Íslenski boltinn

Upp­gjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi

Á dögunum var lýst eftir 26 ára gömlum manni. Dökkhærðum, smágerðum, örvfættum og illviðráðanlegum hægri kantmanni að nafni Jónatan Ingi Jónsson. Leitin hefur staðið yfir um hríð. Allar götur síðan 22. ágúst, þegar hann skoraði síðast mark fyrir Val í Bestu deildinni. Hann fannst á Hlíðarenda í kvöld og skilaði liði sínu einkar mikilvægum 3-2 sigri á Stjörnunni sem skýtur Val í Evrópu að ári.

Íslenski boltinn

Markasúpa í Grafar­holtinu

Fram og Tindastóll gerðu 3-3 jafntefli í 20. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Fyrir leik var vitað að gestirnir frá Sauðárkróki væru fallnir og að nýliðar Fram myndu halda sæti sínu.

Íslenski boltinn

„Næg er neikvæðnin í kringum okkur“

Óskar Hrafn Þorvaldsson segir leikmenn KR ekki hafa náð að endurstilla sig eftir að hafa komist yfir í uppbótartíma, sem gerði það að verkum að Afturelding skoraði jöfnunarmark í hádramatísku 2-2 jafntefli á Meistaravöllum. Þrátt fyrir svekkjandi niðurstöðu fyrir KR var stemningin inni í klefa góð, því næg er neikvæðnin annars staðar.

Íslenski boltinn

Stjarnan - FH 3-4 | FH endur­heimti annað sætið

FH sigraði Stjörnuna 3-4 í frábærum knattspyrnuleik á Samsungvellinum í Garðabænum í kvöld. FH liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn sanngjarn, en torsóttur var hann gegn öflugum Stjörnukonum sem hefur svo sannarlega vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið.

Íslenski boltinn

Arf­taki Heimis fundinn: „Alltaf á­hætta að gera breytingar“

„Við erum búnir að ráða þjálfara en það verður væntanlega ekki tilkynnt fyrr en í lok október,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann viðurkennir að það sé áhætta að segja aftur skilið við þjálfarann Heimi Guðjónsson en segir Heimi hafa tekið þeirri ákvörðun af fagmennsku.

Íslenski boltinn

„Það er allt mögu­legt“

Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti.

Íslenski boltinn

Heimir yfir­gefur FH að tíma­bilinu loknu

Heimir Guðjónsson mun hætta sem þjálfari FH þegar tímabilinu í Bestu deild karla í fótbolta lýkur. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum sínum nú í kvöld, þriðjudag. Samningur Heimis rennur út að tímabilinu loknu og hefur verið ákveðið að framlengja hann ekki.

Íslenski boltinn