Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - FH 1-1 | Sjáðu mörkin úr Eyjum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2016 19:30 ÍBV batt enda á þriggja leikja taphrin og FH hélt áfram að tapa ekki þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli á Hásteinsvelli í dag. Leikurinn var fyrsti leikurinn í 11. umferð Pepsi-deildar karla. Leikurinn var bragðdaufur framan af en fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik annað en að allt of mörg gul spjöld fóru á loft. Erlendur Eiríksson, spjaldaglaður dómari leiksins, passaði sig þó á því að missa sig ekki í gleðinni og sparaði því rauða kortið. Tvö mörk litu dagsins ljós og þau voru bæði skoruð af FH-ingum. Jeremy Serwy skoraði auðveldlega í upphafi síðari hálfleiks eftir skelfileg mistök Derby Carrillo í marki ÍBV. Undir lok leiksins skoraði Bergsveinn Ólafsson, varnarmaður FH, sjálfsmark þegar skot Sören Andreasen fór af honum og í netið.Af hverju skildu liðin jöfn?Eftir að Fimleikafélagið komst yfir var fátt sem benti til annars en að liðið myndi halda þeirri forystu. Gestirnir voru líklegri til að bæta við marki og sóknarleikur ÍBV virkaði afar bitlaus. Eyjamenn nýttu sér einbeitingarskort andstæðinga sinna og fara eflaust sáttir af velli með stigið. Sé aðeins horft einföldustu tölfræðiþætti þá verða leikir ekki mikið jafnari en þessi. Bæði lið áttu sjö skot og þar af tvö á rammann. Að auki fengu bæði tvær rangstöður dæmdar á sig en FH fékk einu fleiri hornspyrnur en ÍBV. Það breytir því ekki að stærstan hluta leiksins réðu FH-ingar ferðinni og fátt virtist benda til annars en að þeir ætluðu að sigla þremur stigum í örugga höfn. Þeir geta í raun sjálfum sér um kennt að hafa tapað sigrinum.Þessir stóðu upp úrSatt best að segja var enginn áberandi góður. Í liði heimamanna má nefna Jonathan Hendrickx en hann steig vart feilskref í hægri bakverðinum. Í marki gestanna var Gunnar Nielsen afar öruggur í því litla sem hann þurfti að gera. Í liði heimamanna var Pablo Punyed einna líflegastur. Pablo hljóp á við tvo og var duglegur en skapaði að vísu ekki mjög mikið. Einnig má nefna framlag Jóns Ingasonar í vinstri bakverðinum. Hann gaf ekki mörg færi á sér, bjargaði vel í tvígang og var nokkuð öruggur lengst af.Hvað mátti betur fara? Í marki heimamanna var Derby Carrillo oft vafasamur. Mark FH skrifast alfarið á hann og skógarhlaup hans. Hann fór í fleiri slík, sem hann komst upp með, en öðrum stundum var hann límdur við línuna. Eftir því sem leið á leikinn virtist draga mjög af nokkrum leikmönnum ÍBV. Elvar Ingi Vignisson byrjaði upp á topp og gerði afar vel í að taka á móti og halda boltanum en í síðari hálfleik var ekki mikið eftir á tanknum. Sömu sögu má segja af Jonathan Barden sem var alveg hættur að hlaupa þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Hjá FH þá gekk illa að halda boltanum innan liðsins. Fremstu fjórir fengu ekki úr miklu að moða og mikið var um háloftabolta. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Hvað gerist næst? FH-ingar eru enn á toppnum en þeir gefa liðunum fyrir neðan sig ágætt færi á að hanga í kjölsoginu. Það er þeim til happs að næstu fjögur lið fyrir neðan þá mæta hvort öðru á morgun. Víkingur Ó. tekur á móti Stjörnunni og Fjölnir fær Breiðablik í heimsókn. Næsti leikur FH í deild er gegn botnliði Þróttar en þar áður á liðið leik gegn Dundalk í Meistaradeildinni. Liðið verður að gera betur í að spila boltanum á milli sín í þeim leikjum. ÍBV er eftir leikinn enn í sjöunda sæti en nú með jafnmörg stig og Valur. Næsti leikur er gegn sjóðheitum Skagamönnum og fer leikurinn fram uppi á landi. Staða ÍBV er slíkt að það þarf ekki nema einn tvo sigra til að skila liðinu upp í efri hlutann. Það þarf heldur ekki nema eitt tvö töp til að draga þá niður í fallhættu.Heimir Guðjónsson.Vísir/AntonHeimir: Hefði tekið þrjú stig í stað metsins „Það hlýtur að vera jákvætt að eiga einhver met en ég hefði frekar viljað þrjú stig í dag heldur en að lesa um það í morgun að ég væri sigursælasti þjálfari efstu deildar,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í leikslok. Heimir var örlítið svekktur í leikslok. Að hans mati var lið hans ekkert sérstakt í fyrri hálfleik en gott á löngum köflum í þeim síðari. „Við skoruðum heppnismark og eftir það fengum við tvo, þrjá sénsa til að koma okkur í góða stöðu. En mistök í varnarleiknum þýða að við missum stig.