Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Landsbankinn og eftirlitið hafa gert sátt um tiltekin skilyrði fyrir samruna félaganna tveggja. Viðskipti innlent 21.2.2025 16:16
Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Landsvirkjun, sem er að öllu leyti í eigu ríkisins, hagnaðist um 41,5 milljarða króna í fyrra og hyggst greiða eiganda sínum 25 milljarða króna í arð. Fyrirtækið mun þá hafa greitt eiganda sínum níutíu milljarða króna í arð á árunum 2021 til 2024. Viðskipti innlent 21.2.2025 14:27
Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Barði NK, uppsjávarskip Síldarvinnslunar, mun taka loðnunótina um borð í dag og halda til veiða eftir að loðnukvóti var gefinn út í gær. Viðskipti innlent 21.2.2025 13:37
Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Fulltrúar sveitarfélagsins Ölfuss og Carbfix skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að reist verði svonefnd Coda Terminal-stöð í sveitarfélaginu. Vinna við leyfisferla og samráð við íbúa og hagaðila á að hefjast á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 20.2.2025 15:10
Loðnuvertíð eftir allt saman Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út uppfærða ráðgjöf upp veiðar á 8589 tonnum af loðnu. Viðskipti innlent 20.2.2025 13:34
Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Heimar hf. hafa undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í Tryggvagötu ehf., sem á fasteignirnar að Tryggvagötu 10 og 14. Fasteignirnar hýsa Exeter hótelið og samskiptafélagið Aton. Bygging fasteignanna var mjög umdeild enda var friðað hús rifið til þess að þeim yrði komið fyrir. Viðskipti innlent 20.2.2025 13:08
Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Gengi hlutabréfa í flugfélaginu Play hefur lækkað um tæp sautján prósent það sem af er degi og hefur aldrei verið lægra. Í gær var greint frá því að félagið hefði verið athugunarmerkt af Kauphöllinni vegna ábendingar endurskoðenda um rekstrarhæfi félagsins. Viðskipti innlent 20.2.2025 10:54
Bein útsending: Stærðin skiptir máli Verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnu um risaframkvæmdir á Íslandi og mikilvægi vandaðrar verkefnastjórnsýslu (e. Project governance) á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Viðskipti innlent 20.2.2025 08:32
Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Eftirvænting ríkir í loðnugeiranum um hvort nýafstaðin loðnuleit skili nægilegu magni til að unnt sé að gangsetja síðbúna loðnuvertíð. Vonin er talin veik en þó einhver. Viðskipti innlent 19.2.2025 21:42
Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM ganga gegn stefnu ríkisins en að kaupunum verði ekki hnekkt. Viðskipti innlent 19.2.2025 11:08
Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. Viðskipti innlent 19.2.2025 10:51
„Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Þingflokksformaður Framsóknar segir áform fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun pitsaosts íblönduðum jurtaolíu geta haft víðtæk og alvarleg áhrif á íslenska bændur og matvælaframleiðslu. „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta.“ Viðskipti innlent 18.2.2025 16:50
„Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Forsætisráðherra segir að það kæmi sér verulega á óvart ef af samruna Arion banka og Íslandsbanka yrði, sé tekið mið af fyrri ákvarðanatöku Samkeppniseftirlitsins á fjármálamarkaði. Viðskipti innlent 18.2.2025 14:45
Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Hulda Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem framkvæmdastjóri heilbrigðistæknifyrirtækisins Nox Medical. Hulda tekur við starfinu af Ingvari Hjálmarssyni en hún tekur jafnframt sæti í í framkvæmdastjórn móðurfélgas fyrirtækisins, Nox Health í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 18.2.2025 14:08
Bætast í eigendahóp Markarinnar Um áramótin bættust þau Hildur Leifsdóttir og Peter Dalmay við eigendahóp Markarinnar lögmannsstofu hf. Bæði hafa starfað um árabil hjá stofunni. Viðskipti innlent 18.2.2025 13:00
Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. Viðskipti innlent 18.2.2025 08:59
Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Sérstök umræða um strandveiðar og tekjur hins opinbera af sjávarútvegi verður haldin í dag á Alþingi. Viðskipti innlent 18.2.2025 07:49
Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Fjármálaráðherra telur samruna Íslandsbanka og Arion banka ekki koma til með að auka samkeppni á fjármálamarkaði. Skoða verði heildarhagsmuni allrar þjóðarinnar. Viðskipti innlent 17.2.2025 21:00
Níu milljarða tap en staðan styrkist Þrátt fyrir að Play hafi tapað níu milljörðum á síðasta ári segir forstjórinn framtíðina mjög bjarta. Með nýju samkomulagi sé búið að tryggja mikinn fyrirsjáanleika í fjárhag félagsins. Viðskipti innlent 17.2.2025 19:04
Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Fjármála- og efnahagsráðherra, segist ekki ætla að ganga í röð þeirra fjármálaráðherra sem hafa ekki gætt hagsmuna borgaranna gagnvart ÁTVR. Þvert á móti muni hann leiða endurbótavinnu innan stofnunarinnar. Viðskipti innlent 17.2.2025 16:56
„Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. Viðskipti innlent 17.2.2025 15:02
Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Fjölskyldan sem á og rekur Pétursbúð í Vesturbæ Reykjavíkur tók við lyklunum að söluturninum Bláhorninu við Grundarstíg í gærkvöldi. Nýir eigendur stefna á að auka vöruúrval í versluninni sem verður opnuð aftur síðdegis í dag með nýja rekstraraðila í brúnni. Viðskipti innlent 17.2.2025 13:59
Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Ríkið mun halda áfram að vinna að undirbúningi á sölu á hlut sínum í Íslandsbanka í almennu og opnu útboði, þrátt fyrir að Arion banki hafi tilkynnt um áhuga á að sameinast Íslandsbanka. Viðskipti innlent 17.2.2025 12:14
Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra segist ekki skilja hvers vegna Arion leggi í að reyna að sameinast Íslandsbanka. Nánast útilokað sé að samruninn muni ganga í gegn. Viðskipti innlent 17.2.2025 12:12