Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Sjáðu mörkin þegar Blikar fóru í úrslit Ingvi Þór Sæmundsson á Samsung-vellinum skrifar 22. júlí 2016 21:45 Breiðablik er komið í úrslit Borgunarbikars kvenna eftir 2-3 sigur á Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Blikar leiddu 0-2 í hálfleik með mörkum Andreu Ránar Snæfeld Hauksdóttur og Svövu Rósar Guðmundsdóttur. Fanndís Friðriksdóttir virtist svo endanlega vera búin að klára leikinn þegar hún skoraði þriðja mark Breiðablik á 66. mínútu. En Stjarnan gafst ekki upp og Anna Björk Kristjánsdóttir og Ana Victoria Cate minnkuðu muninn í 2-3 og gáfu Garðbæingum smá von. Þriðja markið kom þó aldrei og bikarmeistararnir eru því úr leik. Breiðablik mætir annað hvort Þór/KA eða ÍBV í úrslitaleiknum 12. ágúst næstkomandi.Af hverju vann Breiðablik? Blikar voru heilt yfir betri aðilinn þrátt fyrir að lenda í vandræðum í upphafi leiksins og á lokakafla hans. Eftir fjörugar upphafsmínútur róaðist leikurinn umtalsvert og fyrsta markið kom nánast upp úr engu. Það færði Blikum sjálfstraust og þeir komust svo í 0-2 þegar Svava Rós skallaði aukaspyrnu Hallberu utan af hægri kanti, niður í fjærhornið. Blikar voru svo með góð tök á leiknum framan af seinni hálfleik og Fanndís Friðriksdóttir virtist vera búin að klára dæmið þegar hún þrumaði boltanum í fjærhornið. Það var fyrst þá, þegar 24 mínútur voru eftir sem Stjörnukonur fóru í gang en það var því miður fyrir þær of seint.Þessar stóðu upp úr Hallbera stóð upp úr í jöfnu Blikaliði. Hún átti vinstri kantinn, skilaði góðum fyrirgjöfum inn á teiginn og lagði svo annað markið upp. Svava Rós Guðmundsdóttir var hættuleg á hægri kantinum og skoraði annað markið og þótt Fanndís hafi oft verið meira áberandi skoraði hún þriðja mark Blika og lagði það fyrsta upp. Guðrúnu Arnardóttur gekk svo lengst af vel að verjast Hörpu Þorsteinsdóttur. Hjá Stjörnunni var Ana Victoria best. Nýi leikmaðurinn, Amanda Frisbie, byrjaði af miklum krafti en það dró mjög af henni í seinni hálfleik. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir átti einnig ágætis spretti.Hvað gekk illa? Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar, gerði slæm mistök í deildarleik þessara liða fyrir tveimur vikum og hún var aftur í vandræðum í kvöld. Hún missti boltann klaufalega undir sig í fyrsta markinu og þriðja markið kom líka eftir langskot. Varnarleikur Stjörnunnar klikkaði svo illilega í mörkunum en í bæði fyrsta og þriðja markinu opnaðist mikið pláss milli miðju og varnar hjá Garðbæingum. Sóknarleikur þeirra var svo ekki merkilegur lengst af. Byrjunin lofaði góðu en um leið og Blikar fundu út hvernig ætti að verjast Frisbie fór mesti broddurinn úr sóknarleik Stjörnunnar.Hvað gerist næst? Stjarnan er úr leik og það verður því ekkert af því að liðið vinni Borgunarbikarinn þriðja árið í röð. Stjörnukonur mæta sjóðheitu liði Þórs/KA á útivelli á þriðjudaginn í næstu umferð í Pepsi-deildinni. Blikar munu væntanlega fylgjast spenntir með leik Þórs/KA og ÍBV á morgun en þá kemur í ljós hver andstæðingur Kópavogsliðsins í úrslitaleiknum verður. Næsti leikur Breiðabliks í Pepsi-deildinni er gegn KR á útivelli á þriðjudaginn.Ásgerður: Virkilega léleg mörk sem við fáum á okkur „Vonandi skiptumst við bara á bikurum þetta árið, það er það eina sem við tökum úr þessum leik,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði bikarmeistara Stjörnunnar, eftir 2-3 tap fyrir Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld. Það gerist ekki á hverjum degi sem Stjarnan fær á sig þrjú mörk í leik og Ásgerður segir að varnarleikur Garðbæinga hafi einfaldlega ekki verið nógu góður í kvöld. „Þetta eru virkilega léleg mörk sem við fáum á okkur. Lið í þessum klassa á ekki að fá svona mörk á sig. Fyrsta markið kemur eftir langskot eftir að við töpuðum boltanum illa á miðjunni. Annað markið er svo einbeitingarleysi,“ sagði Ásgerður en það var fyrst eftir þriðja mark Blika sem Stjörnukonur fóru almennilega í gang. „Svo hrökkvum við allt í einu í gang 3-0 undir. Við eigum að sýna meiri karakter en það að þurfa að fá á okkur þrjú mörk til að vakna.