Eldri Bretar kusu framtíð sem hinir yngri vilja ekki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2016 13:30 Ungir Bretar kusu með yfirgnæfandi meirihluta með því að Bretland yrði áfram í ESB. Þeir kenna þeim eldri um niðurstöður kosninganna. Vísir/Getty Bretland kaus í gær að yfirgefa Evrópusambandið í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar rýnt er í tölurnar sést að yngri kynslóðir Bretlands kusu frekar með því að halda áfram innan Evrópusambandsins en þær eldri vildu brotthvarf Bretlands. Margir ungir Breta eru reiðir út í eldri samlanda sínum og kenna þeim um niðurstöðu kosninganna. Samkvæmt könnun YouGov kusu 75 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-24 með því að Bretland yrði áfram í ESB en 56 prósent þeirra sem eru á aldrinum 50-54 ára og 61 prósent þeirra sem eldri eru en 65 ára kusu með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér fyrir neðan.Í úttekt New York Times um niðurstöður atkvæðagreiðslunnar er reynt að leita svara við þessari aldursskiptingu og þar segir að eldri kjósendur séu margir hverjir á eftirlaunum eða með fastar tekjur. Þeir þurfi því ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af slæmum efnahagslegum áhrifum brotthvarfs Breta til skamms tíma. Þeir eigi einnig skemmri tíma eftir ólifað og reikni því ekki með að eiga hlutdeild í efnahagslegum ávinningi sem fæst með því að vera áfram í ESB. Yngri kjósendur hafi hinsvegar bæði meiru að tapa vegna efnahagslegra áhrifa af brotthvarfi Bretlands úr ESB auk þess sem að nú lítur út fyrir að þeir geti ekki unnið hvar sem er í Evrópu, líkt og áður, en algjör óvissa ríkir nú um framtíðarfyrirkomulag sambands Bretlands við ESB. Á samfélagsmiðlum má glögglega sjá unga Breta lýsa yfir reiði sinni vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og kenna þeir margir hverjir hinum eldri um niðurstöðuna.Older generations voted for a future the younger generation didn't want. I am actually shocked.— Tay (@tay_azalea) June 24, 2016 The older generation picks what happens, the younger generation has to live with it #EURefResults— Henry Gallagher (@HenryGallagherx) June 24, 2016 What have we just done? And by 'we', I mean largely older generation who voted leave and have just condemned my generation even further.— Ben Travis (@BenSTravis) June 24, 2016 Waking up to the #EURefResults and realising the older generation have just ruined our future pic.twitter.com/U6XE3TM6ZK— Toby, or not Toby (@Toby_Pickard) June 24, 2016 I'm scared. Jokes aside I'm actually scared. Today an older generation has voted to ruin the future for the younger generation. I'm scared.— Chai Cameron (@MyNamesChai) June 24, 2016 Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær Bretland mun segja sig úr ESB. Um leið og formlega er tilkynnt er um úrsögn Bretlands úr ESB hafa Bretar og ESB tvö ár til þess að semja um skilmála brotthvarfsins. Alls óvíst er hvað tekur við en væntanleg úrsögn Bretlands er fordæmalaus þar sem ekkert ríki hefur áður sagt sig úr ESB. Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Bretland kaus í gær að yfirgefa Evrópusambandið í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar rýnt er í tölurnar sést að yngri kynslóðir Bretlands kusu frekar með því að halda áfram innan Evrópusambandsins en þær eldri vildu brotthvarf Bretlands. Margir ungir Breta eru reiðir út í eldri samlanda sínum og kenna þeim um niðurstöðu kosninganna. Samkvæmt könnun YouGov kusu 75 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-24 með því að Bretland yrði áfram í ESB en 56 prósent þeirra sem eru á aldrinum 50-54 ára og 61 prósent þeirra sem eldri eru en 65 ára kusu með því að Bretland myndi yfirgefa ESB. Niðurstöður könnunarinnar má sjá hér fyrir neðan.Í úttekt New York Times um niðurstöður atkvæðagreiðslunnar er reynt að leita svara við þessari aldursskiptingu og þar segir að eldri kjósendur séu margir hverjir á eftirlaunum eða með fastar tekjur. Þeir þurfi því ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af slæmum efnahagslegum áhrifum brotthvarfs Breta til skamms tíma. Þeir eigi einnig skemmri tíma eftir ólifað og reikni því ekki með að eiga hlutdeild í efnahagslegum ávinningi sem fæst með því að vera áfram í ESB. Yngri kjósendur hafi hinsvegar bæði meiru að tapa vegna efnahagslegra áhrifa af brotthvarfi Bretlands úr ESB auk þess sem að nú lítur út fyrir að þeir geti ekki unnið hvar sem er í Evrópu, líkt og áður, en algjör óvissa ríkir nú um framtíðarfyrirkomulag sambands Bretlands við ESB. Á samfélagsmiðlum má glögglega sjá unga Breta lýsa yfir reiði sinni vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar og kenna þeir margir hverjir hinum eldri um niðurstöðuna.Older generations voted for a future the younger generation didn't want. I am actually shocked.— Tay (@tay_azalea) June 24, 2016 The older generation picks what happens, the younger generation has to live with it #EURefResults— Henry Gallagher (@HenryGallagherx) June 24, 2016 What have we just done? And by 'we', I mean largely older generation who voted leave and have just condemned my generation even further.— Ben Travis (@BenSTravis) June 24, 2016 Waking up to the #EURefResults and realising the older generation have just ruined our future pic.twitter.com/U6XE3TM6ZK— Toby, or not Toby (@Toby_Pickard) June 24, 2016 I'm scared. Jokes aside I'm actually scared. Today an older generation has voted to ruin the future for the younger generation. I'm scared.— Chai Cameron (@MyNamesChai) June 24, 2016 Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær Bretland mun segja sig úr ESB. Um leið og formlega er tilkynnt er um úrsögn Bretlands úr ESB hafa Bretar og ESB tvö ár til þess að semja um skilmála brotthvarfsins. Alls óvíst er hvað tekur við en væntanleg úrsögn Bretlands er fordæmalaus þar sem ekkert ríki hefur áður sagt sig úr ESB.
Brexit Tengdar fréttir Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52 David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30 Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33 Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25 Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Skotar þegar byrjaðir að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Þetta segir Nicola Sturgeon, forseti heimastjórnar skosku heimastjórnarinnar. 24. júní 2016 10:52
David Cameron segir af sér David Cameron forsætisráðherra Bretlands ætlar að segja af sér í ljósi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem fram fór í gær þar sem Bretar ákváðu að segja sig úr Evrópusambandinu. Cameron sagði í yfirlýsinu nú fyrir stundu að hann muni hverfa úr embætti forsætisráðherra fyrir næsta flokksþing Íhaldsflokksins í október næstkomandi. 24. júní 2016 07:30
Útganga Breta úr ESB muni hafa mikil áhrif á Ísland Dósent í stjórnmálafræði býst við að ákvörðun Breta um að ganga úr Evrópusambandinu muni hafa mikil áhrif á Ísland. 24. júní 2016 10:33
Bretar ganga úr Evrópusambandinu Bretar völdu sér það hlutskipti að ganga úr Evrópusambandinu í sögulegri þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. 24. júní 2016 06:25
Hvað tekur nú við eftir ákvörðun Breta um að yfirgefa Evrópusambandið? Bretland er klofið eftir niðurstöðu Brexit-atkvæðagreiðslunnar. 24. júní 2016 10:15