Holmes með forystu eftir fyrsta hringinn á Opna breska Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. júlí 2019 19:30 Holmes fékk skolla á fyrstu holu en engan eftir það. vísir/getty Bandaríkjamaðurinn JB Holmes er með forystu eftir fyrsta hringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Leikið er á Royal Portrush vellinum á Norður-Írlandi. Holmes, sem hefur aldrei unnið risamót á ferlinum, lék fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Hann er með eins höggs forystu á Írann Shane Lowry. Holmes fékk skolla á fyrstu holunni en gerði ekki fleiri mistök á hringnum og fékk alls sex fugla.A bogey on the 1st but it was red from then on for @JBHolmesgolf. He finishes with a 66 and is the clubhouse leader #TheOpen#NTTDATAWall Live scoringhttps://t.co/eQjasgPOwfpic.twitter.com/kyOZyicmCL — The Open (@TheOpen) July 18, 2019 Spánverjinn Jon Rahm var um tíma með forystuna en fór illa að ráði sínu á síðustu fjórum holunum þar sem hann fékk tvo skolla. Rahm er í 3. sæti á þremur höggum undir pari ásamt 13 öðrum kylfingum. Þeirra á meðal er Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka sem situr á toppi heimslistans. Sigurvegarinn frá því í fyrra, Ítalinn Francesco Molinari, er í 95. sæti á þremur höggum yfir pari. Margir stórlaxar náðu sér ekki á strik í dag. Phil Mickelson er á fimm höggum yfir pari og Tiger Woods lék á sjö höggum yfir pari og er á meðal neðstu manna. Heimamaðurinn Rory McIlroy átti afar erfiðan dag og lék á átta höggum yfir pari. David Duval, sem vann Opna breska fyrir 18 árum, er neðstur en hann lék hringinn í dag á 20 höggum yfir pari. Duval þurfti 13 högg til að klára sjöundu holuna sem er par fimm hola.Argentínumaðurinn Emiliano Grillo gleymir deginum í dag ekki í bráð en hann fór holu í höggi á 13. holu.HOLE-IN-ONE! @GrilloEmiliano with the 1st ace at The Open since 2016 #TheOpen Live coveragehttps://t.co/V5gkRJCUkC … pic.twitter.com/msunSxlDaU — The Open (@TheOpen) July 18, 2019Bein útsending frá öðrum hring Opna breska hefst klukkan 05:30 á Stöð 2 Golf í fyrramálið.A look at the leaderboard after Round 1 of The 148th Open. For all scoring, hole and player statshttps://t.co/eQjasgPOwf#TheOpen#NTTDATAWallpic.twitter.com/NbgEXZRIBA — The Open (@TheOpen) July 18, 2019 Golf Tengdar fréttir Fór par fimm holu á 13 höggum á Opna breska David Duval var einu sinni efsti maður heimslistans í golfi og hann vann Opna breska risamótið árið 2001. Hann er enn í fullu fjöri en það eru þó litlar líkur á að hann bæti öðrum titli af Opna breska við safnið um helgina. 18. júlí 2019 13:30 Hola í höggi á Opna breska í fyrsta skipti í þrjú ár │Myndband Fyrsti dagur Opna breska risamótsins hófst í dag og var ekki langt þar til draga fór til tíðinda og fyrsta holan í höggi sá dagsins ljós snemma dags. 18. júlí 2019 09:25 McIlroy kláraði á átta yfir pari: „Mig langar að berja sjálfan mig“ Norður-Írinn Rory McIlroy þarf á ótrúlegum hring að halda á morgun ætli hann sér í gegnum niðurskurðinn á Opna breska risamótinu í golfi. Byrjun McIlroy í dag var hrein martröð. 18. júlí 2019 15:03 Rory McIlroy með snjókarl á fyrstu holu á Opna breska Norður-Írski kylfingurinn Rory McIlroy var búinn að bíða lengi eftir Opna breska meistaramótinu í golfi í ár en gerði nánast út um sigurvonir sínar á fyrstu holu. 18. júlí 2019 10:15 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn JB Holmes er með forystu eftir fyrsta hringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Leikið er á Royal Portrush vellinum á Norður-Írlandi. Holmes, sem hefur aldrei unnið risamót á ferlinum, lék fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Hann er með eins höggs forystu á Írann Shane Lowry. Holmes fékk skolla á fyrstu holunni en gerði ekki fleiri mistök á hringnum og fékk alls sex