Draumabyrjun Bergwijn er Mourinho hafði betur gegn Guardiola Anton Ingi Leifsson skrifar 2. febrúar 2020 18:15 Bergwijn fagnar marki sínu í dag. vísir/getty Tottenham gerði sér lítið fyrir og skellti Manchester City, 2-0, er liðin mættust í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum. Mikill hiti var í liðunum í fyrri hálfleik og fengu gestirnir frá Manchester vítaspyrnu á 41. mínútu eftir brot Sergie Aurier á Sergio Aguero. Eftir skoðun VARsjá var dæmd vítaspyrna og á punktinn steig Ilkay Gundogan en hann lét hins vegar Hugo Lloris verja frá sér. Raheem Sterling tók þá frákastið og rak boltann framhjá Lloris sem virtist taka hann niður. City vildu annað víti en Tottenham-menn voru brjálaðir yfir meintum leikaraskap Sterling. Jose Mourinho's reaction to the VAR controversy earlier in the gamehttps://t.co/G8BFHWTZuF#bbcfootballpic.twitter.com/uxpx8wl1Af— Match of the Day (@BBCMOTD) February 2, 2020 Allt ætlaði um koll að keyra og margir leikmenn liðanna voru komnir í stimpingar. Eftir skoðun VAR var hins vegar ekki dæmt og staðan markalaus í hálfleik. Steven Bergwijn var í byrjunarliði Tottenham í fyrsta skipti eftir að hafa komið frá PSV í síðustu viku og hann kom Tottenham yfir með frábæru skoti á 63. mínútu. Bergwijn er 13 Hollenski leikmaðurinn til að skora í frumraun sinni í EPL. pic.twitter.com/NR7AsmdX7e— Gummi Ben (@GummiBen) February 2, 2020 Þremur mínútum áður hafði Olexandr Zinchenko fengið sitt annað gula spjald og þar með sendur í bað. Tottenham gerði svo út um leikinn á 71. mínútu er Son Heung-min min skoraði með laglegu skoti og lokatölur 2-0. Ensku meistararnir í Man. City eru því 22 stigum á eftir toppliði Liverpool en Tottenham er í 5. sætinu með 37 stig. Fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti. Enski boltinn
Tottenham gerði sér lítið fyrir og skellti Manchester City, 2-0, er liðin mættust í síðasta leik helgarinnar í enska boltanum. Mikill hiti var í liðunum í fyrri hálfleik og fengu gestirnir frá Manchester vítaspyrnu á 41. mínútu eftir brot Sergie Aurier á Sergio Aguero. Eftir skoðun VARsjá var dæmd vítaspyrna og á punktinn steig Ilkay Gundogan en hann lét hins vegar Hugo Lloris verja frá sér. Raheem Sterling tók þá frákastið og rak boltann framhjá Lloris sem virtist taka hann niður. City vildu annað víti en Tottenham-menn voru brjálaðir yfir meintum leikaraskap Sterling. Jose Mourinho's reaction to the VAR controversy earlier in the gamehttps://t.co/G8BFHWTZuF#bbcfootballpic.twitter.com/uxpx8wl1Af— Match of the Day (@BBCMOTD) February 2, 2020 Allt ætlaði um koll að keyra og margir leikmenn liðanna voru komnir í stimpingar. Eftir skoðun VAR var hins vegar ekki dæmt og staðan markalaus í hálfleik. Steven Bergwijn var í byrjunarliði Tottenham í fyrsta skipti eftir að hafa komið frá PSV í síðustu viku og hann kom Tottenham yfir með frábæru skoti á 63. mínútu. Bergwijn er 13 Hollenski leikmaðurinn til að skora í frumraun sinni í EPL. pic.twitter.com/NR7AsmdX7e— Gummi Ben (@GummiBen) February 2, 2020 Þremur mínútum áður hafði Olexandr Zinchenko fengið sitt annað gula spjald og þar með sendur í bað. Tottenham gerði svo út um leikinn á 71. mínútu er Son Heung-min min skoraði með laglegu skoti og lokatölur 2-0. Ensku meistararnir í Man. City eru því 22 stigum á eftir toppliði Liverpool en Tottenham er í 5. sætinu með 37 stig. Fjórum stigum frá Meistaradeildarsæti.