Þrefaldur skolli á átjándu holunni og Ólafía langt frá niðurskurðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2017 09:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/Let/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði á þremur höggum yfir pari á öðrum degi Lotte/Hershey golf mótsins á Honolulu og endaði daginn í 129. sæti. Það var ekki nóg til að ná niðurskurðinum og hefur hún því lokið keppni á Hawaii. Ólafía Þórunn lék þessar 36 holur á 151 höggum eða á sjö höggum yfir pari. Hún bætti sig um eitt högg frá því á fyrsta hringnum en það var langt frá því að vera nóg því Ólafía Þórunn var mörgum höggum frá því að ná niðurskurðinum og hefur því lokið keppni á Hawaii. Það voru á endanum aðeins fjórtán kylfingar sem komu inn á verra skori en Ólafía Þórunn sem hefur átt erfiðara uppdráttar á síðustu mótum en á fyrstu mótunum þar sem hún spilaði frábærlega. Ólafía Þórunn fékk fugl á fyrstu holu og svo annan á fimmtu holu. Þriðji fugl dagsins kom síðan á sautjándu holurnni. Ólafía var þá kominn niður á par á öðrum hringnum en fjögur högg yfir par samanlagt. Átjánda holan reyndist henni hinsvegar mjög erfið. Ólafía spila þessa par fjögur holu á sjö höggum og fékk því þrefaldan skolla. Það þýddi að hún kom inn á sjö höggum yfir pari. Þetta var fimmta mótið hjá Ólafíu á LPGA-mótaröðinni og þriðja mótið í röð sem hún nær ekki niðurskurðinum. Þetta er samt slakasta frammistaða hennar til þessa út frá sæti og skori.Skorkort Ólafíu á mótinu.Mynd/lpga.com Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn fékk sér að sjálfsögðu Hawaii pizzu á Hawaii Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin til Hawaiieyja þar sem hún mun í páskavikunni taka þátt í Lotte Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni í golfi. 11. apríl 2017 13:00 Ólafía Þórunn í erfiðri stöðu eftir fyrsta hringinn á Hawaii Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á fyrsta degi Lotte/Hershey-mótsins í golfi sem fer fram á Hawaii. Þetta er fimmta mótið sem Ólafía tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni. 13. apríl 2017 09:58 Vonir um íslenska páskafugla Páskahelgin er söguleg fyrir því í fyrsta sinn á Ísland keppendur á bandarísku og evrópsku mótaröðinni á sama tíma. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir á LPGA á Hawaii og Valdís Þóra Jónsdóttir á LET í Marokkó. 13. apríl 2017 06:00 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði á þremur höggum yfir pari á öðrum degi Lotte/Hershey golf mótsins á Honolulu og endaði daginn í 129. sæti. Það var ekki nóg til að ná niðurskurðinum og hefur hún því lokið keppni á Hawaii. Ólafía Þórunn lék þessar 36 holur á 151 höggum eða á sjö höggum yfir pari. Hún bætti sig um eitt högg frá því á fyrsta hringnum en það var langt frá því að vera nóg því Ólafía Þórunn var mörgum höggum frá því að ná niðurskurðinum og hefur því lokið keppni á Hawaii. Það voru á endanum aðeins fjórtán kylfingar sem komu inn á verra skori en Ólafía Þórunn sem hefur átt erfiðara uppdráttar á síðustu mótum en á fyrstu mótunum þar sem hún spilaði frábærlega. Ólafía Þórunn fékk fugl á fyrstu holu og svo annan á fimmtu holu. Þriðji fugl dagsins kom síðan á sautjándu holurnni. Ólafía var þá kominn niður á par á öðrum hringnum en fjögur högg yfir par samanlagt. Átjánda holan reyndist henni hinsvegar mjög erfið. Ólafía spila þessa par fjögur holu á sjö höggum og fékk því þrefaldan skolla. Það þýddi að hún kom inn á sjö höggum yfir pari. Þetta var fimmta mótið hjá Ólafíu á LPGA-mótaröðinni og þriðja mótið í röð sem hún nær ekki niðurskurðinum. Þetta er samt slakasta frammistaða hennar til þessa út frá sæti og skori.Skorkort Ólafíu á mótinu.Mynd/lpga.com
Golf Tengdar fréttir Ólafía Þórunn fékk sér að sjálfsögðu Hawaii pizzu á Hawaii Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin til Hawaiieyja þar sem hún mun í páskavikunni taka þátt í Lotte Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni í golfi. 11. apríl 2017 13:00 Ólafía Þórunn í erfiðri stöðu eftir fyrsta hringinn á Hawaii Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á fyrsta degi Lotte/Hershey-mótsins í golfi sem fer fram á Hawaii. Þetta er fimmta mótið sem Ólafía tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni. 13. apríl 2017 09:58 Vonir um íslenska páskafugla Páskahelgin er söguleg fyrir því í fyrsta sinn á Ísland keppendur á bandarísku og evrópsku mótaröðinni á sama tíma. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir á LPGA á Hawaii og Valdís Þóra Jónsdóttir á LET í Marokkó. 13. apríl 2017 06:00 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn fékk sér að sjálfsögðu Hawaii pizzu á Hawaii Íslenski atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er komin til Hawaiieyja þar sem hún mun í páskavikunni taka þátt í Lotte Championship mótinu á bandarísku mótaröðinni í golfi. 11. apríl 2017 13:00
Ólafía Þórunn í erfiðri stöðu eftir fyrsta hringinn á Hawaii Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fann sig ekki á fyrsta degi Lotte/Hershey-mótsins í golfi sem fer fram á Hawaii. Þetta er fimmta mótið sem Ólafía tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni. 13. apríl 2017 09:58
Vonir um íslenska páskafugla Páskahelgin er söguleg fyrir því í fyrsta sinn á Ísland keppendur á bandarísku og evrópsku mótaröðinni á sama tíma. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppir á LPGA á Hawaii og Valdís Þóra Jónsdóttir á LET í Marokkó. 13. apríl 2017 06:00