Rafrettan á dagskrá Alþingis í dag Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2017 12:30 Frumvarp heilbrigðisráðherra um rafrettur verður rætt á þingi í dag. vísir/getty Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata segir að þeim sem noti eimsígarettur til að reyna að hætta að reykja sé gert erfiðara fyrir með frumvarpi sem heilbrigðisráðherra mælir fyrir á Alþingi í dag. Með frumvarpinu verður nikótínvökvi færður undan lyfjalögum og settur undir tóbakasvarnarlög. Það verður í nógu að snúast hjá alþingismönnum á þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö í dag. En fundurinn byrjar með sextán kosningum fulltrúa í ýmsar stjórnir og ráð. Þar má nefna bankaráð Seðlabankans, landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir kjördæmanna sex, Landsdóm, stjórn Ríkisútvarpsins og Þingvallanefnd. Þegar öllum þessum kosningum verður lokið eru fjölmörg mál á dagskrá, meðal annars fyrsta umræða um frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir, eða rafsígarettur. Það frumvarp er umdeilt en með því er ætlunin að setja skýrar reglur um heimildir til sölu, markaðssetningar og notkunar á rafsígarettum og áfyllingarílátum. Einnig er í frumvarpinu mælt fyrir um eftirlit með innflutningi, dreifingu og sölu á rafsígarettum og áfyllingarílátum til þess að tryggja viðhlítandi öryggi þessara vara á markaði, eins og segir í frumvarpinu. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata er ein þeirra þingmanna sem ekki er sátt við hvaða leið er farin í frumvarpinu. „Mér finnst bagalegt að þetta sé sett undir tóbaksvarnarlög út af því að þetta er að sjálfsögðu ekki vara sem inniheldur tóbak heldur nikótín,“ segir Birgitta. Samkvæmt gildandi lögum er vökvi sem inniheldur nikótín flokkaður sem lyf og fellur því undir ákvæði lyfjalaga. Skilyrði fyrir sölu lyfja samkvæmt lyfjalögum frá árinu 1994 er að viðkomandi lyf hafi fengið markaðsleyfi hér á landi og gefur Lyfjastofnun út slík leyfi. Ekkert slíkt leyfi hefur verið gefið út fyrir nikótínvökva hér á landi og er því óheimilt að selja áfyllingarílát sem innihalda nikótínvökva samkvæmt gildandi löggjöf og er verið að bregðast við því með frumvarpinu. Birgitta segir skrýtið að ekki sé brugðist með sama hætti við nikotíntyggjói og öðrum nikótínvörum. „En ég veit til þess og þekki mjög marga sem verið hafa stórreykingamenn og hafa náð að hætta alveg og hætta á þessu,“ segir Birgitta. Það sé því bagalegt hvernig tekið sé á þessari nýbreyttni í frumvarpinu.Þannig að þú vilt meina að það sé verið að gera fólki sem vill hætta að reykja með þessari leið erfiðara fyrir? „Já algerlega. Þetta er ein mesta byltingin í skaðaminnkun varðandi tóbaksreykingar sem hefur komið fram. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að það sé tekið á þessu máli með opnari huga. Það hefur verið rosalegur hræðsluáróður gagnvart þessu sem hefur verið hrakinn með staðreyndum. Ég ætla að nota tækifærið í dag til að benda á það í fyrstu umræðu um þetta mál,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Tengdar fréttir Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00 FA gagnrýnir rafrettufrumvarp "Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“ 2. mars 2017 07:00 Lögregla segir kannabisvökva í rafrettur vera kominn í sölu um allt land „Það má segja það að við höfum orðið vör við það.“ 25. apríl 2017 10:12 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata segir að þeim sem noti eimsígarettur til að reyna að hætta að reykja sé gert erfiðara fyrir með frumvarpi sem heilbrigðisráðherra mælir fyrir á Alþingi í dag. Með frumvarpinu verður nikótínvökvi færður undan lyfjalögum og settur undir tóbakasvarnarlög. Það verður í nógu að snúast hjá alþingismönnum á þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö í dag. En fundurinn byrjar með sextán kosningum fulltrúa í ýmsar stjórnir og ráð. Þar má nefna bankaráð Seðlabankans, landskjörstjórn og yfirkjörstjórnir kjördæmanna sex, Landsdóm, stjórn Ríkisútvarpsins og Þingvallanefnd. Þegar öllum þessum kosningum verður lokið eru fjölmörg mál á dagskrá, meðal annars fyrsta umræða um frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir, eða rafsígarettur. Það frumvarp er umdeilt en með því er ætlunin að setja skýrar reglur um heimildir til sölu, markaðssetningar og notkunar á rafsígarettum og áfyllingarílátum. Einnig er í frumvarpinu mælt fyrir um eftirlit með innflutningi, dreifingu og sölu á rafsígarettum og áfyllingarílátum til þess að tryggja viðhlítandi öryggi þessara vara á markaði, eins og segir í frumvarpinu. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata er ein þeirra þingmanna sem ekki er sátt við hvaða leið er farin í frumvarpinu. „Mér finnst bagalegt að þetta sé sett undir tóbaksvarnarlög út af því að þetta er að sjálfsögðu ekki vara sem inniheldur tóbak heldur nikótín,“ segir Birgitta. Samkvæmt gildandi lögum er vökvi sem inniheldur nikótín flokkaður sem lyf og fellur því undir ákvæði lyfjalaga. Skilyrði fyrir sölu lyfja samkvæmt lyfjalögum frá árinu 1994 er að viðkomandi lyf hafi fengið markaðsleyfi hér á landi og gefur Lyfjastofnun út slík leyfi. Ekkert slíkt leyfi hefur verið gefið út fyrir nikótínvökva hér á landi og er því óheimilt að selja áfyllingarílát sem innihalda nikótínvökva samkvæmt gildandi löggjöf og er verið að bregðast við því með frumvarpinu. Birgitta segir skrýtið að ekki sé brugðist með sama hætti við nikotíntyggjói og öðrum nikótínvörum. „En ég veit til þess og þekki mjög marga sem verið hafa stórreykingamenn og hafa náð að hætta alveg og hætta á þessu,“ segir Birgitta. Það sé því bagalegt hvernig tekið sé á þessari nýbreyttni í frumvarpinu.Þannig að þú vilt meina að það sé verið að gera fólki sem vill hætta að reykja með þessari leið erfiðara fyrir? „Já algerlega. Þetta er ein mesta byltingin í skaðaminnkun varðandi tóbaksreykingar sem hefur komið fram. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að það sé tekið á þessu máli með opnari huga. Það hefur verið rosalegur hræðsluáróður gagnvart þessu sem hefur verið hrakinn með staðreyndum. Ég ætla að nota tækifærið í dag til að benda á það í fyrstu umræðu um þetta mál,“ segir Birgitta Jónsdóttir.
Tengdar fréttir Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00 FA gagnrýnir rafrettufrumvarp "Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“ 2. mars 2017 07:00 Lögregla segir kannabisvökva í rafrettur vera kominn í sölu um allt land „Það má segja það að við höfum orðið vör við það.“ 25. apríl 2017 10:12 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Píratar leggja fram sitt eigið veipfrumvarp Fjórir þingmenn Pírata lögðu í gær fram frumvarp til laga um rafrettur og tengdar vörur. 31. mars 2017 06:00
FA gagnrýnir rafrettufrumvarp "Þetta plagg heilbrigðisráðherra virðist illa undirbúið og lítið hugsað. Það er ástæða til að vinna þetta mál mun betur og draga úr þeim inngripum í athafna- og atvinnufrelsi sem felast í frumvarpsdrögunum,“ 2. mars 2017 07:00
Lögregla segir kannabisvökva í rafrettur vera kominn í sölu um allt land „Það má segja það að við höfum orðið vör við það.“ 25. apríl 2017 10:12