Sjáðu markið sem gerði KR-inga brjálaða | Myndband 3. júlí 2017 10:30 Stjarnan komst í undanúrslit Borgunarbikars karla í fótbolta í gærkvöldi með dramatískum 3-2 sigri á KR í frábærum leik. Guðjón Baldvinsson skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu í uppbótartíma. Fyrsta mark leiksins vakti mikla athygli og einnig mikla reiði hjá KR-ingum. Það skoraði Hilmar Árni Halldórsson á fyrstu mínútu leiksins eftir skrautlega upphafsspyrnu. Stjarnan tók miðju og þrír leikmenn liðsins; Hólmbert Aron Friðjónsson, Guðjón Baldvinsson og Baldur Sigurðsson, þjófstörtuðu allhressilega og þutu fram vallarhelming KR. Miðjuna þurfti að taka aftur. Þegar hún var tekin aftur voru Guðjón og Hólmbert komnir til baka en Baldur var á miðjum vallarhelmingi KR sem er að sjálfsögðu bannað. Stjarnan sparkaði boltanum langt fram þar sem Hólmbert fór upp í skallabolta og vann innkast. Hann átti svo skot eftir langt innkast frá Jóhanni Laxdal sem fór í Aron Bjarka Jósepsson en það barst boltinn til Hilmars Árna sem skoraði. Baldur kom því aldrei við boltann en það breytir því ekki að hann átti vitaskuld ekki að standa langt inn á vallarhelmingi KR þegar miðjan var tekin. „Það er mér algjörlega óskiljanlegt. Þorvaldur ákveður að stoppa en þeir komu ekkert til baka. Það er óskiljanlegt að dómarinn hafi leyft þetta. Þeir fengu mark á silfurfati,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, við Vísi um markið eftir leik. Farið verður nánar yfir þetta atvik og leikinn sjálfan í Borgunarbikarmörkunum sem eru á dagskrá Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld. Hér að ofan má sjá þetta umdeilda mark. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðjón: Átti ekki einu sinni orku til að fagna Hetja Stjörnumanna var að vonum kátur í leikslok. 2. júlí 2017 21:40 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 3-2 | Guðjón örlagavaldurinn í Garðabænum Guðjón Baldvinsson tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum Borgunarbikars karla þegar hann skoraði sigurmarkið gegn KR þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 2. júlí 2017 22:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Stjarnan komst í undanúrslit Borgunarbikars karla í fótbolta í gærkvöldi með dramatískum 3-2 sigri á KR í frábærum leik. Guðjón Baldvinsson skoraði sigurmarkið á þriðju mínútu í uppbótartíma. Fyrsta mark leiksins vakti mikla athygli og einnig mikla reiði hjá KR-ingum. Það skoraði Hilmar Árni Halldórsson á fyrstu mínútu leiksins eftir skrautlega upphafsspyrnu. Stjarnan tók miðju og þrír leikmenn liðsins; Hólmbert Aron Friðjónsson, Guðjón Baldvinsson og Baldur Sigurðsson, þjófstörtuðu allhressilega og þutu fram vallarhelming KR. Miðjuna þurfti að taka aftur. Þegar hún var tekin aftur voru Guðjón og Hólmbert komnir til baka en Baldur var á miðjum vallarhelmingi KR sem er að sjálfsögðu bannað. Stjarnan sparkaði boltanum langt fram þar sem Hólmbert fór upp í skallabolta og vann innkast. Hann átti svo skot eftir langt innkast frá Jóhanni Laxdal sem fór í Aron Bjarka Jósepsson en það barst boltinn til Hilmars Árna sem skoraði. Baldur kom því aldrei við boltann en það breytir því ekki að hann átti vitaskuld ekki að standa langt inn á vallarhelmingi KR þegar miðjan var tekin. „Það er mér algjörlega óskiljanlegt. Þorvaldur ákveður að stoppa en þeir komu ekkert til baka. Það er óskiljanlegt að dómarinn hafi leyft þetta. Þeir fengu mark á silfurfati,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, við Vísi um markið eftir leik. Farið verður nánar yfir þetta atvik og leikinn sjálfan í Borgunarbikarmörkunum sem eru á dagskrá Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld. Hér að ofan má sjá þetta umdeilda mark.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðjón: Átti ekki einu sinni orku til að fagna Hetja Stjörnumanna var að vonum kátur í leikslok. 2. júlí 2017 21:40 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 3-2 | Guðjón örlagavaldurinn í Garðabænum Guðjón Baldvinsson tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum Borgunarbikars karla þegar hann skoraði sigurmarkið gegn KR þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 2. júlí 2017 22:00 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Guðjón: Átti ekki einu sinni orku til að fagna Hetja Stjörnumanna var að vonum kátur í leikslok. 2. júlí 2017 21:40
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 3-2 | Guðjón örlagavaldurinn í Garðabænum Guðjón Baldvinsson tryggði Stjörnunni sæti í undanúrslitum Borgunarbikars karla þegar hann skoraði sigurmarkið gegn KR þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. 2. júlí 2017 22:00