“ Næsti leikur liðisins er í Hafnarfirði á móti írska liðinu Dundalk í Meistaradeildinni. „Við verðum að halda boltanum betur innan liðsins og passa sendingarnar. Í þeim leik erum við að vísu mættir á okkar heimavöll sem við þekkjum vel og kunnum vel við okkur á.“ Atli Guðnason, framherji FH, lauk leiknum á sjúkrabörum og var að lokum fluttur á brott í sjúkrabíl. Heimir vildi ekki segja mikið um meiðsl markahróksins. „Ég talaði við sjúkraþjálfarann og hann er á leið í myndatöku. Ég þori ekki að tjá mig um þetta þar sem ég þekki þetta ekki almennilega.“ Bjarni Jóhannsson.vísir/anton brinkBjarni Jó: Alltof mörg gul spjöld „Þetta tróðst inn í lokin en var þung og fæðing. Það var mjög ánægjulegt að jafna leikinn,“ sagði hress Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, við Vísi í leikslok. Í fyrstu virtist það vera Daninn Sören Andreasen sem skoraði mark ÍBV en sjónvarpsupptökur hafa dæmt það sem sjálfmark FH. Bjarni var engu að síður ánægður með nýja manninn. „Hann hefur verið hér alla þessa viku og sýnt ágætis gæði. Það er gott fyrir okkur og gott fyrir hann að fá þetta mark og vonandi nýtist hann vel það sem eftir er tímabils.“ Átta gul spjöld fóru á loft í leiknum og að mati Bjarna var það of mikið. „Erlendur Eiríksson er frábær dómari og hann á ekki að gefa svona mörg gul spjöld í leik. Eins og ég segi, fínn náungi og flottur dómari en í dag þá var þetta of mikið. Að auki voru sumir dómar okkur afar óhagstæðir.“ Liðin eiga eftir að mætast á ný á þessum velli í þessum mánuði. Sá leikur er í undanúrslitum bikarsins. „Þar er úrslitaleikur í húfi hjá báðum liðum. Vonandi verður enn meira fjör í honum en þessum leik. Svo verður að koma í ljós hvort hann lendir á Þjóðhátíðarhelginni eða ekki,“ sagði Bjarni að lokum.Davíð Þór Viðarsson í leik með FH.vísir/vilhelmDavíð Þór: Vanir því að það séu margir leikir á þessum tíma „Þetta var jafn leikur og við komum með ákveðið skipulag í hann sem gekk þokkalega upp,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir jafntefli FH gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. „Við komumst yfir og vorum með leikinn „undir kontról“. Það var síðan blanda af kæruleysi og óheppni hvernig þetta jöfnunarmark kom.“ Þetta var fjórða jafntefli FH í Pepsi-deildinni í sumar en í öllum tilvikum hefur liðið fengið mark á sig á lokamínútunum og misst þannig af stigum. „Það er á hreinu að við höfum tapað einhverjum átta stigum á lokamínútunum í sumar og það er eitthvað sem við verðum að stoppa.“ Síðasti leikur liðsins var einnig jafnteflisleikur en hann fór fram í Írlandi gegn Dundalk í undankeppni Meistaradeildarinnar. Að sögn fyrirliðans var ekki um neina Evrópuþreytu að ræða. „Það er engin afsökun. Við erum vanir því að það séu margir leikir á þessum tíma árs. Við bara misstum taktinn og náðum ekki að halda boltanum eins vel og við vildum. Síðan verðum við að halda einbeitingu í níutíu mínútur og leyfa boltanum að ganga oftar en þrisvar á milli manna.“ Undir lok síðari hálfleiks fékk Davíð aðhlynningu eftir að hafa skallað saman við leikmann ÍBV. Eftir leik fékk hann landsliðsþjálfarann, Heimi Hallgrímsson, til að skoða tennurnar í sér. „Það losnuðu aðeins framtennur við höggið. Ég fer og læt kíkja á þetta. Heimir sagði þetta væri ekkert alvarlegt svo ég slepp við rótarfyllingu,“ sagði Davíð að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
ÍBV batt enda á þriggja leikja taphrin og FH hélt áfram að tapa ekki þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli á Hásteinsvelli í dag. Leikurinn var fyrsti leikurinn í 11. umferð Pepsi-deildar karla. Leikurinn var bragðdaufur framan af en fátt markvert gerðist í fyrri hálfleik annað en að allt of mörg gul spjöld fóru á loft. Erlendur Eiríksson, spjaldaglaður dómari leiksins, passaði sig þó á því að missa sig ekki í gleðinni og sparaði því rauða kortið. Tvö mörk litu dagsins ljós og þau voru bæði skoruð af FH-ingum. Jeremy Serwy skoraði auðveldlega í upphafi síðari hálfleiks eftir skelfileg mistök Derby Carrillo í marki ÍBV. Undir lok leiksins skoraði Bergsveinn Ólafsson, varnarmaður FH, sjálfsmark þegar skot Sören Andreasen fór af honum og í netið.Af hverju skildu liðin jöfn?Eftir að Fimleikafélagið komst yfir var fátt sem benti til annars en að liðið myndi halda þeirri forystu. Gestirnir voru líklegri til að bæta við marki og sóknarleikur ÍBV virkaði afar bitlaus. Eyjamenn nýttu sér einbeitingarskort andstæðinga sinna og fara eflaust sáttir af velli með stigið. Sé aðeins horft einföldustu tölfræðiþætti þá verða leikir ekki mikið jafnari en þessi. Bæði lið áttu sjö skot og þar af tvö á rammann. Að auki fengu bæði tvær rangstöður dæmdar á sig en FH fékk einu fleiri hornspyrnur en ÍBV. Það breytir því ekki að stærstan hluta leiksins réðu FH-ingar ferðinni og fátt virtist benda til annars en að þeir ætluðu að sigla þremur stigum í örugga höfn. Þeir geta í raun sjálfum sér um kennt að hafa tapað sigrinum.Þessir stóðu upp úrSatt best að segja var enginn áberandi góður. Í liði heimamanna má nefna Jonathan Hendrickx en hann steig vart feilskref í hægri bakverðinum. Í marki gestanna var Gunnar Nielsen afar öruggur í því litla sem hann þurfti að gera. Í liði heimamanna var Pablo Punyed einna líflegastur. Pablo hljóp á við tvo og var duglegur en skapaði að vísu ekki mjög mikið. Einnig má nefna framlag Jóns Ingasonar í vinstri bakverðinum. Hann gaf ekki mörg færi á sér, bjargaði vel í tvígang og var nokkuð öruggur lengst af.Hvað mátti betur fara? Í marki heimamanna var Derby Carrillo oft vafasamur. Mark FH skrifast alfarið á hann og skógarhlaup hans. Hann fór í fleiri slík, sem hann komst upp með, en öðrum stundum var hann límdur við línuna. Eftir því sem leið á leikinn virtist draga mjög af nokkrum leikmönnum ÍBV. Elvar Ingi Vignisson byrjaði upp á topp og gerði afar vel í að taka á móti og halda boltanum en í síðari hálfleik var ekki mikið eftir á tanknum. Sömu sögu má segja af Jonathan Barden sem var alveg hættur að hlaupa þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Hjá FH þá gekk illa að halda boltanum innan liðsins. Fremstu fjórir fengu ekki úr miklu að moða og mikið var um háloftabolta. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Hvað gerist næst? FH-ingar eru enn á toppnum en þeir gefa liðunum fyrir neðan sig ágætt færi á að hanga í kjölsoginu. Það er þeim til happs að næstu fjögur lið fyrir neðan þá mæta hvort öðru á morgun. Víkingur Ó. tekur á móti Stjörnunni og Fjölnir fær Breiðablik í heimsókn. Næsti leikur FH í deild er gegn botnliði Þróttar en þar áður á liðið leik gegn Dundalk í Meistaradeildinni. Liðið verður að gera betur í að spila boltanum á milli sín í þeim leikjum. ÍBV er eftir leikinn enn í sjöunda sæti en nú með jafnmörg stig og Valur. Næsti leikur er gegn sjóðheitum Skagamönnum og fer leikurinn fram uppi á landi. Staða ÍBV er slíkt að það þarf ekki nema einn tvo sigra til að skila liðinu upp í efri hlutann. Það þarf heldur ekki nema eitt tvö töp til að draga þá niður í fallhættu.Heimir Guðjónsson.Vísir/AntonHeimir: Hefði tekið þrjú stig í stað metsins „Það hlýtur að vera jákvætt að eiga einhver met en ég hefði frekar viljað þrjú stig í dag heldur en að lesa um það í morgun að ég væri sigursælasti þjálfari efstu deildar,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í leikslok. Heimir var örlítið svekktur í leikslok. Að hans mati var lið hans ekkert sérstakt í fyrri hálfleik en gott á löngum köflum í þeim síðari. „Við skoruðum heppnismark og eftir það fengum við tvo, þrjá sénsa til að koma okkur í góða stöðu. En mistök í varnarleiknum þýða að við missum stig.