Svona hlutir breyta auðvitað leikjum. En við eigum að vera betri en dómararnir þegar þeir fara svona með ákvarðanirnar sínar. Við fengum færi til að klára leikinn," bætti Bjarni við. KR var mun meira með boltann í leiknum og skapaði sér töluvert af færum sem ekki nýttust. "Við fáum færi þar sem við erum að setja boltann yfir og framhjá og þetta eru hlutir sem hafa verið að ganga mjög vel á undirbúningstímabilinu. Svo er brotið á okkur í eitt skipti. Við höfum verið að skapa færi á ýmsan hátt á undirbúningstímabilinu en í dag náðum við því miður bara að koma boltanum tvisvar sinnum í netið." KR mætir FH í næsta leik í Vesturbænum en Íslandsmeistararnir eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. "Nú þurfum við bara að fara í endurheimt og svo í fullan fókus á leikinn á fimmtudaginn. Þetta er ekki það sem við lögðum upp með, að vera með tvö stig eftir tvo leiki," sagði Bjarni að lokum. Emil: Ljótasta mark sem ég hef skoraðEmil Atlason var öflugur í liði Þróttara í kvöld og bæði lagði upp og skoraði mark. Hann var nokkuð sáttur í leikslok þegar Vísir talaði við hann. "Þetta var flottur leikur. Við vorum með þá áætlun að verjast og beita skyndisóknum og mér fannst það takast ágætlega. Ég er sáttur, það er alltaf gaman að skora og sérstaklega á heimavelli." Emil þurfti að hlaupa mikið og elta KR-inga sem voru mun meira með boltann en Þróttarar. "Þeir eru með sín gæði og með frábært lið. Það er erfitt að verjast þeim en mér fannst við alveg standa í þeim," bætti Emil við. Mark Emil kom eftir hornspyrnu og er langt frá því að vera fallegasta markið sem Emil hefur skorað á ferlinum. "Ég fékk boltann í hnéð og stýrði honum inn. Þetta er líklega eitt af þeim ljótari mörkum sem ég hef skorað," sagði Emil brosandi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira