Fréttir

Sól­veig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki vera hlutverk borgarinnar að fjalla um utanríkismál. Borgin sé hins vegar yfirlýst friðarborg. Tillaga flokksins um sérstakan friðarfána fyrir Reykjavík sé tilkomin til að reyna að leysa deilur sem upp hafi komið á lokuðum fundum í tengslum við það þegar fáni Palestínu var dreginn að húni við Ráðhúsið. Hún kveðst ósammála formanni Eflingar sem segir tillöguna vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Sjálf hafi Sólveig Anna gerst sek um dyggðarskreytingar að mati Hildar.

Innlent

Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnan­til

Djúp og víðáttumikil lægð er nú vestur af Írlandi sem sendir skilabakka með rigningu og súld yfir landið. Þó verður lítil sem engin úrkoma suðvestantil, enda hlémegin og er úrkomuákefðin ávallt mest áveðurs.

Veður

Rúm­lega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afgan­istan

Að minnsta kosti sex hundruð eru látnir eftir jarðskjálfta sem reið yfir austurhluta Afganistans í gærkvöldi. Skjálftinn var sex stig að stærð og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka eftir því sem björgunaraðilar ná til fleiri þorpa en skjálftinn varð á fremur afskekktu svæði í landinu.

Erlent

Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni

Fyrrverandi oddviti Sjálfstæðislokksins í Reykjavík vill að flokkurinn haldi Hildi Björnsdóttur sem oddvita en raða nýju fólki í hin sætin á listanum. Hann segir að núverandi borgarstjórnarflokkur sé ósamhentur og hafi lítið breyst síðan 2018, þegar hann hagaði sér „eins og það væru alltaf einhver læti í fjölskyldunni.“ Þá lýsir Halldór óánægju yfir því að flokkurinn máli upp borgarlínuna sem ömurlega.

Innlent

Biðjast ekki af­sökunar

Fundarmenn á flokksráðsfundi Vinstri grænna felldu í dag ályktun um að biðjast afsökunar á breytingum sem síðasta ríkisstjórn gerði á útlendingalögum.

Innlent

Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa

Bandaríski fjölmiðillinn Washington Post hefur undir höndum 38 blaðsíðna skjal sem útlistar áætlanir Bandaríkjastjórnar um framtíð Gasasvæðisins að stríðinu loknu. Það felur meðal annars í sér að allir íbúar svæðisins verði fluttir burt, að Bandaríkin fari með völd á svæðinu í tíu ár hið minnsta og að ströndinni verði umbreytt í „gervigreindarknúna“ ferðamannaparadís og rafbílaframleiðslusvæði.

Erlent

Varðturnarnir á bak og burt

Varðturnarnir sem komið var upp til að sporna við vasaþjófnaði og vöktu misjöfn viðbrögð meðal borgarbúa eru nú á bak og burt. Um var að ræða tilraunaverkefni sem gekk, að sögn aðstandanda, prýðisvel. Það verður endurtekið.

Innlent

Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land

Mikill hugur er hjá skógræktarfólki um allt land enda víða verið að gróðursetja plöntur í því skyni að fá upp myndarlegan skóg. Forseti Íslands tók þátt í aðalfundi Skógræktarfélags Íslands um helgina í Borgarfirði og gróðursetti meðal annars í Varmalandi.

Innlent

Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu

Verjendur hins meinta raðmorðingja Rex Heuermann, sem giftur er íslenskri konu, hafa farið fram á að lífsýni úr hári og öðrum gömlum lífsýnum sem fundust á líkum kvenna í Gilgo Beach, verði ekki notuð í réttarhöldunum gegn honum. Dómari hefur þá kröfu til skoðunar en ákvörðun hans gæti haft mikil áhrif á málið.

Erlent

Felldu tals­mann hernaðararms Hamas

Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, segir að Abu Obeida, talsmaður al-Qassam-sveita Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í loftárás í gær. Heilbrigðisstarfsmenn á Gasaströndinni segja að minnsta kosti 43 Palestínumenn liggja í valnum frá því í gær. Flestir þeirra í Gasaborg, sem Ísraelar hafa lýst yfir að sé nú átakasvæði.

Erlent

Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra í setningarræðu flokksráðsfundar Vinstri grænna í dag og sagði hann ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna.

Innlent

Boðar sumar­veður inn í septem­ber

Blíðviðri er í kortunum á suðvesturhluta landsins. Búist er við miklu sólskini í dag og á morgun, þótt einhverjar síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla. Veðurfræðingur segir spána afar hagstæða á höfuðborgarsvæðinu, og á Suður- og Vesturlandi.

Innlent

Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi

Leiðtogar Kína og Indlands, tveggja fjölmennustu ríkja heims, hétu því í morgun að verða félagar en ekki andstæðingar. Bæði ríkin hafa verið beitt umfangsmiklum tollum af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna en ráðamenn í Kína hafa einnig áhuga á því að draga úr áhrifum Bandaríkjanna í Asíu.

Erlent

Ís­land enn friðsælast í sí­fellt versnandi heimi

Ísland er enn eina ferðina friðsælasta lands heims, samkvæmt nýrri skýrslu Global Peace Index. Ríkið hefur vermt efsta sæti listans frá árinu 2008. Síðan byrjað var að gefa skýrsluna út á ári hverju hefur heimurinn þó aldrei verið minna friðsæll.

Erlent

Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar

Ráðamenn í Ísrael ætla brátt að hægja á eða stöðva alfarið flæði neyðaraðstoðar til tiltekinna svæða á norðurhluta Gasastrandarinnar, þar sem til stendur að fara í umfangsmikla hernaðaraðgerð í Gasaborg. Það er í kjölfar þess að Ísraelar hættu á föstudaginn að gera hlé á árásum til að auðvelda deilingu birgða til fólks sem heldur til í borginni.

Erlent