“ Næsti leikur liðisins er í Hafnarfirði á móti írska liðinu Dundalk í Meistaradeildinni. „Við verðum að halda boltanum betur innan liðsins og passa sendingarnar. Í þeim leik erum við að vísu mættir á okkar heimavöll sem við þekkjum vel og kunnum vel við okkur á.“ Atli Guðnason, framherji FH, lauk leiknum á sjúkrabörum og var að lokum fluttur á brott í sjúkrabíl. Heimir vildi ekki segja mikið um meiðsl markahróksins. „Ég talaði við sjúkraþjálfarann og hann er á leið í myndatöku. Ég þori ekki að tjá mig um þetta þar sem ég þekki þetta ekki almennilega.“ Bjarni Jóhannsson.vísir/anton brinkBjarni Jó: Alltof mörg gul spjöld „Þetta tróðst inn í lokin en var þung og fæðing. Það var mjög ánægjulegt að jafna leikinn,“ sagði hress Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, við Vísi í leikslok. Í fyrstu virtist það vera Daninn Sören Andreasen sem skoraði mark ÍBV en sjónvarpsupptökur hafa dæmt það sem sjálfmark FH. Bjarni var engu að síður ánægður með nýja manninn. „Hann hefur verið hér alla þessa viku og sýnt ágætis gæði. Það er gott fyrir okkur og gott fyrir hann að fá þetta mark og vonandi nýtist hann vel það sem eftir er tímabils.“ Átta gul spjöld fóru á loft í leiknum og að mati Bjarna var það of mikið. „Erlendur Eiríksson er frábær dómari og hann á ekki að gefa svona mörg gul spjöld í leik. Eins og ég segi, fínn náungi og flottur dómari en í dag þá var þetta of mikið. Að auki voru sumir dómar okkur afar óhagstæðir.“ Liðin eiga eftir að mætast á ný á þessum velli í þessum mánuði. Sá leikur er í undanúrslitum bikarsins. „Þar er úrslitaleikur í húfi hjá báðum liðum. Vonandi verður enn meira fjör í honum en þessum leik. Svo verður að koma í ljós hvort hann lendir á Þjóðhátíðarhelginni eða ekki,“ sagði Bjarni að lokum.Davíð Þór Viðarsson í leik með FH.vísir/vilhelmDavíð Þór: Vanir því að það séu margir leikir á þessum tíma „Þetta var jafn leikur og við komum með ákveðið skipulag í hann sem gekk þokkalega upp,“ sagði Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, eftir jafntefli FH gegn ÍBV í Vestmannaeyjum. „Við komumst yfir og vorum með leikinn „undir kontról“. Það var síðan blanda af kæruleysi og óheppni hvernig þetta jöfnunarmark kom.“ Þetta var fjórða jafntefli FH í Pepsi-deildinni í sumar en í öllum tilvikum hefur liðið fengið mark á sig á lokamínútunum og misst þannig af stigum. „Það er á hreinu að við höfum tapað einhverjum átta stigum á lokamínútunum í sumar og það er eitthvað sem við verðum að stoppa.“ Síðasti leikur liðsins var einnig jafnteflisleikur en hann fór fram í Írlandi gegn Dundalk í undankeppni Meistaradeildarinnar. Að sögn fyrirliðans var ekki um neina Evrópuþreytu að ræða. „Það er engin afsökun. Við erum vanir því að það séu margir leikir á þessum tíma árs. Við bara misstum taktinn og náðum ekki að halda boltanum eins vel og við vildum. Síðan verðum við að halda einbeitingu í níutíu mínútur og leyfa boltanum að ganga oftar en þrisvar á milli manna.“ Undir lok síðari hálfleiks fékk Davíð aðhlynningu eftir að hafa skallað saman við leikmann ÍBV. Eftir leik fékk hann landsliðsþjálfarann, Heimi Hallgrímsson, til að skoða tennurnar í sér. „Það losnuðu aðeins framtennur við höggið. Ég fer og læt kíkja á þetta. Heimir sagði þetta væri ekkert alvarlegt svo ég slepp við rótarfyllingu,“ sagði Davíð að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira