FH er komið á blað í Pepsi-deild kvenna eftir 2-0 sigur á Fylki í kvöld.
Megan Dunnigan og Bryndís Hrönn Kristinsdóttir skoruðu mörk FH samkvæmt fótbolta.net.
Fylkir hefði getað minnkað muninn sex mínútum fyrir leikslok er liðið fékk víti. Jesse Shugg klúðraði aftur á móti vítaspyrnunni.
Bæði lið eru því með þrjú stig í deildinni eftir tvo leiki.
Fylkir vann Grindavík í fyrstu umferð á meðan FH tapaði gegn Breiðablik.
Fyrsti sigur FH
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
