Golf

Rose leiðir eftir fyrsta hring en Tiger er ekki langt undan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rose og Woods voru saman í holli í nótt.
Rose og Woods voru saman í holli í nótt. vísir/getty
Justin Rose er í forystunni eftir fyrsta hringinn á US Open sem fer fram á hinum sögufræga Pebble Beach í Kaliforníu.

Rose líkar vel við US Open því hans eini risatitill kom á sama móti fyrir sex árum síðan. Hann spilaði í nótt á sex höggum undir pari.

Fjórir leikmenn eru höggi á eftir Rose en það eru þeir Rickie Fowler, Xander Schauffele, Aaron Wise og Louis Oostuizen.







Tiger Woods spilaði fyrsta hringinn ágætlega og er einu höggi undir pari og Rory McIlroy er á þremur undir pari.

Brooks Koepka er á tveimur undir pari en hann reynir við að verða sá fyrsti til þess að vinna þrjú US Open.

Hringur tvö verður spilaður í dag og hefst útsending frá honum klukkan 19.00 á Stöð 2 Golf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×