Fréttir Viðbrögð stjórnarandstöðunnar, rödd almennings og landsleikur Ekki er einhugur um það meðal leiðtoga á Alþingi hvort forseti eigi að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof eða hvort honum beri að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti Íslands ræddi við leiðtoga allra flokkanna í dag. Innlent 14.10.2024 18:01 Afar spenntur fyrir minnihlutastjórn Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra hafi komið sér á óvart um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Orri segist skilja orð hans þannig að hann sé að „gefast upp á þessu verkefni.“ Innlent 14.10.2024 17:02 Íslendingur bannaður á djamminu í Danmörku Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku og má sömuleiðis ekki skella sér út á lífið yfir fjögurra mánaða tímabil. Innlent 14.10.2024 17:01 „Ekkert eðlilega leiðinleg, þessi ríkisstjórn“ Fulltrúar minnihlutans á Alþingi reyndu ekki að leyna létti sem hefur gripið um sig í þeirra röðum við þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og óska eftir þingrofi. „Hún var ekkert eðlilega leiðinleg, þessi ríkisstjórn,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fulltrúi Viðreisnar og bætti um betur en áður hafði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati gefið ríkisstjórninni þessa sömu einkunn. Innlent 14.10.2024 16:45 Allar líkur á samþykki forseta og að stjórnin sitji til kosninga Prófessor í lögfræði segist telja allar líkur á að forseti Íslands fallist á beiðni forsætisráðherra um þingrof. Þá sé ólíklegt að formenn ríkisstjórnarflokkanna geti ekki unnið saman fram að kosningum í nóvember. Innlent 14.10.2024 15:46 Hóta frekari aðgerðum eftir umfangsmiklar æfingar Kínverjar héldu í dag gífurlega umfangsmiklar heræfingar kringum Taívan. Æfingarnar voru haldnar í kjölfar þess að forseti eyríkisins hélt í síðustu viku ræðu þar sem hann ítrekaði fullveldi Taívans og sagði ráðamenn Í Peking ekki eiga tilkall til eyjunnar. Erlent 14.10.2024 15:29 Blönduð leið líkleg hjá Viðreisn og barátta um oddvitasætin Viðreisnarfólk mun taka ákvörðun um fyrirkomulag við val á framboðslista á allra næstu dögum. Ekki er ólíklegt að ólíkar leiðir verði farnar við val á lista eftir kjördæmum, prófkjör í sumum og uppstilling í öðrum, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. Vænta má að einhver barátta verði um efstu sæti á listum flokksins. Innlent 14.10.2024 15:01 „Við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir stjórnarsamstarfinu augljóslega lokið. Það þurfi að klára lykilmál eins og fjárlög en það séu kosningar framunda. Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn. Það skipti mestu máli að vextir halda áfram að lækka og koma efnahagsmálunum í lag. Lilja ræddi við fréttamann að loknum þingflokksfundi. Innlent 14.10.2024 14:57 Staðan óljós eftir atburðarás gærdagsins Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þingflokkinn hafa farið yfir stöðuna í stjórnmálum í dag á þingflokksfundi. Staðan sé óljóst eftir atburðarás gærdagsins. Hann ætlar á fundi með forsetanum síðar í dag að ræða það hvort ríkisstjórnin starfi saman fram að kosningum eða hvort skipa þurfi starfsstjórn. Innlent 14.10.2024 14:32 Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri kveðst í hlaðvarpsviðtali dauðvorkenna Einari Þorsteinssyni sitjandi borgarstjóra. Einar tók við keflinu af Degi B. Eggertssyni fyrrverandi borgarstjóra á miðju kjörtímabili en Dagur hefur verið orðaður við framboð í landsmálunum og þá fyrir Samfylkinguna. Innlent 14.10.2024 14:01 Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. Erlent 14.10.2024 14:01 Hnífstunguárás í gistiskýlinu Hnífstunguárásin sem greint var frá í morgun var framin í gistiskýli fyrir heimilislausa karlmenn á Lindargötu í Reykjavík. Það er önnur hnífstunguárásin sem framin er í gistiskýlum borgarinnar á örfáum mánuðum. Innlent 14.10.2024 13:56 „Við þurfum að flýta okkur hægt í þessari stöðu“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir liggja fyrir að forsætisráðherra hafi ekki beðist lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Ræða þurfi hvort setja eigi þess í stað starfsstjórn. Innlent 14.10.2024 13:30 Það henti VG að vera í „svolitlum slag“ við Sjálfstæðisflokkinn Bæði formaður VG og formaður Framsóknar hafa lýst ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um stjórnarslit, sem óvæntum. Þetta hafi komið þeim í opna skjöldu. Ólafur Þ Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor var beðinn um að meta stöðu flokkanna eftir ákvörðun Bjarna. Innlent 14.10.2024 13:21 Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. Innlent 14.10.2024 12:58 Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. Innlent 14.10.2024 12:26 Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Inga Sæland, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. Innlent 14.10.2024 12:24 Leggur upp í leit að lífvænlegum aðstæðum á Evrópu Fyrsti könnunarleiðangurinn til ístunglsins Evrópu gæti hafist í dag með geimskoti bandaríska geimfarsins Europa Clipper. Evrópa þykir einn mest spennandi hnöttur sólkerfisins því neðanjarðarhaf er talið að finna undir ísilögðu yfirborðinu. Erlent 14.10.2024 12:02 Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. Innlent 14.10.2024 11:56 Annar fyrrverandi Miðflokksmaður til liðs við Arnar Þór Baldur Borgþórsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Miðflokksins, hefur gengið til liðs við Lýðræðisflokk Arnars Þórs Jónssonar. Árið 2021 hætti hann í Miðflokknum og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 14.10.2024 11:56 Verðlaunaðir fyrir rannsóknir á áhrifum stofnana á auðlegð þjóða Þrír hagfræðingar deila Nóbelsverðlaunum í hagfræði fyrir rannsóknir sem sýna hvaða þýðingu stofnanir samfélagsins hafa fyrir velgengni þess. Rannsóknir þeirra eru sagðar hafa varpað ljósi á hvers vegna sumum þjóðum vegnar vel en öðrum illa. Erlent 14.10.2024 11:40 Forseti fundar með formönnum Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof. Innlent 14.10.2024 11:32 Uppstilling á framboðslista „ekki A-kostur“ Þótt formaður Samfylkingarinnar hafi lýst því yfir í gær að fátt annað komi til greina en að velja á framboðslista flokksins með uppstillingu hefur formleg ákvörðun um slíkt ekki verið tekin. Það er í höndum kjördæmisráðs flokksins að taka ákvörðun um fyrirkomulag við val á lista en formenn kjördæmisráða munu funda síðdegis í dag. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segist telja að fullur skilningur ríki fyrir því að farin verði þessa leið í ljósi þess hve stutt sé að öllum líkindum til kosninga, þótt „þetta sé ekki A-kostur.“ Innlent 14.10.2024 11:26 „Svívirðileg móðgun við kennara“ Kennarar í Reykjavík gera alvarlegar athugasemdir við þau ummæli sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri lét falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í liðinni viku. Innlent 14.10.2024 11:08 „Mér gæti ekki verið meira sama um alla spekingana“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að honum sé sama um það sem stjórnmálaskýrendur munu segja um ákvörðun hans að boða þingrof. Hann þurfi sterkara umboð og stærri þingflokk til þess að ná fram markmiðum Sjálfstæðisflokksins. Innlent 14.10.2024 10:31 Frank Walter Sands er fallinn frá Frank Walter Sands, athafnamaður og stofnandi veitingastaðanna Vegamóta og Reykjavík Bagel Company, er látinn, aðeins 58 ára gamall. Frank lést á sjúkrahúsinu í Avignon 8. október sl. af völdum hastarlegra ofnæmisviðbragða og hjartaáfalls þar sem hann var staddur í fríi í Suður-Frakklandi. Innlent 14.10.2024 10:23 Nota óbreytta Palestínumenn til að leita að sprengjum og gildrum Ísraelskir hermenn hafa ítrekað notað óbreytta Palestínumenn sem handsamaðir eru á Gasaströndinni sem mennska skildi, meðal annars með því að þvinga þá til að fara inn í byggingar og leita að sprengjum og gildrum. Tilfellum sem þessum hefur farið fjölgandi. Erlent 14.10.2024 10:19 „Þetta verður alger Kleppur“ Arnar Þór Jónsson, stofnandi Lýðræðisflokksins, segir að framundan séu annasamar vikur í kjölfar ákvörðunar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra að óska eftir þingrofi með það að markmiði að halda þingkosningar í nóvember. Innlent 14.10.2024 10:02 Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. Innlent 14.10.2024 09:55 Segja ásakanir „uppspuna frá rótum“ og „efni í hryllingsmynd“ Hjónin fyrrverandi sem veittu meðferðarheimilunum að Varpholti og Laugalandi forstöðu á árunum 1997 til 2007 segjast hafa mátt sæta ærumeiðingum og rógburði í fleiri ár. Þau segja að enginn fótur sé fyrir ásökunum fyrrum skjólstæðinga um meint andlegt og líkamlegt ofbeldi, skort á eftirliti, ógnarstjórnun og ásökunum um félagslega einangrun og niðurbrot. Þá hafi ríkisvaldið tekið þátt í „rógsherferð“ sem staðið hafi yfir í á fjórða ár gegn hjónunum. Innlent 14.10.2024 09:33 « ‹ 106 107 108 109 110 111 112 113 114 … 334 ›
Viðbrögð stjórnarandstöðunnar, rödd almennings og landsleikur Ekki er einhugur um það meðal leiðtoga á Alþingi hvort forseti eigi að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof eða hvort honum beri að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Forseti Íslands ræddi við leiðtoga allra flokkanna í dag. Innlent 14.10.2024 18:01
Afar spenntur fyrir minnihlutastjórn Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra hafi komið sér á óvart um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Orri segist skilja orð hans þannig að hann sé að „gefast upp á þessu verkefni.“ Innlent 14.10.2024 17:02
Íslendingur bannaður á djamminu í Danmörku Rúmlega þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku og má sömuleiðis ekki skella sér út á lífið yfir fjögurra mánaða tímabil. Innlent 14.10.2024 17:01
„Ekkert eðlilega leiðinleg, þessi ríkisstjórn“ Fulltrúar minnihlutans á Alþingi reyndu ekki að leyna létti sem hefur gripið um sig í þeirra röðum við þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og óska eftir þingrofi. „Hún var ekkert eðlilega leiðinleg, þessi ríkisstjórn,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fulltrúi Viðreisnar og bætti um betur en áður hafði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati gefið ríkisstjórninni þessa sömu einkunn. Innlent 14.10.2024 16:45
Allar líkur á samþykki forseta og að stjórnin sitji til kosninga Prófessor í lögfræði segist telja allar líkur á að forseti Íslands fallist á beiðni forsætisráðherra um þingrof. Þá sé ólíklegt að formenn ríkisstjórnarflokkanna geti ekki unnið saman fram að kosningum í nóvember. Innlent 14.10.2024 15:46
Hóta frekari aðgerðum eftir umfangsmiklar æfingar Kínverjar héldu í dag gífurlega umfangsmiklar heræfingar kringum Taívan. Æfingarnar voru haldnar í kjölfar þess að forseti eyríkisins hélt í síðustu viku ræðu þar sem hann ítrekaði fullveldi Taívans og sagði ráðamenn Í Peking ekki eiga tilkall til eyjunnar. Erlent 14.10.2024 15:29
Blönduð leið líkleg hjá Viðreisn og barátta um oddvitasætin Viðreisnarfólk mun taka ákvörðun um fyrirkomulag við val á framboðslista á allra næstu dögum. Ekki er ólíklegt að ólíkar leiðir verði farnar við val á lista eftir kjördæmum, prófkjör í sumum og uppstilling í öðrum, að sögn framkvæmdastjóra flokksins. Vænta má að einhver barátta verði um efstu sæti á listum flokksins. Innlent 14.10.2024 15:01