fugla.A bogey on the 1st but it was red from then on for @JBHolmesgolf. He finishes with a 66 and is the clubhouse leader #TheOpen#NTTDATAWall Live scoringhttps://t.co/eQjasgPOwfpic.twitter.com/kyOZyicmCL — The Open (@TheOpen) July 18, 2019 Spánverjinn Jon Rahm var um tíma með forystuna en fór illa að ráði sínu á síðustu fjórum holunum þar sem hann fékk tvo skolla. Rahm er í 3. sæti á þremur höggum undir pari ásamt 13 öðrum kylfingum. Þeirra á meðal er Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka sem situr á toppi heimslistans. Sigurvegarinn frá því í fyrra, Ítalinn Francesco Molinari, er í 95. sæti á þremur höggum yfir pari. Margir stórlaxar náðu sér ekki á strik í dag. Phil Mickelson er á fimm höggum yfir pari og Tiger Woods lék á sjö höggum yfir pari og er á meðal neðstu manna. Heimamaðurinn Rory McIlroy átti afar erfiðan dag og lék á átta höggum yfir pari. David Duval, sem vann Opna breska fyrir 18 árum, er neðstur en hann lék hringinn í dag á 20 höggum yfir pari. Duval þurfti 13 högg til að klára sjöundu holuna sem er par fimm hola.Argentínumaðurinn Emiliano Grillo gleymir deginum í dag ekki í bráð en hann fór holu í höggi á 13. holu.HOLE-IN-ONE! @GrilloEmiliano with the 1st ace at The Open since 2016 #TheOpen Live coveragehttps://t.co/V5gkRJCUkC … pic.twitter.com/msunSxlDaU — The Open (@TheOpen) July 18, 2019Bein útsending frá öðrum hring Opna breska hefst klukkan 05:30 á Stöð 2 Golf í fyrramálið.A look at the leaderboard after Round 1 of The 148th Open. For all scoring, hole and player statshttps://t.co/eQjasgPOwf#TheOpen#NTTDATAWallpic.twitter.com/NbgEXZRIBA — The Open (@TheOpen) July 18, 2019
Golf Tengdar fréttir Fór par fimm holu á 13 höggum á Opna breska David Duval var einu sinni efsti maður heimslistans í golfi og hann vann Opna breska risamótið árið 2001. Hann er enn í fullu fjöri en það eru þó litlar líkur á að hann bæti öðrum titli af Opna breska við safnið um helgina. 18. júlí 2019 13:30 Hola í höggi á Opna breska í fyrsta skipti í þrjú ár │Myndband Fyrsti dagur Opna breska risamótsins hófst í dag og var ekki langt þar til draga fór til tíðinda og fyrsta holan í höggi sá dagsins ljós snemma dags. 18. júlí 2019 09:25 McIlroy kláraði á átta yfir pari: „Mig langar að berja sjálfan mig“ Norður-Írinn Rory McIlroy þarf á ótrúlegum hring að halda á morgun ætli hann sér í gegnum niðurskurðinn á Opna breska risamótinu í golfi. Byrjun McIlroy í dag var hrein martröð. 18. júlí 2019 15:03 Rory McIlroy með snjókarl á fyrstu holu á Opna breska Norður-Írski kylfingurinn Rory McIlroy var búinn að bíða lengi eftir Opna breska meistaramótinu í golfi í ár en gerði nánast út um sigurvonir sínar á fyrstu holu. 18. júlí 2019 10:15 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fór par fimm holu á 13 höggum á Opna breska David Duval var einu sinni efsti maður heimslistans í golfi og hann vann Opna breska risamótið árið 2001. Hann er enn í fullu fjöri en það eru þó litlar líkur á að hann bæti öðrum titli af Opna breska við safnið um helgina. 18. júlí 2019 13:30
Hola í höggi á Opna breska í fyrsta skipti í þrjú ár │Myndband Fyrsti dagur Opna breska risamótsins hófst í dag og var ekki langt þar til draga fór til tíðinda og fyrsta holan í höggi sá dagsins ljós snemma dags. 18. júlí 2019 09:25
McIlroy kláraði á átta yfir pari: „Mig langar að berja sjálfan mig“ Norður-Írinn Rory McIlroy þarf á ótrúlegum hring að halda á morgun ætli hann sér í gegnum niðurskurðinn á Opna breska risamótinu í golfi. Byrjun McIlroy í dag var hrein martröð. 18. júlí 2019 15:03
Rory McIlroy með snjókarl á fyrstu holu á Opna breska Norður-Írski kylfingurinn Rory McIlroy var búinn að bíða lengi eftir Opna breska meistaramótinu í golfi í ár en gerði nánast út um sigurvonir sínar á fyrstu holu. 18. júlí 2019 10:15