“ Breiðablik hefur nú unnið fjóra leiki gegn Stjörnunni í röð. Ásgerður segir að þetta tak Blika á Garðbæingum sé ekki sest á sálina hjá leikmönnum. „Alls ekki. Þetta eru bara hörkuleikir. Við unnum þær fjórum sinnum í röð fyrir þennan kafla. Vonandi brjútum við þennan múr þegar við tökum þær í september. Þetta gefur okkur smá andrými og það þýðir ekkert annað en að taka þennan Íslandsmeistaratitil,“ sagði Ásgerður að lokum.Hallbera: Borgar sig að skjóta á markið Hallbera Gísladóttir átti mjög góðan leik þegar Breiðablik tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins með 2-3 sigri á Stjörnunni. „Það er orðið langt síðan ég fór á Laugardalsvöllinn þannig ég hlakka mikið til,“ sagði Hallbera sem lagði annað mark Blika upp. Hún segir að sigurinn hafi verið sanngjarn. „Mér fannst það. Við urðum pínu kærulausar þegar staðan var orðin 3-0 en fram að því var þetta í okkar höndum. En við hleyptum þeim kannski full mikið inn í leikinn og þær hefðu jafnvel getað jafnað í lokin.“ Blikar fengu á sig tvö mörk í fyrsta skipti í háa herrans tíð. Hallbera kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af því. „Nei, ég held ekki. Stjarnan er með hörkulið. Það var smá kæruleysi og leikmenn voru orðnir þreyttir. Á okkar besta degi hefðum við allavega komið í veg fyrir seinna markið en fyrra markið var flott hjá Önnu [Björk Kristjánsdóttur],“ sagði Hallbera. Breiðablik skoraði tvö mörk með langskotum og það þriðja kom eftir aukaspyrnu utan af kanti. Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar, gerði slæm mistök í deildarleik liðanna á dögunum og Hallbera segir að það hafi verið uppálagt að reyna á hana. „Við sáum það í leiknum í deildinni að það borgar sig að skjóta á markið þótt maður sé ekki í bestu stöðunni. Þetta fór inn hjá okkur í dag þannig að ég er mjög sátt,“ sagði Hallbera að endingu. Mörkin í leiknum Hallbera Gísladóttir.Vísir/EyþórVísir/EyþórBlikakonur fagna í kvöld.Vísir/Eyþór Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Breiðablik er komið í úrslit Borgunarbikars kvenna eftir 2-3 sigur á Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Blikar leiddu 0-2 í hálfleik með mörkum Andreu Ránar Snæfeld Hauksdóttur og Svövu Rósar Guðmundsdóttur. Fanndís Friðriksdóttir virtist svo endanlega vera búin að klára leikinn þegar hún skoraði þriðja mark Breiðablik á 66. mínútu. En Stjarnan gafst ekki upp og Anna Björk Kristjánsdóttir og Ana Victoria Cate minnkuðu muninn í 2-3 og gáfu Garðbæingum smá von. Þriðja markið kom þó aldrei og bikarmeistararnir eru því úr leik. Breiðablik mætir annað hvort Þór/KA eða ÍBV í úrslitaleiknum 12. ágúst næstkomandi.Af hverju vann Breiðablik? Blikar voru heilt yfir betri aðilinn þrátt fyrir að lenda í vandræðum í upphafi leiksins og á lokakafla hans. Eftir fjörugar upphafsmínútur róaðist leikurinn umtalsvert og fyrsta markið kom nánast upp úr engu. Það færði Blikum sjálfstraust og þeir komust svo í 0-2 þegar Svava Rós skallaði aukaspyrnu Hallberu utan af hægri kanti, niður í fjærhornið. Blikar voru svo með góð tök á leiknum framan af seinni hálfleik og Fanndís Friðriksdóttir virtist vera búin að klára dæmið þegar hún þrumaði boltanum í fjærhornið. Það var fyrst þá, þegar 24 mínútur voru eftir sem Stjörnukonur fóru í gang en það var því miður fyrir þær of seint.Þessar stóðu upp úr Hallbera stóð upp úr í jöfnu Blikaliði. Hún átti vinstri kantinn, skilaði góðum fyrirgjöfum inn á teiginn og lagði svo annað markið upp. Svava Rós Guðmundsdóttir var hættuleg á hægri kantinum og skoraði annað markið og þótt Fanndís hafi oft verið meira áberandi skoraði hún þriðja mark Blika og lagði það fyrsta upp. Guðrúnu Arnardóttur gekk svo lengst af vel að verjast Hörpu Þorsteinsdóttur. Hjá Stjörnunni var Ana Victoria best. Nýi leikmaðurinn, Amanda Frisbie, byrjaði af miklum krafti en það dró mjög af henni í seinni hálfleik. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir átti einnig ágætis spretti.Hvað gekk illa? Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar, gerði slæm mistök í deildarleik þessara liða fyrir tveimur vikum og hún var aftur í vandræðum í kvöld. Hún missti boltann klaufalega undir sig í fyrsta markinu og þriðja markið kom líka eftir langskot. Varnarleikur Stjörnunnar klikkaði svo illilega í mörkunum en í bæði fyrsta og þriðja markinu opnaðist mikið pláss milli miðju og varnar hjá Garðbæingum. Sóknarleikur þeirra var svo ekki merkilegur lengst af. Byrjunin lofaði góðu en um leið og Blikar fundu út hvernig ætti að verjast Frisbie fór mesti broddurinn úr sóknarleik Stjörnunnar.Hvað gerist næst? Stjarnan er úr leik og það verður því ekkert af því að liðið vinni Borgunarbikarinn þriðja árið í röð. Stjörnukonur mæta sjóðheitu liði Þórs/KA á útivelli á þriðjudaginn í næstu umferð í Pepsi-deildinni. Blikar munu væntanlega fylgjast spenntir með leik Þórs/KA og ÍBV á morgun en þá kemur í ljós hver andstæðingur Kópavogsliðsins í úrslitaleiknum verður. Næsti leikur Breiðabliks í Pepsi-deildinni er gegn KR á útivelli á þriðjudaginn.Ásgerður: Virkilega léleg mörk sem við fáum á okkur „Vonandi skiptumst við bara á bikurum þetta árið, það er það eina sem við tökum úr þessum leik,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði bikarmeistara Stjörnunnar, eftir 2-3 tap fyrir Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld. Það gerist ekki á hverjum degi sem Stjarnan fær á sig þrjú mörk í leik og Ásgerður segir að varnarleikur Garðbæinga hafi einfaldlega ekki verið nógu góður í kvöld. „Þetta eru virkilega léleg mörk sem við fáum á okkur. Lið í þessum klassa á ekki að fá svona mörk á sig. Fyrsta markið kemur eftir langskot eftir að við töpuðum boltanum illa á miðjunni. Annað markið er svo einbeitingarleysi,“ sagði Ásgerður en það var fyrst eftir þriðja mark Blika sem Stjörnukonur fóru almennilega í gang. „Svo hrökkvum við allt í einu í gang 3-0 undir. Við eigum að sýna meiri karakter en það að þurfa að fá á okkur þrjú mörk til að vakna.“ Breiðablik hefur nú unnið fjóra leiki gegn Stjörnunni í röð. Ásgerður segir að þetta tak Blika á Garðbæingum sé ekki sest á sálina hjá leikmönnum. „Alls ekki. Þetta eru bara hörkuleikir. Við unnum þær fjórum sinnum í röð fyrir þennan kafla. Vonandi brjútum við þennan múr þegar við tökum þær í september. Þetta gefur okkur smá andrými og það þýðir ekkert annað en að taka þennan Íslandsmeistaratitil,“ sagði Ásgerður að lokum.Hallbera: Borgar sig að skjóta á markið Hallbera Gísladóttir átti mjög góðan leik þegar Breiðablik tryggði sér sæti í úrslitaleik Borgunarbikarsins með 2-3 sigri á Stjörnunni. „Það er orðið langt síðan ég fór á Laugardalsvöllinn þannig ég hlakka mikið til,“ sagði Hallbera sem lagði annað mark Blika upp. Hún segir að sigurinn hafi verið sanngjarn. „Mér fannst það. Við urðum pínu kærulausar þegar staðan var orðin 3-0 en fram að því var þetta í okkar höndum. En við hleyptum þeim kannski full mikið inn í leikinn og þær hefðu jafnvel getað jafnað í lokin.“ Blikar fengu á sig tvö mörk í fyrsta skipti í háa herrans tíð. Hallbera kveðst ekki hafa miklar áhyggjur af því. „Nei, ég held ekki. Stjarnan er með hörkulið. Það var smá kæruleysi og leikmenn voru orðnir þreyttir. Á okkar besta degi hefðum við allavega komið í veg fyrir seinna markið en fyrra markið var flott hjá Önnu [Björk Kristjánsdóttur],“ sagði Hallbera. Breiðablik skoraði tvö mörk með langskotum og það þriðja kom eftir aukaspyrnu utan af kanti. Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Stjörnunnar, gerði slæm mistök í deildarleik liðanna á dögunum og Hallbera segir að það hafi verið uppálagt að reyna á hana. „Við sáum það í leiknum í deildinni að það borgar sig að skjóta á markið þótt maður sé ekki í bestu stöðunni. Þetta fór inn hjá okkur í dag þannig að ég er mjög sátt,“ sagði Hallbera að endingu. Mörkin í leiknum Hallbera Gísladóttir.Vísir/EyþórVísir/EyþórBlikakonur fagna í kvöld.Vísir/Eyþór
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira