Fréttir Lýstu yfir þungum áhyggjum af risi öfgahægri afla Fjölmennur flokksráðsfundur VG fór fram í Reykjanesbæ í gær, laugardaginn 17. ágúst. Vel yfir eitt hundrað félagsmenn komu saman og samþykktu við lok fundar 17 ítarlegar ályktanir. Ályktanirnar fjölluðu meðal annars um róttækar breytingar á húsnæðismarkaði, ójöfnuð, Palestínu og stríðið á Gasa, auðlindir, innflytjendur og margt fleira. Innlent 18.8.2024 17:25 Skeytasendingar ráðherra til marks um valdþreytu Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem nokkrir hafa munnhöggvast opinberlega síðustu daga, nota stöðu sína í eigin þágu til að skapa sér sérstöðu í aðdraganda kosninga. Innlent 18.8.2024 16:18 Ungir og óreyndir Rússar á landamærunum Talsmaður úkraínska hersins segir um 100 til 150 rússneska hermenn hneppta í prísund á hverjum degi í Kursk-héraði í Rússlandi, þar sem Úkraínumenn halda áfram sókn sinni. Það séu meira eða minna ungir hermenn sem hafi nýlega verið kvaddir í herinn og hafi lítinn áhuga á að berjast. Erlent 18.8.2024 15:36 Ekki lengur hægt að valta yfir lítil sveitarfélög úti á landi Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir ekkert munu verða af áformum um uppbyggingu grænnar orkuvinnslu án þess að tekjur sveitarfélaga þar sem orkuvinnslan fer fram verði tryggð. Innlent 18.8.2024 15:18 Rúmlega 20 slasaðir eftir eld í parísarhjóli Minnst 23 slösuðust þegar tveir eldur kviknaði í tveimur vögnum parísarhjóls á tónlistarhátíð í Leipzig í gærkvöldi. Erlent 18.8.2024 12:35 Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. Innlent 18.8.2024 12:09 „Algjörlega ósammála“ samráðherra sínum Dómsmálaráðherra er ósammála samráðherra sínum í ríkisstjórn og formanni Vinstri grænna um að breytingar á útlendingalögum eigi ekki að vera forgangsmál. Hún boðar frekari breytingar í haust og segir núverandi stöðu ekki ganga til lengdar. Innlent 18.8.2024 11:46 Ósætti meðal ráðherra og víðtækt heitavatnsleysi Dómsmálaráðherra segist ósammála samráðherra sínum og formanni Vinstri grænna um að breytingar á útlendingalögum eigi ekki að vera forgangsmál. Hún boðar frekari breytingar í haust. Innlent 18.8.2024 11:42 Tvö þúsund þegar skrifað undir til stuðnings Helga Magnúsi Búið er að koma upp undirskriftalista á Íslandi.is til stuðnings Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að hann verði leystur af störfum vegna umdeildra ummæla í garð hinsegin fólks og útlendinga. Innlent 18.8.2024 11:33 Blinken reynir hvað hann getur Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er mættur til Ísraels í þeim tilgangi að hefja viðræður um vopnahlé á Gasasvæðinu milli Ísraela og Hamas-samtakanna. Háttsettir félagsmenn Hamas segja hugmyndir um mögulegt vopnahlé á Gasasvæðinu einungis blekkingu. Það er þrátt fréttaflutning af aukinni bjartsýni um að samkomulag náist. Erlent 18.8.2024 10:47 Framtíð vindorku, gervigreind og staðan í efnahagsmálum Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 18.8.2024 10:07 Kom að heimilinu í ljósum logum Heimili Helgu Skowronski og fjölskyldu hennar varð fyrir stórtjóni í seinasta mánuði þegar eldur kviknaði í húsi þeirra. Talið er að eldurinn hafi átt upptök sín í fitubakka undir útigrilli. Helga var nýlega byrjuð að koma sér fyrir í húsinu og segir erfitt að lýsa tilfinningunni sem fylgdi því að horfa upp á framtíðarheimilið í rjúkandi rúst. Innlent 18.8.2024 10:00 Reykjanesbær endurgeldur greiðann og býður frítt í sund Reykjanesbær býður íbúum í Hafnarfirði, Kópavogi, Álftanesi, Garðabæ, Norðlingaholti, Breiðholti, Hólmsheiði og almannadal ókeypis í sund í Vatnaveröld á meðan heitavatnslaust verður á þessum svæðum frá mánudagskvöldi til miðvikudags vegna viðgerðar á suðuræð Veitna. Innlent 18.8.2024 09:39 Svöl norðlæg átt næstu daga Norðaustur af landinu er 980 mb lægð sem hreyfist lítið og verður fremur svöl norðlæg átt á landinu í dag og næstu daga. Veður 18.8.2024 09:18 Reykur í hrauni ekki eldgos Reykur sést stíga upp úr hrauni á vefmyndavél RÚV á fjallinu Þorbirni. Veðurstofan segir eldgos ekki hafið heldur að líklega sé um vatnsgufu að ræða. Innlent 18.8.2024 09:16 Á harðahlaupum í handjárnum Nokkur erill var á höfuðborgarsvæðinu í nótt og komu hundrað og fimm mál á borð lögreglu á tólf klukkustunda tímabili frá klukkan fimm síðdegis til klukkan fimm í morgun að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Innlent 18.8.2024 09:15 Hundrað ár frá fyrsta flugi milli Íslands og Ameríku Eitthundrað ár eru um þessar mundir frá því flugvélum var í fyrsta sinn flogið milli Íslands og Ameríku. Flugvélarnar sem það gerðu voru tvær og hafa þær báðar varðveist á flugsöfnum í Bandaríkjunum. Innlent 18.8.2024 08:48 Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. Innlent 17.8.2024 23:40 Vara við versnandi öryggisaðstæðum við Zaporizhzhia kjarnorkuverið Alþjóðakjarnorkumálastofnun, IAEA, varaði við því í dag að öryggisaðstæður við Zaporizhzhia kjarnorkuverið í Úkraínu hafi versnað mikið í kjölfar drónaárásar á vegi nærri kjarnorkuverinu. Sprengjan sprakk á vegi sem liggur á milli tveggja stærstu hliða kjarnorkuversins. Erlent 17.8.2024 22:44 Mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust Enn er óbreytt staða á Reykjanesi og líklegt að annað hvort eldgos eða kvikuinnskot geti hafist á hverri stundu. Meiri virkni er í dag en í gær en ekkert stórt stökk að sögn Minneyjar Sigurðardóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Enn safnast kvika undir Svartsengi. Innlent 17.8.2024 22:09 Eru að slökkva í síðustu glæðunum í Somerset Slökkviliðiðið í London hefur nú náð tökum á eldi í Somerset húsi en tilkynnt var um eld þar um hádegisbil í dag. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að um 125 slökkviliðsmenn hafi verið kallaðir að vettvangi í dag til að slökkva eldinn. Slökkvilið vinnur nú að því slökkva í síðustu glæðunum í þaki hússins. Erlent 17.8.2024 20:35 Rafbílaeigendur með sínar leiðir til að svindla Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir að rafmagnsbílaeigendur eigi það til að vera nokkuð lævísir við að leggja í hleðslustæði án þess að greiða bílastæðagjald og án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa. Innlent 17.8.2024 20:31 Kjörís gaf nokkur tonn af ís í dag Mörg tonn af ís runnu ofan í þá tuttugu þúsund gesti, sem heimsóttu Kjörís í Hveragerði í dag á Ísdegi fyrirtækisins þar sem allir gátu fengið eins mikið af ókeypis ís eins og þeir vildu. Nokkrir furðulegir ísar voru á boðstólnum, til dæmis laxaís, harðfiskís og sinnepsís. Innlent 17.8.2024 20:04 Kuldakastinu muni fylgja töluverð úrkoma Sjaldséð snjókoma er í kortunum í fjöllum Norðanlands á morgun. Veðurfræðingar telja nokkuð ljóst að úr þessari spá rætist. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir allt eðlilegt í íslensku veðurfari en viðurkennir þó að það sé frekar óvanalegt að fá svona kuldakast í ágúst. Rætt var við Harald í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Veður 17.8.2024 19:56 Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. Erlent 17.8.2024 18:19 Ný lágvöruverðsverslun áskorun og tónlistarframleiðsla Magga Mix Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverðsverslun sem var opnuð í Kópavogi í dag. ASÍ bindur vonir við að verslunin veiti aðhald og aðrir líti á verð hennar sem áskorun. Innlent 17.8.2024 18:01 „Ekki sést á þessari öld“ Veðurspákort fyrir morgundaginn eru landanum ekki náðug eins og svo oft áður þetta rigningarsumar. Hins vegar er það ekki rigning sem búist er við á morgun. Spáð er slyddu og snjókomu á morgun vestantil á Norðurlandi og á Hornströndum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir svona spá ekki hafa sést á þessum árstíma á þessari öld. Veður 17.8.2024 15:53 Haraldur baunar á forstjóra Landsvirkjunar Haraldur Þór Jónsson, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er ósammála fullyrðingum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, um umfangsmikið samráð við hagaðila tilætlaðs vindorkuvers í Búrfellslundi við Vaðöldu. Haraldur vænir Landsvirkjun um vindasöm vinnubrögð í stað vandasamra. Innlent 17.8.2024 15:31 Eldur logar í frægu listasafni í Lundúnum Eldur logar í hinu víðfræga Somerset-húsi í miðborg Lundúna og eru um 125 slökkviliðsmenn á vettvangi. Erlent 17.8.2024 14:39 Bílaröð ísþyrstra Löng bílaröð hefur myndast á þjóðveginum vestan Hveragerðis. Þangað hafa fjölmargir gert sér ferð á Blómstrandi daga sem fara fram núna um helgina í Hveragerði. Innlent 17.8.2024 14:28 « ‹ 117 118 119 120 121 122 123 124 125 … 334 ›
Lýstu yfir þungum áhyggjum af risi öfgahægri afla Fjölmennur flokksráðsfundur VG fór fram í Reykjanesbæ í gær, laugardaginn 17. ágúst. Vel yfir eitt hundrað félagsmenn komu saman og samþykktu við lok fundar 17 ítarlegar ályktanir. Ályktanirnar fjölluðu meðal annars um róttækar breytingar á húsnæðismarkaði, ójöfnuð, Palestínu og stríðið á Gasa, auðlindir, innflytjendur og margt fleira. Innlent 18.8.2024 17:25
Skeytasendingar ráðherra til marks um valdþreytu Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar segir ráðherra ríkisstjórnarinnar, sem nokkrir hafa munnhöggvast opinberlega síðustu daga, nota stöðu sína í eigin þágu til að skapa sér sérstöðu í aðdraganda kosninga. Innlent 18.8.2024 16:18
Ungir og óreyndir Rússar á landamærunum Talsmaður úkraínska hersins segir um 100 til 150 rússneska hermenn hneppta í prísund á hverjum degi í Kursk-héraði í Rússlandi, þar sem Úkraínumenn halda áfram sókn sinni. Það séu meira eða minna ungir hermenn sem hafi nýlega verið kvaddir í herinn og hafi lítinn áhuga á að berjast. Erlent 18.8.2024 15:36
Ekki lengur hægt að valta yfir lítil sveitarfélög úti á landi Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, segir ekkert munu verða af áformum um uppbyggingu grænnar orkuvinnslu án þess að tekjur sveitarfélaga þar sem orkuvinnslan fer fram verði tryggð. Innlent 18.8.2024 15:18
Rúmlega 20 slasaðir eftir eld í parísarhjóli Minnst 23 slösuðust þegar tveir eldur kviknaði í tveimur vögnum parísarhjóls á tónlistarhátíð í Leipzig í gærkvöldi. Erlent 18.8.2024 12:35
Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. Innlent 18.8.2024 12:09
„Algjörlega ósammála“ samráðherra sínum Dómsmálaráðherra er ósammála samráðherra sínum í ríkisstjórn og formanni Vinstri grænna um að breytingar á útlendingalögum eigi ekki að vera forgangsmál. Hún boðar frekari breytingar í haust og segir núverandi stöðu ekki ganga til lengdar. Innlent 18.8.2024 11:46
Ósætti meðal ráðherra og víðtækt heitavatnsleysi Dómsmálaráðherra segist ósammála samráðherra sínum og formanni Vinstri grænna um að breytingar á útlendingalögum eigi ekki að vera forgangsmál. Hún boðar frekari breytingar í haust. Innlent 18.8.2024 11:42
Tvö þúsund þegar skrifað undir til stuðnings Helga Magnúsi Búið er að koma upp undirskriftalista á Íslandi.is til stuðnings Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara. Ríkissaksóknari hefur óskað eftir því að hann verði leystur af störfum vegna umdeildra ummæla í garð hinsegin fólks og útlendinga. Innlent 18.8.2024 11:33
Blinken reynir hvað hann getur Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er mættur til Ísraels í þeim tilgangi að hefja viðræður um vopnahlé á Gasasvæðinu milli Ísraela og Hamas-samtakanna. Háttsettir félagsmenn Hamas segja hugmyndir um mögulegt vopnahlé á Gasasvæðinu einungis blekkingu. Það er þrátt fréttaflutning af aukinni bjartsýni um að samkomulag náist. Erlent 18.8.2024 10:47
Framtíð vindorku, gervigreind og staðan í efnahagsmálum Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni. Innlent 18.8.2024 10:07
Kom að heimilinu í ljósum logum Heimili Helgu Skowronski og fjölskyldu hennar varð fyrir stórtjóni í seinasta mánuði þegar eldur kviknaði í húsi þeirra. Talið er að eldurinn hafi átt upptök sín í fitubakka undir útigrilli. Helga var nýlega byrjuð að koma sér fyrir í húsinu og segir erfitt að lýsa tilfinningunni sem fylgdi því að horfa upp á framtíðarheimilið í rjúkandi rúst. Innlent 18.8.2024 10:00
Reykjanesbær endurgeldur greiðann og býður frítt í sund Reykjanesbær býður íbúum í Hafnarfirði, Kópavogi, Álftanesi, Garðabæ, Norðlingaholti, Breiðholti, Hólmsheiði og almannadal ókeypis í sund í Vatnaveröld á meðan heitavatnslaust verður á þessum svæðum frá mánudagskvöldi til miðvikudags vegna viðgerðar á suðuræð Veitna. Innlent 18.8.2024 09:39
Svöl norðlæg átt næstu daga Norðaustur af landinu er 980 mb lægð sem hreyfist lítið og verður fremur svöl norðlæg átt á landinu í dag og næstu daga. Veður 18.8.2024 09:18
Reykur í hrauni ekki eldgos Reykur sést stíga upp úr hrauni á vefmyndavél RÚV á fjallinu Þorbirni. Veðurstofan segir eldgos ekki hafið heldur að líklega sé um vatnsgufu að ræða. Innlent 18.8.2024 09:16
Á harðahlaupum í handjárnum Nokkur erill var á höfuðborgarsvæðinu í nótt og komu hundrað og fimm mál á borð lögreglu á tólf klukkustunda tímabili frá klukkan fimm síðdegis til klukkan fimm í morgun að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Innlent 18.8.2024 09:15
Hundrað ár frá fyrsta flugi milli Íslands og Ameríku Eitthundrað ár eru um þessar mundir frá því flugvélum var í fyrsta sinn flogið milli Íslands og Ameríku. Flugvélarnar sem það gerðu voru tvær og hafa þær báðar varðveist á flugsöfnum í Bandaríkjunum. Innlent 18.8.2024 08:48
Starfsemi skert í tíu leik- eða grunnskólum í Reykjavík í vetur Í Reykjavík eru tíu leik- og grunnskólar að hluta eða alveg óstarfhæfir nú þegar skólastarf er að hefjast. Þar af er um að ræða níu leikskóla og einn grunnskóla, Hólabrekkuskóla. Innlent 17.8.2024 23:40
Vara við versnandi öryggisaðstæðum við Zaporizhzhia kjarnorkuverið Alþjóðakjarnorkumálastofnun, IAEA, varaði við því í dag að öryggisaðstæður við Zaporizhzhia kjarnorkuverið í Úkraínu hafi versnað mikið í kjölfar drónaárásar á vegi nærri kjarnorkuverinu. Sprengjan sprakk á vegi sem liggur á milli tveggja stærstu hliða kjarnorkuversins. Erlent 17.8.2024 22:44
Mesta rúmmálið sem hefur safnast frá því að gosin hófust Enn er óbreytt staða á Reykjanesi og líklegt að annað hvort eldgos eða kvikuinnskot geti hafist á hverri stundu. Meiri virkni er í dag en í gær en ekkert stórt stökk að sögn Minneyjar Sigurðardóttur náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Enn safnast kvika undir Svartsengi. Innlent 17.8.2024 22:09
Eru að slökkva í síðustu glæðunum í Somerset Slökkviliðiðið í London hefur nú náð tökum á eldi í Somerset húsi en tilkynnt var um eld þar um hádegisbil í dag. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að um 125 slökkviliðsmenn hafi verið kallaðir að vettvangi í dag til að slökkva eldinn. Slökkvilið vinnur nú að því slökkva í síðustu glæðunum í þaki hússins. Erlent 17.8.2024 20:35
Rafbílaeigendur með sínar leiðir til að svindla Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir að rafmagnsbílaeigendur eigi það til að vera nokkuð lævísir við að leggja í hleðslustæði án þess að greiða bílastæðagjald og án þess að greiða fyrir hleðslu. Framkvæmdastjóri Ísorku segir fyrirtækið verða af tekjum vegna þessa. Innlent 17.8.2024 20:31
Kjörís gaf nokkur tonn af ís í dag Mörg tonn af ís runnu ofan í þá tuttugu þúsund gesti, sem heimsóttu Kjörís í Hveragerði í dag á Ísdegi fyrirtækisins þar sem allir gátu fengið eins mikið af ókeypis ís eins og þeir vildu. Nokkrir furðulegir ísar voru á boðstólnum, til dæmis laxaís, harðfiskís og sinnepsís. Innlent 17.8.2024 20:04
Kuldakastinu muni fylgja töluverð úrkoma Sjaldséð snjókoma er í kortunum í fjöllum Norðanlands á morgun. Veðurfræðingar telja nokkuð ljóst að úr þessari spá rætist. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir allt eðlilegt í íslensku veðurfari en viðurkennir þó að það sé frekar óvanalegt að fá svona kuldakast í ágúst. Rætt var við Harald í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Veður 17.8.2024 19:56
Hamas segir sáttasemjara „selja blekkingar“ Alls létust 18 í loftárás Ísraela á Gasa í dag. Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að sáttasemjarar frá Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar luku tveggja daga viðræðum um vopnahlé á Gasa. Unnið hefur verið að samkomulaginu í nokkra mánuði. Erlent 17.8.2024 18:19
Ný lágvöruverðsverslun áskorun og tónlistarframleiðsla Magga Mix Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverðsverslun sem var opnuð í Kópavogi í dag. ASÍ bindur vonir við að verslunin veiti aðhald og aðrir líti á verð hennar sem áskorun. Innlent 17.8.2024 18:01
„Ekki sést á þessari öld“ Veðurspákort fyrir morgundaginn eru landanum ekki náðug eins og svo oft áður þetta rigningarsumar. Hins vegar er það ekki rigning sem búist er við á morgun. Spáð er slyddu og snjókomu á morgun vestantil á Norðurlandi og á Hornströndum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir svona spá ekki hafa sést á þessum árstíma á þessari öld. Veður 17.8.2024 15:53
Haraldur baunar á forstjóra Landsvirkjunar Haraldur Þór Jónsson, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er ósammála fullyrðingum Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, um umfangsmikið samráð við hagaðila tilætlaðs vindorkuvers í Búrfellslundi við Vaðöldu. Haraldur vænir Landsvirkjun um vindasöm vinnubrögð í stað vandasamra. Innlent 17.8.2024 15:31
Eldur logar í frægu listasafni í Lundúnum Eldur logar í hinu víðfræga Somerset-húsi í miðborg Lundúna og eru um 125 slökkviliðsmenn á vettvangi. Erlent 17.8.2024 14:39
Bílaröð ísþyrstra Löng bílaröð hefur myndast á þjóðveginum vestan Hveragerðis. Þangað hafa fjölmargir gert sér ferð á Blómstrandi daga sem fara fram núna um helgina í Hveragerði. Innlent 17.8.2024 14:28