„Við erum ekkert ofboðslega hrifin af þessari dramatík“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir stjórnarsamstarfinu augljóslega lokið. Það þurfi að klára lykilmál eins og fjárlög en það séu kosningar framunda. Framsóknarflokkurinn sé tilbúinn. Það skipti mestu máli að vextir halda áfram að lækka og koma efnahagsmálunum í lag. Lilja ræddi við fréttamann að loknum þingflokksfundi. Innlent 14.10.2024 14:57
Staðan óljós eftir atburðarás gærdagsins Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir þingflokkinn hafa farið yfir stöðuna í stjórnmálum í dag á þingflokksfundi. Staðan sé óljóst eftir atburðarás gærdagsins. Hann ætlar á fundi með forsetanum síðar í dag að ræða það hvort ríkisstjórnin starfi saman fram að kosningum eða hvort skipa þurfi starfsstjórn. Innlent 14.10.2024 14:32
Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Jón Gnarr fyrrverandi borgarstjóri kveðst í hlaðvarpsviðtali dauðvorkenna Einari Þorsteinssyni sitjandi borgarstjóra. Einar tók við keflinu af Degi B. Eggertssyni fyrrverandi borgarstjóra á miðju kjörtímabili en Dagur hefur verið orðaður við framboð í landsmálunum og þá fyrir Samfylkinguna. Innlent 14.10.2024 14:01
Leggur til að beita hernum gegn andstæðingum sínum Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist mögulega vilja siga þjóðvarðliði ríkisins eða bandaríska hernum, gegn „innri óvinum“. Fólki sem hann lýsti um helgina sem „öfga-, vinstri geðsjúklingum“ en slíka orðræðu hefur hann ítrekað notað um pólitíska andstæðinga sína. Erlent 14.10.2024 14:01
Hnífstunguárás í gistiskýlinu Hnífstunguárásin sem greint var frá í morgun var framin í gistiskýli fyrir heimilislausa karlmenn á Lindargötu í Reykjavík. Það er önnur hnífstunguárásin sem framin er í gistiskýlum borgarinnar á örfáum mánuðum. Innlent 14.10.2024 13:56
„Við þurfum að flýta okkur hægt í þessari stöðu“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir liggja fyrir að forsætisráðherra hafi ekki beðist lausnar fyrir sína ríkisstjórn. Ræða þurfi hvort setja eigi þess í stað starfsstjórn. Innlent 14.10.2024 13:30
Það henti VG að vera í „svolitlum slag“ við Sjálfstæðisflokkinn Bæði formaður VG og formaður Framsóknar hafa lýst ákvörðun Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um stjórnarslit, sem óvæntum. Þetta hafi komið þeim í opna skjöldu. Ólafur Þ Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor var beðinn um að meta stöðu flokkanna eftir ákvörðun Bjarna. Innlent 14.10.2024 13:21
Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. Innlent 14.10.2024 12:58
Stuttur tími til að „komast í kjólinn fyrir jólin“ Nú þegar stefnir í kosningar fyrir jól, keppast flokkarnir við að smíða lista til að tefla fram. Uppstilling þykir líkleg víða, og aðeins einn flokkur hefur þegar tekið ákvörðun um að fara í prófkjör. Formaður eins flokksins segir þá ekki hafa langan tíma til að „komast í kjólinn fyrir jólin“. Innlent 14.10.2024 12:26
Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Bergþór Ólason, Inga Sæland, Jóhann Páll Jóhannsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verður tilkynning Bjarna Benediktssonar í gær. Innlent 14.10.2024 12:24
Leggur upp í leit að lífvænlegum aðstæðum á Evrópu Fyrsti könnunarleiðangurinn til ístunglsins Evrópu gæti hafist í dag með geimskoti bandaríska geimfarsins Europa Clipper. Evrópa þykir einn mest spennandi hnöttur sólkerfisins því neðanjarðarhaf er talið að finna undir ísilögðu yfirborðinu. Erlent 14.10.2024 12:02
Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. Innlent 14.10.2024 11:56
Annar fyrrverandi Miðflokksmaður til liðs við Arnar Þór Baldur Borgþórsson, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Miðflokksins, hefur gengið til liðs við Lýðræðisflokk Arnars Þórs Jónssonar. Árið 2021 hætti hann í Miðflokknum og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 14.10.2024 11:56
Verðlaunaðir fyrir rannsóknir á áhrifum stofnana á auðlegð þjóða Þrír hagfræðingar deila Nóbelsverðlaunum í hagfræði fyrir rannsóknir sem sýna hvaða þýðingu stofnanir samfélagsins hafa fyrir velgengni þess. Rannsóknir þeirra eru sagðar hafa varpað ljósi á hvers vegna sumum þjóðum vegnar vel en öðrum illa. Erlent 14.10.2024 11:40
Forseti fundar með formönnum Í hádegisfréttum fjöllum við um fundahöld dagsins sem hófust á Bessastöðum í morgun þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór fram á þingrof. Innlent 14.10.2024 11:32
Uppstilling á framboðslista „ekki A-kostur“ Þótt formaður Samfylkingarinnar hafi lýst því yfir í gær að fátt annað komi til greina en að velja á framboðslista flokksins með uppstillingu hefur formleg ákvörðun um slíkt ekki verið tekin. Það er í höndum kjördæmisráðs flokksins að taka ákvörðun um fyrirkomulag við val á lista en formenn kjördæmisráða munu funda síðdegis í dag. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segist telja að fullur skilningur ríki fyrir því að farin verði þessa leið í ljósi þess hve stutt sé að öllum líkindum til kosninga, þótt „þetta sé ekki A-kostur.“ Innlent 14.10.2024 11:26
„Svívirðileg móðgun við kennara“ Kennarar í Reykjavík gera alvarlegar athugasemdir við þau ummæli sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri lét falla á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í liðinni viku. Innlent 14.10.2024 11:08
„Mér gæti ekki verið meira sama um alla spekingana“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að honum sé sama um það sem stjórnmálaskýrendur munu segja um ákvörðun hans að boða þingrof. Hann þurfi sterkara umboð og stærri þingflokk til þess að ná fram markmiðum Sjálfstæðisflokksins. Innlent 14.10.2024 10:31
Frank Walter Sands er fallinn frá Frank Walter Sands, athafnamaður og stofnandi veitingastaðanna Vegamóta og Reykjavík Bagel Company, er látinn, aðeins 58 ára gamall. Frank lést á sjúkrahúsinu í Avignon 8. október sl. af völdum hastarlegra ofnæmisviðbragða og hjartaáfalls þar sem hann var staddur í fríi í Suður-Frakklandi. Innlent 14.10.2024 10:23
Nota óbreytta Palestínumenn til að leita að sprengjum og gildrum Ísraelskir hermenn hafa ítrekað notað óbreytta Palestínumenn sem handsamaðir eru á Gasaströndinni sem mennska skildi, meðal annars með því að þvinga þá til að fara inn í byggingar og leita að sprengjum og gildrum. Tilfellum sem þessum hefur farið fjölgandi. Erlent 14.10.2024 10:19
„Þetta verður alger Kleppur“ Arnar Þór Jónsson, stofnandi Lýðræðisflokksins, segir að framundan séu annasamar vikur í kjölfar ákvörðunar Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra að óska eftir þingrofi með það að markmiði að halda þingkosningar í nóvember. Innlent 14.10.2024 10:02
Gerir grein fyrir ákvörðun sinni síðar í vikunni Halla Tómasdóttir, forseti, segist ætla að ræða við formenn allra flokka sem eiga sæti á Alþingi áður en hún tekur afstöðu til óskar forsætisráðherra um þingrof. Hún ætlar að greina frá ákvörðun sinni seinna í vikunni. Innlent 14.10.2024 09:55
Segja ásakanir „uppspuna frá rótum“ og „efni í hryllingsmynd“ Hjónin fyrrverandi sem veittu meðferðarheimilunum að Varpholti og Laugalandi forstöðu á árunum 1997 til 2007 segjast hafa mátt sæta ærumeiðingum og rógburði í fleiri ár. Þau segja að enginn fótur sé fyrir ásökunum fyrrum skjólstæðinga um meint andlegt og líkamlegt ofbeldi, skort á eftirliti, ógnarstjórnun og ásökunum um félagslega einangrun og niðurbrot. Þá hafi ríkisvaldið tekið þátt í „rógsherferð“ sem staðið hafi yfir í á fjórða ár gegn hjónunum. Innlent 14.10.2024 09:33