Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á meðal keppenda á Marathon Classic og komst í gegnum niðurskurðinn.Hún lék á fjórum höggum yfir pari í dag og er í 77. sæti á samtals fimm höggum yfir pari.
Kim var með forystu eftir fyrstu tvo hringina og hún lét toppsætið ekki af hendi í dag. Hún lék á fimm höggum undir pari í dag og er samtals á 16 höggum undir pari.
.@SY_KIM_lpga taps in for par on 18 to finish at 16-under!
We’re set up for an exciting Sunday finish at the @MarathonLPGA!pic.twitter.com/UcR2Lh2Mtr
— LPGA (@LPGA) July 13, 2019
Thompson lék á sex höggum undir pari í dag og fór upp í 2. sætið á samtals 15 höggum undir pari. Hin suður-kóreska Jeonguen Lee6 átti sinn sísta hring á mótinu (-2) og datt úr 2. sætinu niður í það þriðja. Hún er samtals á tólf höggum undir pari.
Carlota Ciganda frá Spáni og bandarísku kylfingarnir Jennifer Kupcho og Stacy Lewis er jafnar í 4. sæti á samtals ellefu höggum undir pari.
Bein útsending frá lokahring mótsins hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport 4 á morgun.
.@SY_KIM_lpga holds a one-stroke lead over @Lexi Thompson heading into the final round of the @MarathonLPGA.
FULL LEADERBOARDhttps://t.co/rGL4wQoE6C@NEC#NECLPGAStatspic.twitter.com/xPHWmLMCd2
— LPGA (@LPGA) July 13, 2019