Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2017 22:15 Ólafía Þórunn hefur fundið sig vel á Ocean vellinum á Bahamaeyjum. Mynd/gsimyndir.net/Seth Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst í gegnum niðurskurðinn á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. Ólafía lék á tveimur höggum undir pari í gær en bætti um betur í dag. Hún lék frábært golf og kláraði hringinn á fimm höggum undir pari. Ólafía er því á sjö undir pari eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn en þeir kylfingar sem voru með tvo undir pari eða betra skor komust áfram. Ólafía er í 20. sæti af 108 keppendum. Ólafía fékk fimm fugla í dag og 13 pör. Ótrúleg spilamennska hjá Ólafíu á hennar fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu frá gangi mála á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. GR hefur ákveðið að hrinda af stað söfnun fyrir afrekssjóð GR Ólafíu Þórunni til heiðurs. Þess má geta að Ólafía Þórunn er jafnframt styrkþegi úr afrekssjóði GR.Þeir sem vilja styrkja afrekssjóð félagsins og Ólafíu Þórunni geta hringt í eftirfarandi styrktarlínur og valið um styrk til starfsins: Þú hringir í síma 908-1551 og styrkir Ólafíu og afrekssjóð um 1.000 kr. Þú hringir í síma 908-1552 og styrkir Ólafíu og afrekssjóð um 2.000 kr. Þú hringir í síma 908-1555 og styrkir Ólafíu og afrekssjóð um 5.000 kr. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst í gegnum niðurskurðinn á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum. Ólafía lék á tveimur höggum undir pari í gær en bætti um betur í dag. Hún lék frábært golf og kláraði hringinn á fimm höggum undir pari. Ólafía er því á sjö undir pari eftir fyrstu tvo keppnisdagana. Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn en þeir kylfingar sem voru með tvo undir pari eða betra skor komust áfram. Ólafía er í 20. sæti af 108 keppendum. Ólafía fékk fimm fugla í dag og 13 pör. Ótrúleg spilamennska hjá Ólafíu á hennar fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni. Hér fyrir neðan má sjá beina textalýsingu frá gangi mála á Pure Silk Bahama Classic-mótinu á Bahamaeyjum í dag. GR hefur ákveðið að hrinda af stað söfnun fyrir afrekssjóð GR Ólafíu Þórunni til heiðurs. Þess má geta að Ólafía Þórunn er jafnframt styrkþegi úr afrekssjóði GR.Þeir sem vilja styrkja afrekssjóð félagsins og Ólafíu Þórunni geta hringt í eftirfarandi styrktarlínur og valið um styrk til starfsins: Þú hringir í síma 908-1551 og styrkir Ólafíu og afrekssjóð um 1.000 kr. Þú hringir í síma 908-1552 og styrkir Ólafíu og afrekssjóð um 2.000 kr. Þú hringir í síma 908-1555 og styrkir Ólafíu og afrekssjóð um 5.000 kr.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira