Slakur lokahringur hjá Ólafíu sem lauk leik í 35. sæti í Kína Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. nóvember 2017 10:15 Ólafía Þórunn slær hér upphafshögg á mótaröðinni fyrr á þessu ári. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 35. sæti ásamt þremur öðrum kylfingum á Blue Bay Classic mótinu í Kína sem lauk nú í morgun en þetta var seinasta mót Ólafíu á fyrsta keppnistímabili hennar á þessari sterkustu mótaröð heims. Ólafía hóf hringinn í 23-25. sæti eftir að hafa leikið þriðja hring mótsins á einu höggi undir pari en hún var lengi af stað á lokadeginum í dag. Byrjaði hún daginn á skolla á fyrstu braut sem hún fékk fugl á deginum áður og fékk annan skolla á fjórðu braut. Tveir skollar til viðbótar fylgdu á fyrri níu og var hún á fjórum höggum yfir pari þegar lokahringurinn var hálfnaður. Tveir skollar á fyrstu tveimur brautum seinni hluta vallarins þýddi að Ólafía var skyndilega komin sex höggum yfir pari á deginum en hún náði aðeins að laga stöðuna með tveimur fuglum á 13. og 14. braut. Þýddi það að hún lék daginn á fjórum höggum yfir pari og lauk mótinu á sjö höggum yfir pari en hún var þrettán höggum frá heimakonunni Shanshan Feng sem vann mótið á níu höggum undir pari. Var þetta 25. mót hennar á mótaröðinni á fyrsta tímabili hennar en hún var í 73. sæti peningalistans fyrir þetta mót með rúmlega 210 þúsund dollara í verðlaunafé. Ætti það að tryggja henni fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári en hún verður ekki meðal efstu kylfinga sem taka þátt í lokamóti mótaraðarinnar í Flórída um næstu helgi. Það þýðir þó ekki að Ólafía sé hætt en hún verður hluti af Evrópuúrvali sem tekur þátt í The Queens mótinu í Japan í byrjun desember en einnig tekur hún þátt í sérstöku styrktarmóti hjá vinkonu sinni, Söndru Gal frá Þýskalandi. Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 35. sæti ásamt þremur öðrum kylfingum á Blue Bay Classic mótinu í Kína sem lauk nú í morgun en þetta var seinasta mót Ólafíu á fyrsta keppnistímabili hennar á þessari sterkustu mótaröð heims. Ólafía hóf hringinn í 23-25. sæti eftir að hafa leikið þriðja hring mótsins á einu höggi undir pari en hún var lengi af stað á lokadeginum í dag. Byrjaði hún daginn á skolla á fyrstu braut sem hún fékk fugl á deginum áður og fékk annan skolla á fjórðu braut. Tveir skollar til viðbótar fylgdu á fyrri níu og var hún á fjórum höggum yfir pari þegar lokahringurinn var hálfnaður. Tveir skollar á fyrstu tveimur brautum seinni hluta vallarins þýddi að Ólafía var skyndilega komin sex höggum yfir pari á deginum en hún náði aðeins að laga stöðuna með tveimur fuglum á 13. og 14. braut. Þýddi það að hún lék daginn á fjórum höggum yfir pari og lauk mótinu á sjö höggum yfir pari en hún var þrettán höggum frá heimakonunni Shanshan Feng sem vann mótið á níu höggum undir pari. Var þetta 25. mót hennar á mótaröðinni á fyrsta tímabili hennar en hún var í 73. sæti peningalistans fyrir þetta mót með rúmlega 210 þúsund dollara í verðlaunafé. Ætti það að tryggja henni fullan þátttökurétt á LPGA-mótaröðinni á næsta ári en hún verður ekki meðal efstu kylfinga sem taka þátt í lokamóti mótaraðarinnar í Flórída um næstu helgi. Það þýðir þó ekki að Ólafía sé hætt en hún verður hluti af Evrópuúrvali sem tekur þátt í The Queens mótinu í Japan í byrjun desember en einnig tekur hún þátt í sérstöku styrktarmóti hjá vinkonu sinni, Söndru Gal frá Þýskalandi.
Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira